Búsetufrelsi í Grímsnes- og Grafningshreppi Ása Valdís Árnadóttir og skrifa 6. maí 2023 07:00 Eitt af grundvallarverkefnum sveitarstjórnarmanna er að móta markmið og stefnu fyrir starfsemi, rekstur og framþróun síns sveitarfélags og fylgja þeim eftir. Það má því áætla að fólk sem býður sig fram til setu í sveitarstjórnum hafi bæði áhuga og metnað til að vinna fyrir sitt samfélag. Jafnframt má gera ráð fyrir því að flestir kjörnir fulltrúar séu að vinna að því sama, þ.e. að sveitarfélagið þeirra veiti ásættanlega grunnþjónustu til íbúa ásamt því að gera sitt sveitarfélag að góðum búsetukosti fyrir núverandi og framtíðar íbúa og þar með ýta undir búsetufrelsi í landinu. Grundvallar málaflokkur fyrir þróun byggðar, búsetufrelsi og samfélags eru skipulagsmál hvers sveitarfélags og er það í gegnum skipulagsáætlanir þ.m.t. aðalskipulagið sem vinnan á sér stað. Við gerð og endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélag er að mörgu að huga en í aðalskipulagi á að koma fram stefna sveitarfélagsins um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Í aðalskipulagi hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun með sínum skipulagsáætlunum og meta út frá því hverskonar uppbygging þarf að eiga sér stað í sveitarfélaginu. Samhliða aðalskipulaginu eru unnar ýmsar áætlanir m.a. húsnæðisáætlun og síðan er íbúaskrá, sem aðstoða sveitarstjórnir og starfsmenn sveitarfélaga við að gera áætlanir um þjónustu og innviðauppbyggingu í samfélaginu. Innviðir í sveitarfélögum eru t.d. leik- og grunnskólar, fráveitur og vatnsveitur. E-listinn sem situr í meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps leggur með skipulagsáætlunum metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreytta búsetukosti, möguleika á uppbyggingu á iðnaði, verslun og þjónustu og aðra innviðauppbyggingu í sveitarfélaginu. Verið er að vinna að fjölgun lóða til úthlutunar í þéttbýlinu, stutt er í fyrstu skóflustungu á viðbyggingu við íþróttamiðstöðina, deiliskipulag fyrir athafnasvæði hefur verið samþykkt af Skipulagsstofnun og áætlað er að gatnagerð hefjist þar á næstu mánuðum, svokallað miðsvæði er á lokametrunum og er hafið samtal við áhugasama aðila um rekstur á því svæði. Við gerð þessara skipulagsáætlana hefur verið tekið mið af þróun byggðar og samfélagsins í Grímsnes- og Grafningshrepp undanfarin ár. Það sem hefur þó aðeins haft áhrif á skipulagsáætlanirnar er að íbúum með ótilgreint heimilisfang í sveitarfélaginu hefur fjölgað á undanförnum árum sem gerir sveitarstjórn ekki auðvelt fyrir þegar kemur að greiningu á uppbyggingu á þjónustu og innviðauppbyggingu en þessir íbúar eru á öllum aldri. Í dag eru u.þ.b. 10% íbúa Grímsnes- og Grafningshrepps með ótilgreint heimilisfang, þetta væri eins og það væru um 1.300 manns í Árborg og um 14.000 manns í Reykjavík með ótilgreint heimilisfang. Íbúar með ótilgreint heimilisfang geta verið búsettir t.d. í frístundahúsum eða í öðru húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði og þeir hafa því ekki eiginlegt heimilisfang og því erfitt að áætla t.d. hvar veita þurfi heimilishjálp, hvert senda eigi upplýsingar bréfleiðis, fjölgun barna í leik- og grunnskóla og fleira. Samkvæmt 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrár Íslands skulu allir sem löglega búa á landinu, ráða búsetu sinni sjálfir og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem settar eru í lögum. Í lögum um lögheimili segir að lögheimili skuli skráð í íbúð eða húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur staðfang. Þessi þróun með skráningu á einstaklingum með ótilgreint heimilisfang hefur ekki eingöngu áhrif á skipulagsáætlanir sveitarfélaga heldur einnig t.d. hagsmuni einstaklinga sem hafa keypt sér t.d. frístundahús eða frístundahúsalóð með væntingar um að þar verði framtíðar frístundahúsabyggð með takmarkaðri búsetu en ekki heilsársbúsetu. Sveitarstjórnir hafa skipulagsvaldið og því fylgir ábyrgð en það er með skipulagsáætlunum sem ákveðið er hvernig íbúa- og byggðarþróun er í sveitarfélögunum og er það eins og áður sagði byggt á ýmsum áætlunum og stefnum sem unnar eru út frá hagsmunum hvers sveitarfélags. Skipulagsáætlanir geta svo vissulega tekið breytingum með formlegu skipulagsferli. Í Grímsnes- og Grafningshreppi má finna fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Miðað við gildandi skipulagsáætlanir er því vel hægt að flytja í íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu sem uppfyllir slíka skilgreiningu í anda laga og reglugerða. Það er stefna meirihlutans að halda áfram að bjóða upp á og ýta undir fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði og þar með styður Grímsnes- og Grafningshreppur við búsetufrelsi í landinu. