„Hann getur ekki gert neinum mein og er besti vinur allra“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. maí 2023 20:01 Mæðgurnar Ástrós og Judite Guðbjörg geta ekki hugsað sér að hundurinn Bjartur verði tekinn af heimilinu. Vísir/Dúi „Ég gæti ekki ímyndað mér að lifa án hans,“ segir dóttir konu sem tók að sér hund systur sinnar sem lést úr krabbameini. Nágrannar eru ósáttir við veru hundsins í húsinu þrátt fyrir að þeir búi ekki á sama stigagangi. Enginn hefur borið fyrir sig ofnæmi né ónæði. Líkt og greint var frá á Vísi í vikunni berst Ástrós Una nú fyrir því að fá að halda hundinum Bjarti, en systir hennar, Arndís Halla, var eigandi hans. Hún lést fyrir fjórum árum. Ástrós og dætur hennar tóku við Bjarti eftir að Arndís lést, og býr fjölskyldan nú í fjölbýlishúsi á Akranesi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heimsóttum við Bjart og fjölskyldu. Innslagið má sjá hér að neðan. Samkvæmt núverandi löggjöf þurfa tveir þriðju eigenda íbúða í fjölbýli að samþykkja hunda eða kattahald, það er þeirra sem deila sama stigagangi eða inngangi. Ástrós hefur fengið þetta samþykki hjá íbúum í hennar stigagangi, en íbúar sem búa í öðrum stigagangi hafa kvartað yfir hundinum og borið fyrir sig að sameiginlegur inngangur er í kjallara hússins. Enginn borið fyrir sig ofnæmi né ónæði Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. Ástrós segist ekki vita ástæðu þess að sumir nágranna hennar séu svo mikið á móti því að hundurinn sé í húsinu, enda noti hann aldrei innganginn i kjallaranum og ekkert ónæði sé af honum. Sameiginlegur inngangur er í kjallara hússins sem hundurinn Bjartur notast aldrei við. Vísir/Dúi „Það hefur enginn talað um ofnæmi, enginn talað um ónæði og meira að segja fólk sem býr með mér í stigaganginum hefur spurt mig „er hann hjá þér núna, við verðum ekkert vör við hann?,“ segir Ástrós. Mæðgurnar segjast ekki geta hugsað sér að Bjartur fari af heimilinu og að það myndi bæta í alla sorgina og söknuðinn sem andlát Arndísar hefur haft í för með sér. „Ég gæti ekki ímyndað mér að lifa án hans,“ segir Judite Guðbjörg, dóttir Ástrósar. „Að koma heim og hafa ekki einhvern stökkvandi á móti manni.“ Þetta er algjör draumahundur. Hann getur ekki gert neinum mein og er besti vinur allra. Dýr Akranes Hundar Tengdar fréttir Berjast fyrir að halda hundi sem hjálpaði systur í krabbameinsbaráttu Systir konu sem lést úr krabbameini sér fram á að missa hundinn sem var henni við hlið í dauðastríðinu. Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. 2. maí 2023 19:13 Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í vikunni berst Ástrós Una nú fyrir því að fá að halda hundinum Bjarti, en systir hennar, Arndís Halla, var eigandi hans. Hún lést fyrir fjórum árum. Ástrós og dætur hennar tóku við Bjarti eftir að Arndís lést, og býr fjölskyldan nú í fjölbýlishúsi á Akranesi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heimsóttum við Bjart og fjölskyldu. Innslagið má sjá hér að neðan. Samkvæmt núverandi löggjöf þurfa tveir þriðju eigenda íbúða í fjölbýli að samþykkja hunda eða kattahald, það er þeirra sem deila sama stigagangi eða inngangi. Ástrós hefur fengið þetta samþykki hjá íbúum í hennar stigagangi, en íbúar sem búa í öðrum stigagangi hafa kvartað yfir hundinum og borið fyrir sig að sameiginlegur inngangur er í kjallara hússins. Enginn borið fyrir sig ofnæmi né ónæði Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. Ástrós segist ekki vita ástæðu þess að sumir nágranna hennar séu svo mikið á móti því að hundurinn sé í húsinu, enda noti hann aldrei innganginn i kjallaranum og ekkert ónæði sé af honum. Sameiginlegur inngangur er í kjallara hússins sem hundurinn Bjartur notast aldrei við. Vísir/Dúi „Það hefur enginn talað um ofnæmi, enginn talað um ónæði og meira að segja fólk sem býr með mér í stigaganginum hefur spurt mig „er hann hjá þér núna, við verðum ekkert vör við hann?,“ segir Ástrós. Mæðgurnar segjast ekki geta hugsað sér að Bjartur fari af heimilinu og að það myndi bæta í alla sorgina og söknuðinn sem andlát Arndísar hefur haft í för með sér. „Ég gæti ekki ímyndað mér að lifa án hans,“ segir Judite Guðbjörg, dóttir Ástrósar. „Að koma heim og hafa ekki einhvern stökkvandi á móti manni.“ Þetta er algjör draumahundur. Hann getur ekki gert neinum mein og er besti vinur allra.
Dýr Akranes Hundar Tengdar fréttir Berjast fyrir að halda hundi sem hjálpaði systur í krabbameinsbaráttu Systir konu sem lést úr krabbameini sér fram á að missa hundinn sem var henni við hlið í dauðastríðinu. Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. 2. maí 2023 19:13 Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Berjast fyrir að halda hundi sem hjálpaði systur í krabbameinsbaráttu Systir konu sem lést úr krabbameini sér fram á að missa hundinn sem var henni við hlið í dauðastríðinu. Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. 2. maí 2023 19:13
Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17