„Nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari“ Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 23:03 Katrín Pálsdóttir starfar sem fjármálastjóri Bolungarvíkur. Hún vann heimsmeistaratitil í tvíþraut á Ibiza fyrr í dag. Facebook Katrín Pálsdóttir, hjólreiðakona og fjármálastjóri Bolungarvíkur, varð heimsmeistari í tvíþraut, sund- og hjólreiðakeppni (long distance aquabike), á móti á vegum World Triathlon á spænsku eyjunni Ibiza fyrr í dag. Fréttastofa náði tali af Katrínu fyrr í kvöld og var hún skiljanlega mjög ánægð með árangurinn. „Þarna var allt besta fólkið í heiminum í þessari grein og nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari. Ég er bara ekkert smá hissa.“ Keppendur byrjuðu á því að synda þrjá kílómetra og þurftu svo að hjóla 116 kílómetra leið. Katrín var tæpar 50 mínútur að klára sundið og svo tæpa þrjá tíma og 24 mínútur á klára hjólreiðarnar. Heildartíminn var því rúmlega fjórir tímar og átján mínútur. Konan sem hafnaði í öðru sæti í keppninni, hin bandaríska Amber Smolik, var um 45 sekúndum á eftir Katrínu. „Ég hef alltaf keppt í þríþraut, verið að keppa í Ironman, hálfum og heilum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég prófa svona tvíþraut og þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir Katrín. Hún lýsir framvindu keppninnar þannig að það hafi verið mikil þvaga í sundinu þar sem bæði karlar og konur syntu saman. „Eftir sundið fór ég svo á hjólið og ég tók eftir því að ég tók aldrei fram úr neinni konu í keppninni. Nema eftir sjötíu kílómetra, þá tók ég fram úr þessari bandarísku og þá fór ég að spá hvort það gæti staðist að ég væri fremst. Ég ákvað því að gefa enn meira í. Og svo fór það bara þannig að ég vann keppnina. Þvílíkt geggjaður dagur,“ segir Katrín glöð í bragði. Keppnin byrjaði um níuleytið í morgun að staðartíma og lauk því um 13:30 hjá Katrínu. „Þetta var bara frábært. Eftir keppnina fór ég að pakka hjólinu. Ég fékk mér svo pítsu og mætti svo á verðlaunaafhendinguna. Núna er ég svo að pakka saman og á bókað flug heim á morgun,“ segir Katrín. Íslendingar erlendis Sund Hjólreiðar Bolungarvík Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Katrínu fyrr í kvöld og var hún skiljanlega mjög ánægð með árangurinn. „Þarna var allt besta fólkið í heiminum í þessari grein og nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari. Ég er bara ekkert smá hissa.“ Keppendur byrjuðu á því að synda þrjá kílómetra og þurftu svo að hjóla 116 kílómetra leið. Katrín var tæpar 50 mínútur að klára sundið og svo tæpa þrjá tíma og 24 mínútur á klára hjólreiðarnar. Heildartíminn var því rúmlega fjórir tímar og átján mínútur. Konan sem hafnaði í öðru sæti í keppninni, hin bandaríska Amber Smolik, var um 45 sekúndum á eftir Katrínu. „Ég hef alltaf keppt í þríþraut, verið að keppa í Ironman, hálfum og heilum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég prófa svona tvíþraut og þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir Katrín. Hún lýsir framvindu keppninnar þannig að það hafi verið mikil þvaga í sundinu þar sem bæði karlar og konur syntu saman. „Eftir sundið fór ég svo á hjólið og ég tók eftir því að ég tók aldrei fram úr neinni konu í keppninni. Nema eftir sjötíu kílómetra, þá tók ég fram úr þessari bandarísku og þá fór ég að spá hvort það gæti staðist að ég væri fremst. Ég ákvað því að gefa enn meira í. Og svo fór það bara þannig að ég vann keppnina. Þvílíkt geggjaður dagur,“ segir Katrín glöð í bragði. Keppnin byrjaði um níuleytið í morgun að staðartíma og lauk því um 13:30 hjá Katrínu. „Þetta var bara frábært. Eftir keppnina fór ég að pakka hjólinu. Ég fékk mér svo pítsu og mætti svo á verðlaunaafhendinguna. Núna er ég svo að pakka saman og á bókað flug heim á morgun,“ segir Katrín.
Íslendingar erlendis Sund Hjólreiðar Bolungarvík Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Sjá meira