Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2023 09:17 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram að Rússar væru að verja fullveldi sitt með innrásinni í Úkraínu. AP/Alexander Zemlianichenko Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. Hann líkti stjórnvöldum í Úkraínu við nasista, eins og hann hefur ítrekað gert áður, og staðhæfði að Rússar vildu friðsama framtíð. Það væru Vesturlönd sem dreifðu hatri og „Rússafóbíu“. Pútín sagði Rússa vera að verja fullveldi sitt, þrátt fyrir að hann hafi skipað rússneska hernum að ráðast inn í Úkraínu. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa Pútín, aðrir ráðamenn í Rússlandi og málpípur stjórnvalda reglulega haldið því fram að þeir eigi raunverulega í stríði við Vesturlönd og Rússar séu að berjast fyrir tilvist Rússlands. Vesturlönd séu að nota Úkraínu til að gera út af við Rússland. Rússneskir hermenn í skrúðgöngunni.AP/Alexander Zemlianichenko Þessi orðræða hefur orðið algengari samhliða slæmu gengi rússneskra hermanna í Úkraínu og aukinna vopnasendinga Vesturlanda til Úkraínu. Úkraínumenn eiga sér bakhjarla á Vesturlöndum sem útvegað hafa þeim vopn, skotfæri og annarskonar hergögn, þjálfun og upplýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Forsetinn staðhæfði að hömlulaus metnaður, hroki og refsileysi Vesturlanda hefði leitt til stríðs. Pútín endaði ræðu sína, samkvæmt BBC, á því að ekkert væri sterkar en ást Rússa á móðurlandi þeirra. „Til sigurs okkar, Húrra.“ Fleiri hermenn.Ap/Alexander Zemlianichenko Ræða Pútíns var í takt við aðrar ræður hans frá því innrás hans hófst Skömmu áður en ræða Pútíns hófst skutu Rússar 25 stýriflauga á byggð ból í Úkraínu. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður 23 þeirra. Sjá einnig: Rússar skutu 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt Þrátt fyrir ummæli Pútíns um innrásina í Úkraínu ber hún merki landvinningastríðs. Tugir þúsunda almennra borgara hafa dáið vegna innrásarinnar, heilu borgirnar hafa verið jafnaðar við jörðu og milljónum hefur verið stökkt á flótta. Þá hefur innrásin valdið gífurlegum skaða á landsframleiðslu Úkraínu, iðnaði og landbúnaði, svo eitthvað sé nefnt. Rússar hafa þar að auki flutt mikinn fjölda úkraínskra barna til Rússlands. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Rússar hafa innlimað fjögur héruð Úkraínu ólöglega, til viðbótar við Krímskaga sem Rússar hertóku árið 2014. Þá hefur Pútín ítrekað haldið því fram að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og Rússar eigi rétt á því að stjórna því. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Sjá einnig: Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Skrúðgangan í Moskvu var mun minni í sniðum en hún hefur verið áður. Þá var hætt við sambærilegar en smærri skrúðgöngur í minnst 21 borg í Rússlandi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Einungis einn gamall skriðdreki sást í skrúðgöngunni og þá var herflugvélum ekki flogið yfir hátíðarsvæðið eins og áður. Áhugasamir geta virt fyrir sér hátíðarhöldin í Moskvu í spilaranum hér að neðan. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19 Auknar áhyggjur af öryggi kjarnorkuversins eftir að nærliggjandi svæði var rýmt Forstöðumaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af öryggi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðausturhluta Úkraínu. Fylkisstjóri svæðisins sem er á valdi Rússa hefur fyrirskipað að nærliggjandi hverfi verði rýmd en langvarandi átök hafa staðið yfir við kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 7. maí 2023 14:58 Rússar aftur sakaðir um að nota fosfórssprengjur Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að nota fosfórssprengjur í Bakhmut og hefur herinn birt myndskeið tekin úr dróna sem virðast sýna elda loga í borginni á sama tíma og hvítum fosfór rignir niður. 6. maí 2023 19:57 Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. 5. maí 2023 06:54 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Hann líkti stjórnvöldum í Úkraínu við nasista, eins og hann hefur ítrekað gert áður, og staðhæfði að Rússar vildu friðsama framtíð. Það væru Vesturlönd sem dreifðu hatri og „Rússafóbíu“. Pútín sagði Rússa vera að verja fullveldi sitt, þrátt fyrir að hann hafi skipað rússneska hernum að ráðast inn í Úkraínu. