Allt tilbúið fyrir fyrstu krýninguna í Bretlandi í 70 ár Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2023 12:14 Myndum af Karli konungi hefur verið komið upp víða í Lundúnum. Hér stendur einn af þegnum hans undir einum þessarra mynda. AP/Andreea Alexandru Gríðarlegur undirbúningur fyrir krýningu Karls III konungs Bretlands og tuga samveldisríkja er á lokametrunum fyrir krýningarathöfnina á morgun. Forseti Íslands verður meðal um 40 þjóðarleiðtoga sem sækja athöfnina sem reiknað er með að hundruð milljóna manna fylgist með í sjónvarpi um allan heim. Herlegheitin verða einnig í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi frá klukkan 08:45 í fyrramálið þegar fulltrúar allra herdeilda breska hersins stilla sér upp fyrir skrúðgönguna frá Buckingham höll að Westminster Abbey dómkirkjunni þar sem Karl III verður krýndur konungur. Þetta verður fyrsta krýningin frá því Elísabet II móðir Karls var krýnd árið 1953 þá aðeins 26 ára gömul. Bretar eru engum líkir þegar kemur að konunglegum viðburðum. Fólk er þegar byrjað að safnast saman við þær götur sem skrúðgangan fer um á morgun og við Buckingham höll.AP/Emilio Morenatt Karl er hins vegar 74 ára og hefur enginn verið erfðaprins lengur en hann í sögu konungsveldisins. Búist er við að hundruð þúsunda manna fylgist með athöfninni á götum út og á skjám í þremur skemmtigörðum borgarinnar. Það má því reikna með miklu álagi á almenningssamgöngur í Lundúnum á morgun og samgöngukerfi landsins almennt. Að því tilefni sendu Karl og Kamilla kona hans frá sér raddskilaboð til almennings í dag. Karl II á strembið verk fyrir höndum að halda krúnunni í 15 samveldisríkjum og rækta samtöðu meðal þeirra 54 ríkja sem eru í Samveldinu. Hér eru Karl og Kamilla í Soweto í Suður Afríku árið 2011.AP/Jerome Delay Karl sagði þau hjónin óska þess að fólk ætti dásamlegan krýningardag. Kamila óskaði öllum á faraldsfæti öruggra og þægilegra ferða. Og Karl endaði á kunnuglegri viðvörun í lestum Bretlands, „Mind the gap“ eða gætið ykkar á bilinu. Hefð er fyrir því að forsetar Bandaríkjanna mæti ekki við krýningu á konungi Bretlands enda háðu Bandaríkjamenn sjálfstæðisbaráttu sína gegn Georgi III konungi Bretlands. Forsetarnir senda hins vegar yfirleitt fulltrúa sína og mun Jill Biden forsetafrú vera viðstödd krýningu Karls.Hér er hún með Katrínu prinsessu af Wales.AP/Aaron Chown Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú verða ásamt um eða yfir fjörutíu þjóðarleiðtogum og fulltrúum annarra ríkja og samveldislanda viðstödd athöfnina í Westminster Abbey. Þeirra á meðal Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu sem er lýðveldissinni. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur undanfarna daga tekið á móti leiðtogum samveldisríkjanna sem komnir eru til Lundúna vegna krýningarinnar. Hér er hann með Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu.AP/Frank Augstein Hann segir engu að síður um sögulega stund að ræða eftir ótrúlega 70 ára þjónustu, skyldurækni og eljusemi Elísabetar II móður Karls. Athöfnin markaði formlega viðurkenningu á nýjum þjóðhöfðingja í núverandi kerfi. Honum liði því ekki undarlega við þessar aðstæður. „Nei alls ekki. Ég hef ekki skipt um skoðun og hef gert öllum grein fyrir því. Ég vil sjá Ástrala í embætti þjóðhöfðingja. Það þýðir hins vegar ekki að ég beri ekki virðingu fyrir þeim stofnunum sem eru grundvöllur stjórnkerfis okkar eins og það er í dag," sagði Albanese. Útsending Vísis og Stöðvar 2/Vísis hefst klukkan 08:45 og stendur til um klukkan 13:30 þegar flugsveit breska hersins flýgur heiðursflug yfir Buckingham höll. Karl III Bretakonungur Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30. 4. maí 2023 09:34 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41 Guðni og Eliza verða viðstödd krýningu Karls Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna. 11. apríl 2023 12:53 Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. 