Fyrir leik dagsins sat Bayern í efsta sæti þýsku deildarinnar. Glódís Perla var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá liðinu en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat á varamannabekknum og kom ekkert við sögu í dag.
Bayern komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik eftir að Lea Schuller og Lina Magull komu boltanum tvívegis í netið á fimm mínútna kafla.
Natasha Kowalski náði að klóra í bakkann fyrir heimakonur í SGS Essen en nær komst liðið ekki.
Sigurinn gerir það að verkum að Bayern situr á toppi þýsk úrvalsdeildarinnar með 52 stig, fjórum stigum meira en Wolfsburg sem á leik til góða og getur minnkað bilið niður í eitt stig með sigri gegn Köln á morgun.