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa Pútín, aðrir ráðamenn í Rússlandi og málpípur stjórnvalda reglulega haldið því fram að þeir eigi raunverulega í stríði við Vesturlönd og Rússar séu að berjast fyrir tilvist Rússlands. Vesturlönd séu að nota Úkraínu til að gera út af við Rússland. Rússneskir hermenn í skrúðgöngunni.AP/Alexander Zemlianichenko Þessi orðræða hefur orðið algengari samhliða slæmu gengi rússneskra hermanna í Úkraínu og aukinna vopnasendinga Vesturlanda til Úkraínu. Úkraínumenn eiga sér bakhjarla á Vesturlöndum sem útvegað hafa þeim vopn, skotfæri og annarskonar hergögn, þjálfun og upplýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Forsetinn staðhæfði að hömlulaus metnaður, hroki og refsileysi Vesturlanda hefði leitt til stríðs. Pútín endaði ræðu sína, samkvæmt BBC, á því að ekkert væri sterkar en ást Rússa á móðurlandi þeirra. „Til sigurs okkar, Húrra.“ Fleiri hermenn.Ap/Alexander Zemlianichenko Ræða Pútíns var í takt við aðrar ræður hans frá því innrás hans hófst Skömmu áður en ræða Pútíns hófst skutu Rússar 25 stýriflauga á byggð ból í Úkraínu. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður 23 þeirra. Sjá einnig: Rússar skutu 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt Þrátt fyrir ummæli Pútíns um innrásina í Úkraínu ber hún merki landvinningastríðs. Tugir þúsunda almennra borgara hafa dáið vegna innrásarinnar, heilu borgirnar hafa verið jafnaðar við jörðu og milljónum hefur verið stökkt á flótta. Þá hefur innrásin valdið gífurlegum skaða á landsframleiðslu Úkraínu, iðnaði og landbúnaði, svo eitthvað sé nefnt. Rússar hafa þar að auki flutt mikinn fjölda úkraínskra barna til Rússlands. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Rússar hafa innlimað fjögur héruð Úkraínu ólöglega, til viðbótar við Krímskaga sem Rússar hertóku árið 2014. Þá hefur Pútín ítrekað haldið því fram að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og Rússar eigi rétt á því að stjórna því. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Sjá einnig: Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Skrúðgangan í Moskvu var mun minni í sniðum en hún hefur verið áður. Þá var hætt við sambærilegar en smærri skrúðgöngur í minnst 21 borg í Rússlandi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Einungis einn gamall skriðdreki sást í skrúðgöngunni og þá var herflugvélum ekki flogið yfir hátíðarsvæðið eins og áður. Áhugasamir geta virt fyrir sér hátíðarhöldin í Moskvu í spilaranum hér að neðan.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19 Auknar áhyggjur af öryggi kjarnorkuversins eftir að nærliggjandi svæði var rýmt Forstöðumaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af öryggi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðausturhluta Úkraínu. Fylkisstjóri svæðisins sem er á valdi Rússa hefur fyrirskipað að nærliggjandi hverfi verði rýmd en langvarandi átök hafa staðið yfir við kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 7. maí 2023 14:58 Rússar aftur sakaðir um að nota fosfórssprengjur Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að nota fosfórssprengjur í Bakhmut og hefur herinn birt myndskeið tekin úr dróna sem virðast sýna elda loga í borginni á sama tíma og hvítum fosfór rignir niður. 6. maí 2023 19:57 Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. 5. maí 2023 06:54 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19
Auknar áhyggjur af öryggi kjarnorkuversins eftir að nærliggjandi svæði var rýmt Forstöðumaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af öryggi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðausturhluta Úkraínu. Fylkisstjóri svæðisins sem er á valdi Rússa hefur fyrirskipað að nærliggjandi hverfi verði rýmd en langvarandi átök hafa staðið yfir við kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 7. maí 2023 14:58
Rússar aftur sakaðir um að nota fosfórssprengjur Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að nota fosfórssprengjur í Bakhmut og hefur herinn birt myndskeið tekin úr dróna sem virðast sýna elda loga í borginni á sama tíma og hvítum fosfór rignir niður. 6. maí 2023 19:57
Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. 5. maí 2023 06:54
„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55