Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2023 13:00 Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 Vísir/Getty Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. Keppt er í Miami í Bandaríkjunum þessa helgina og eftir fyrstu æfingu gærdagsins, þar sem bílar Mercedes voru hraðastir, tók raunveruleikinn við á seinni æfingu dagsins þar sem liðið var tæpri sekúndu á eftir Red Bull. „Við erum ekki hraðir og eigum í fullu fangi þarna úti,“ sagði brúnaþungur Hamilton í samtali við Sky Sports eftir fyrstu æfingarnar í Miami. Mercedes sé að prófa mismunandi útfærslur á stillingu bílsins en er enn langt á eftir Red Bull Racing sem hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á yfirstandandi tímabili. „Þetta er þungt högg í magann og erfitt að taka þessu en þetta verður í lagi. Við vinum leggja höfuðið í bleyti og reyna að finna lausnir. Ég er að reyna vera bjartsýnn og er að leggja mikið á mig en við erum bara að deyja hérna. Okkur vantar sárlega uppfærslur á þennan bíl.“ Tímatökurnar í Miami fara fram í kvöld og sjálf keppnin fer fram annað kvöld. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Keppt er í Miami í Bandaríkjunum þessa helgina og eftir fyrstu æfingu gærdagsins, þar sem bílar Mercedes voru hraðastir, tók raunveruleikinn við á seinni æfingu dagsins þar sem liðið var tæpri sekúndu á eftir Red Bull. „Við erum ekki hraðir og eigum í fullu fangi þarna úti,“ sagði brúnaþungur Hamilton í samtali við Sky Sports eftir fyrstu æfingarnar í Miami. Mercedes sé að prófa mismunandi útfærslur á stillingu bílsins en er enn langt á eftir Red Bull Racing sem hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á yfirstandandi tímabili. „Þetta er þungt högg í magann og erfitt að taka þessu en þetta verður í lagi. Við vinum leggja höfuðið í bleyti og reyna að finna lausnir. Ég er að reyna vera bjartsýnn og er að leggja mikið á mig en við erum bara að deyja hérna. Okkur vantar sárlega uppfærslur á þennan bíl.“ Tímatökurnar í Miami fara fram í kvöld og sjálf keppnin fer fram annað kvöld.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira