Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2023 22:37 NATO stofnaði nýverið sérstaka deild þar sem unnið verður með sérfræðingum, fyrirtækjum og ríkisstjórnum aðildarríkja að því að vernda neðansjávarinnviði. EPA/STEPHANIE LECOCQ Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. David Cattler, yfirmaður leyniþjónustumála hjá Atlantshafsbandalaginu, sagði frá þessu í dag og sagði áhyggjur af mögulegum skemmdarverkum Rússa hafa aukist. Ríkisfjölmiðlar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands hafa verið að birta þætti í heimildaþáttaröð um njósnir Rússa og var þar meðal annars greint frá því að þeir starfræktu dulbúinn flota af njósnafleyjum í Norðursjó. Sjá einnig: Hættan ekki ný af nálinni en almenning þyrstir í upplýsingar Cattler sagði í dag að Rússar hefðu ekki verið svo virkir í Atlantshafinu, Norðursjó og Eystrasalti um árabil og vísaði hann meðal annars til þessara njósnaskipa. Hann sagði þó að fylgst væri með þeim. Cattler varaði við því að andstæðingar NATO hefðu áttað sig á því að þeir gætu ógnað hagsmunum aðildarríkja bandalagsins með því að vinna skemmdir á innviðum sem snúa að orku og internetinu. Fjármálakerfi Vesturlanda væri til dæmis mjög háð netinu en sæstrengir eru þar gífurlega mikilvægir. Forsvarsmenn NATO hafa aukið eftirlit í Norðursjó og á Eystrasalti eftir að Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar með sprengingum í fyrra, samkvæmt frétt Reuters. NATO stofnaði nýverið sérstaka deild þar sem unnið verður með sérfræðingum, fyrirtækjum og ríkisstjórnum aðildarríkja að því að vernda neðansjávarinnviði. Hans-Werner Wiermann, þýskur herforingi sem leiðir þessa deild, tók undir það með Cattler í dag að hættan væri raunveruleg. Þeir sögðu hana einnig geta beinst að vindorkuverum á Norðurhafi en hægt væri að draga úr hættunni með því að tengja slík orkuver til lands með fleiri en einum kapli. NATO Sæstrengir Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. 28. apríl 2023 11:13 Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
David Cattler, yfirmaður leyniþjónustumála hjá Atlantshafsbandalaginu, sagði frá þessu í dag og sagði áhyggjur af mögulegum skemmdarverkum Rússa hafa aukist. Ríkisfjölmiðlar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands hafa verið að birta þætti í heimildaþáttaröð um njósnir Rússa og var þar meðal annars greint frá því að þeir starfræktu dulbúinn flota af njósnafleyjum í Norðursjó. Sjá einnig: Hættan ekki ný af nálinni en almenning þyrstir í upplýsingar Cattler sagði í dag að Rússar hefðu ekki verið svo virkir í Atlantshafinu, Norðursjó og Eystrasalti um árabil og vísaði hann meðal annars til þessara njósnaskipa. Hann sagði þó að fylgst væri með þeim. Cattler varaði við því að andstæðingar NATO hefðu áttað sig á því að þeir gætu ógnað hagsmunum aðildarríkja bandalagsins með því að vinna skemmdir á innviðum sem snúa að orku og internetinu. Fjármálakerfi Vesturlanda væri til dæmis mjög háð netinu en sæstrengir eru þar gífurlega mikilvægir. Forsvarsmenn NATO hafa aukið eftirlit í Norðursjó og á Eystrasalti eftir að Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar með sprengingum í fyrra, samkvæmt frétt Reuters. NATO stofnaði nýverið sérstaka deild þar sem unnið verður með sérfræðingum, fyrirtækjum og ríkisstjórnum aðildarríkja að því að vernda neðansjávarinnviði. Hans-Werner Wiermann, þýskur herforingi sem leiðir þessa deild, tók undir það með Cattler í dag að hættan væri raunveruleg. Þeir sögðu hana einnig geta beinst að vindorkuverum á Norðurhafi en hægt væri að draga úr hættunni með því að tengja slík orkuver til lands með fleiri en einum kapli.
NATO Sæstrengir Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. 28. apríl 2023 11:13 Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00
Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. 28. apríl 2023 11:13
Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10