9. apríl 2023 22:21 Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Herlegheitin verða einnig í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi frá klukkan 08:45 í fyrramálið þegar fulltrúar allra herdeilda breska hersins stilla sér upp fyrir skrúðgönguna frá Buckingham höll að Westminster Abbey dómkirkjunni þar sem Karl III verður krýndur konungur. Þetta verður fyrsta krýningin frá því Elísabet II móðir Karls var krýnd árið 1953 þá aðeins 26 ára gömul. Bretar eru engum líkir þegar kemur að konunglegum viðburðum. Fólk er þegar byrjað að safnast saman við þær götur sem skrúðgangan fer um á morgun og við Buckingham höll.AP/Emilio Morenatt Karl er hins vegar 74 ára og hefur enginn verið erfðaprins lengur en hann í sögu konungsveldisins. Búist er við að hundruð þúsunda manna fylgist með athöfninni á götum út og á skjám í þremur skemmtigörðum borgarinnar. Það má því reikna með miklu álagi á almenningssamgöngur í Lundúnum á morgun og samgöngukerfi landsins almennt. Að því tilefni sendu Karl og Kamilla kona hans frá sér raddskilaboð til almennings í dag. Karl II á strembið verk fyrir höndum að halda krúnunni í 15 samveldisríkjum og rækta samtöðu meðal þeirra 54 ríkja sem eru í Samveldinu. Hér eru Karl og Kamilla í Soweto í Suður Afríku árið 2011.AP/Jerome Delay Karl sagði þau hjónin óska þess að fólk ætti dásamlegan krýningardag. Kamila óskaði öllum á faraldsfæti öruggra og þægilegra ferða. Og Karl endaði á kunnuglegri viðvörun í lestum Bretlands, „Mind the gap“ eða gætið ykkar á bilinu. Hefð er fyrir því að forsetar Bandaríkjanna mæti ekki við krýningu á konungi Bretlands enda háðu Bandaríkjamenn sjálfstæðisbaráttu sína gegn Georgi III konungi Bretlands. Forsetarnir senda hins vegar yfirleitt fulltrúa sína og mun Jill Biden forsetafrú vera viðstödd krýningu Karls.Hér er hún með Katrínu prinsessu af Wales.AP/Aaron Chown Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú verða ásamt um eða yfir fjörutíu þjóðarleiðtogum og fulltrúum annarra ríkja og samveldislanda viðstödd athöfnina í Westminster Abbey. Þeirra á meðal Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu sem er lýðveldissinni. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur undanfarna daga tekið á móti leiðtogum samveldisríkjanna sem komnir eru til Lundúna vegna krýningarinnar. Hér er hann með Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu.AP/Frank Augstein Hann segir engu að síður um sögulega stund að ræða eftir ótrúlega 70 ára þjónustu, skyldurækni og eljusemi Elísabetar II móður Karls. Athöfnin markaði formlega viðurkenningu á nýjum þjóðhöfðingja í núverandi kerfi. Honum liði því ekki undarlega við þessar aðstæður. „Nei alls ekki. Ég hef ekki skipt um skoðun og hef gert öllum grein fyrir því. Ég vil sjá Ástrala í embætti þjóðhöfðingja. Það þýðir hins vegar ekki að ég beri ekki virðingu fyrir þeim stofnunum sem eru grundvöllur stjórnkerfis okkar eins og það er í dag," sagði Albanese. Útsending Vísis og Stöðvar 2/Vísis hefst klukkan 08:45 og stendur til um klukkan 13:30 þegar flugsveit breska hersins flýgur heiðursflug yfir Buckingham höll.
Karl III Bretakonungur Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30. 4. maí 2023 09:34 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41 Guðni og Eliza verða viðstödd krýningu Karls Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna. 11. apríl 2023 12:53 Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. 9. apríl 2023 22:21 Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30. 4. maí 2023 09:34
Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41
Guðni og Eliza verða viðstödd krýningu Karls Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna. 11. apríl 2023 12:53
Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. 9. apríl 2023 22:21
Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01