Maíspá Siggu Kling: Strokum eitrað fólk út af vinalista krabbans Sigga Kling skrifar 5. maí 2023 06:00 Elsku Krabbinn minn, það er svo margt sem þrífst undir yfirborðinu hjá þér, svo margar hirslur í sálinni þinni sem geyma mikið gull. Það er þitt að leita betur eftir því hvað þú gerir best og að sjá hvort þú sért á réttri leið og ánægður með þitt framlag. Krabbinn er frá 22. júní til 22. júlí. Ef þér finnst allt vera ómögulegt þá missirðu orkuna til að finna þá mögnuðu hluti sem þú fékkst í vöggugjöf. Alveg sama hvar þú kemur eða hvar þú vinnur, þá gefurðu frá þér þannig streymi eða útgeislun að fólk langar til að vera með í þínum hóp. En þú átt það svo oft til að vera of passasamur í að hleypa að hjarta þínu og að treysta að allt verði dásamlegt. Það verður skipting í vinahópnum einhvers staðar, allavega er nýtt og kraftmikið fólk að koma og að halda í höndina á þér og það hefur sömu áhugamál og hressir þig við þegar þú þarft á því að halda. Þú ert búinn að efla þig svo mikið andlega, þú ert alltaf að gera eitthvað til þess að styrkja sjálfan þig. Svo alls ekki hlusta á tuð eða neikvæðni því að þú getur stundum verið svo áhrifagjarn og leyft öðrum að draga þig niður. Það er til eitrað fólk sem finnst gaman að skemma fyrir öðrum, það er þeirra leikur. Svo núna geturðu gripið tækifærið í þessum magnaða mánuði til að hreinsa af vinalistanum án þess að það sé áberandi. Ef þessi persóna er inni á heimilinu þínu, í fjölskyldu eða náinn þér, þá þarftu líka að finna leiðir til að aftengja þig þar. Þess vegna verður það líka heppilegt að fram undan hjá þér eru ýmsar tilfærslur, ferðalög og breytingar sem gera þig svo hamingjusaman, þó þú sjáir það kannski ekki alveg strax. Dagarnir 12., 13. og 14. maí eru merkilegir og á þeim tíma gerist margt eða fæðist margt sem gerir þér kleift að magna upp sjálfan þig og komist nær því lífi sem þú óskar þér og þú átt skilið. Knús og kossar, Sigga Kling Meryl Streep, leikkona, 22. júní Stefán Hilmarsson, söngvari, 26. júní Ariana Grande, söngkona, 26. júní Elon Musk, frumkvöðull, 28. júní Mike Tyson, hnefaleikamaður, 30. júní Díana prinsessa, 1. júlí Tom Cruise, leikari, 3. júlí Post Malone, söngvari, 4. júlí Frida Kahlo, listakona, 6. júlí Kevin Hart, grínisti, 6. júlí Tom Hanks, leikari, 9. júlí Selena Gomez, leikkona, 22. júlí Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Sjá meira
Krabbinn er frá 22. júní til 22. júlí. Ef þér finnst allt vera ómögulegt þá missirðu orkuna til að finna þá mögnuðu hluti sem þú fékkst í vöggugjöf. Alveg sama hvar þú kemur eða hvar þú vinnur, þá gefurðu frá þér þannig streymi eða útgeislun að fólk langar til að vera með í þínum hóp. En þú átt það svo oft til að vera of passasamur í að hleypa að hjarta þínu og að treysta að allt verði dásamlegt. Það verður skipting í vinahópnum einhvers staðar, allavega er nýtt og kraftmikið fólk að koma og að halda í höndina á þér og það hefur sömu áhugamál og hressir þig við þegar þú þarft á því að halda. Þú ert búinn að efla þig svo mikið andlega, þú ert alltaf að gera eitthvað til þess að styrkja sjálfan þig. Svo alls ekki hlusta á tuð eða neikvæðni því að þú getur stundum verið svo áhrifagjarn og leyft öðrum að draga þig niður. Það er til eitrað fólk sem finnst gaman að skemma fyrir öðrum, það er þeirra leikur. Svo núna geturðu gripið tækifærið í þessum magnaða mánuði til að hreinsa af vinalistanum án þess að það sé áberandi. Ef þessi persóna er inni á heimilinu þínu, í fjölskyldu eða náinn þér, þá þarftu líka að finna leiðir til að aftengja þig þar. Þess vegna verður það líka heppilegt að fram undan hjá þér eru ýmsar tilfærslur, ferðalög og breytingar sem gera þig svo hamingjusaman, þó þú sjáir það kannski ekki alveg strax. Dagarnir 12., 13. og 14. maí eru merkilegir og á þeim tíma gerist margt eða fæðist margt sem gerir þér kleift að magna upp sjálfan þig og komist nær því lífi sem þú óskar þér og þú átt skilið. Knús og kossar, Sigga Kling Meryl Streep, leikkona, 22. júní Stefán Hilmarsson, söngvari, 26. júní Ariana Grande, söngkona, 26. júní Elon Musk, frumkvöðull, 28. júní Mike Tyson, hnefaleikamaður, 30. júní Díana prinsessa, 1. júlí Tom Cruise, leikari, 3. júlí Post Malone, söngvari, 4. júlí Frida Kahlo, listakona, 6. júlí Kevin Hart, grínisti, 6. júlí Tom Hanks, leikari, 9. júlí Selena Gomez, leikkona, 22. júlí
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Sjá meira