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Eitt af grundvallarverkefnum sveitarstjórnarmanna er að móta markmið og stefnu fyrir starfsemi, rekstur og framþróun síns sveitarfélags og fylgja þeim eftir. Það má því áætla að fólk sem býður sig fram til setu í sveitarstjórnum hafi bæði áhuga og metnað til að vinna fyrir sitt samfélag. Jafnframt má gera ráð fyrir því að flestir kjörnir fulltrúar séu að vinna að því sama, þ.e. að sveitarfélagið þeirra veiti ásættanlega grunnþjónustu til íbúa ásamt því að gera sitt sveitarfélag að góðum búsetukosti fyrir núverandi og framtíðar íbúa og þar með ýta undir búsetufrelsi í landinu. Grundvallar málaflokkur fyrir þróun byggðar, búsetufrelsi og samfélags eru skipulagsmál hvers sveitarfélags og er það í gegnum skipulagsáætlanir þ.m.t. aðalskipulagið sem vinnan á sér stað. Við gerð og endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélag er að mörgu að huga en í aðalskipulagi á að koma fram stefna sveitarfélagsins um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Í aðalskipulagi hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun með sínum skipulagsáætlunum og meta út frá því hverskonar uppbygging þarf að eiga sér stað í sveitarfélaginu. Samhliða aðalskipulaginu eru unnar ýmsar áætlanir m.a. húsnæðisáætlun og síðan er íbúaskrá, sem aðstoða sveitarstjórnir og starfsmenn sveitarfélaga við að gera áætlanir um þjónustu og innviðauppbyggingu í samfélaginu. Innviðir í sveitarfélögum eru t.d. leik- og grunnskólar, fráveitur og vatnsveitur. E-listinn sem situr í meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps leggur með skipulagsáætlunum metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreytta búsetukosti, möguleika á uppbyggingu á iðnaði, verslun og þjónustu og aðra innviðauppbyggingu í sveitarfélaginu. Verið er að vinna að fjölgun lóða til úthlutunar í þéttbýlinu, stutt er í fyrstu skóflustungu á viðbyggingu við íþróttamiðstöðina, deiliskipulag fyrir athafnasvæði hefur verið samþykkt af Skipulagsstofnun og áætlað er að gatnagerð hefjist þar á næstu mánuðum, svokallað miðsvæði er á lokametrunum og er hafið samtal við áhugasama aðila um rekstur á því svæði. Við gerð þessara skipulagsáætlana hefur verið tekið mið af þróun byggðar og samfélagsins í Grímsnes- og Grafningshrepp undanfarin ár. Það sem hefur þó aðeins haft áhrif á skipulagsáætlanirnar er að íbúum með ótilgreint heimilisfang í sveitarfélaginu hefur fjölgað á undanförnum árum sem gerir sveitarstjórn ekki auðvelt fyrir þegar kemur að greiningu á uppbyggingu á þjónustu og innviðauppbyggingu en þessir íbúar eru á öllum aldri. Í dag eru u.þ.b. 10% íbúa Grímsnes- og Grafningshrepps með ótilgreint heimilisfang, þetta væri eins og það væru um 1.300 manns í Árborg og um 14.000 manns í Reykjavík með ótilgreint heimilisfang. Íbúar með ótilgreint heimilisfang geta verið búsettir t.d. í frístundahúsum eða í öðru húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði og þeir hafa því ekki eiginlegt heimilisfang og því erfitt að áætla t.d. hvar veita þurfi heimilishjálp, hvert senda eigi upplýsingar bréfleiðis, fjölgun barna í leik- og grunnskóla og fleira. Samkvæmt 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrár Íslands skulu allir sem löglega búa á landinu, ráða búsetu sinni sjálfir og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem settar eru í lögum. Í lögum um lögheimili segir að lögheimili skuli skráð í íbúð eða húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur staðfang. Þessi þróun með skráningu á einstaklingum með ótilgreint heimilisfang hefur ekki eingöngu áhrif á skipulagsáætlanir sveitarfélaga heldur einnig t.d. hagsmuni einstaklinga sem hafa keypt sér t.d. frístundahús eða frístundahúsalóð með væntingar um að þar verði framtíðar frístundahúsabyggð með takmarkaðri búsetu en ekki heilsársbúsetu. Sveitarstjórnir hafa skipulagsvaldið og því fylgir ábyrgð en það er með skipulagsáætlunum sem ákveðið er hvernig íbúa- og byggðarþróun er í sveitarfélögunum og er það eins og áður sagði byggt á ýmsum áætlunum og stefnum sem unnar eru út frá hagsmunum hvers sveitarfélags. Skipulagsáætlanir geta svo vissulega tekið breytingum með formlegu skipulagsferli. Í Grímsnes- og Grafningshreppi má finna fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Miðað við gildandi skipulagsáætlanir er því vel hægt að flytja í íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu sem uppfyllir slíka skilgreiningu í anda laga og reglugerða. Það er stefna meirihlutans að halda áfram að bjóða upp á og ýta undir fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði og þar með styður Grímsnes- og Grafningshreppur við búsetufrelsi í landinu. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun