Væri slæmt að enda með 35 þúsund íbúðir sem uppfylli ekki skilyrði um dagsbirtu Sigurður Orri Kristjánsson og Eiður Þór Árnason skrifa 7. maí 2023 15:46 Anna María Bogadóttir og Borghildur Sturludóttir arkitektar ræddu framtíð húsnæðisuppbyggingar á Íslandi í Sprengisandi. Vísir Arkitektar fagna því að yfirvöld stefni á uppbyggingu 35 þúsund íbúða á næstu tíu árum. Ekki megi þó gefa afslátt af gæðum húsnæðis. Nauðsynlegt sé að því verði stýrt hvernig uppbygging fari fram og verktakar eigi ekki að sjá um það einir. Arkitektarnir Borghildur Sturludóttir og Anna María Bogadóttir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu húsnæðismarkaðinn og uppbyggingu húsnæðis á Íslandi og voru sammála um að það sé hættulegt að gefa afslátt á gæðum húsnæðis. Það sé ekki gott að einblína eingöngu á magn og hraða, mikilvægt sé að hafa í huga að um er að ræða heimili fólks. Því þurfi einnig að taka gæði inn í myndina. „Það að við getum verið að byggja til langs tíma eitthvað sem við ætlum að vera stolt af og geta lifað í og liðið vel í og taka umhverfið inn í umræðuna. Það eru raunverulega algjörlega nýir tímar og aðferðirnar sem við höfum verið að byggja eftir og efnin sem við höfum verið að byggja með og bara hugmyndafræðin, það þarf raunverulega að skipta henni algjörlega út. Í þriðja lagi erum við aða tala um samfélagið. Hvernig ætlum við að búa til hverfi sem gott er að búa í saman,“ sagði Anna María. Þurfi að uppfylla grunnþarfir íbúa Borghildur tók undir með Önnu Maríu og vill sjá meiri heildarsýn þegar kemur að uppbyggingu íbúðahúsnæðis á Íslandi. „Þetta er mjög einvítt og mjög takmarkað hvernig við höfum verið að ræða um húsnæðismál, um magn og um tíma þannig að gæðaþátturinn hefur ekki verið nógu sterkur sem hluti af umræðunni.“ „Ef við erum að fara að gera íbúðir, tala nú ekki um 35 þúsund íbúðir, sem uppfylla ekki grunnskilyrði um dagsbirtu og annað þá er þetta bara ekkert gott verkefni. Við verðum að vera viss um að íbúðirnar sem við ætlum að byggja standist bæði grunnþörf fyrir fólk að líða vel í, þetta snýst líka um bara um hvernig okkur líður, og að þetta gangi upp auðvitað efnahagslega. En gæðin eru svo sannarlega komin á dagskrá og ég er viss um að allavega fagsamfélag arkitekta eigi eftir að taka þátt í því af fullum þunga,“ sagði Borghildur Sturludóttir arkitekt. Hlusta má á viðtalið við þær í Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni ofar í fréttinni. Húsnæðismál Sprengisandur Fasteignamarkaður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Arkitektarnir Borghildur Sturludóttir og Anna María Bogadóttir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu húsnæðismarkaðinn og uppbyggingu húsnæðis á Íslandi og voru sammála um að það sé hættulegt að gefa afslátt á gæðum húsnæðis. Það sé ekki gott að einblína eingöngu á magn og hraða, mikilvægt sé að hafa í huga að um er að ræða heimili fólks. Því þurfi einnig að taka gæði inn í myndina. „Það að við getum verið að byggja til langs tíma eitthvað sem við ætlum að vera stolt af og geta lifað í og liðið vel í og taka umhverfið inn í umræðuna. Það eru raunverulega algjörlega nýir tímar og aðferðirnar sem við höfum verið að byggja eftir og efnin sem við höfum verið að byggja með og bara hugmyndafræðin, það þarf raunverulega að skipta henni algjörlega út. Í þriðja lagi erum við aða tala um samfélagið. Hvernig ætlum við að búa til hverfi sem gott er að búa í saman,“ sagði Anna María. Þurfi að uppfylla grunnþarfir íbúa Borghildur tók undir með Önnu Maríu og vill sjá meiri heildarsýn þegar kemur að uppbyggingu íbúðahúsnæðis á Íslandi. „Þetta er mjög einvítt og mjög takmarkað hvernig við höfum verið að ræða um húsnæðismál, um magn og um tíma þannig að gæðaþátturinn hefur ekki verið nógu sterkur sem hluti af umræðunni.“ „Ef við erum að fara að gera íbúðir, tala nú ekki um 35 þúsund íbúðir, sem uppfylla ekki grunnskilyrði um dagsbirtu og annað þá er þetta bara ekkert gott verkefni. Við verðum að vera viss um að íbúðirnar sem við ætlum að byggja standist bæði grunnþörf fyrir fólk að líða vel í, þetta snýst líka um bara um hvernig okkur líður, og að þetta gangi upp auðvitað efnahagslega. En gæðin eru svo sannarlega komin á dagskrá og ég er viss um að allavega fagsamfélag arkitekta eigi eftir að taka þátt í því af fullum þunga,“ sagði Borghildur Sturludóttir arkitekt. Hlusta má á viðtalið við þær í Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni ofar í fréttinni.
Húsnæðismál Sprengisandur Fasteignamarkaður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira