Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2023 13:12 Frá hvalstöð Kristjáns Loftssonar í Hvalfirði. Að óbreyttu verða á annað hundrað stórhveli dregin að landi í firðinum. Vísir/Egill Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga. Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að veiðar á stórhvelum samræmist ekki markmiðum laga um velferð dýra og hefur fagráði verið falið að rýna gögnin og meta hvort veiðarnar geti yfir höfuð uppfyllt þau. Í markmiðsákvæði laganna segir meðal annars að dýr eigi að vera laus við vanlíðan, þjáningu og sársauka. Í skýrslunni kemur fram sum dýranna hafi upplifað það sem hljóti að teljast langt og þjáningarfullt dauðastríð. Fjórðungur þeirra 148 hvala sem voru veiddir við Ísland í fyrra voru skotnir oftar en einu sinni. Þá er dæmi tekið um að veiðimenn hafi elt hval með skutul í bakinu í fimm klukkustundir án árangurs. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðuna afgerandi. „Þess vegna finnst mér bæði ósiðlegt og óverjandi ef ráðherra stöðvar ekki veiðarnar strax.“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, benti á það í gær að veiðileyfi Hvals hf. gilti út þetta ár. Ekki væri hægt að afturkalla það þó að skýrslan veki upp spurningar um framtíð veiðanna. Þorgerður telur ráðherra aftur á móti í fullum rétti að afturkalla leyfið á grundvelli þeirra gagna sem nú liggja fyrir. „Á grunni dýraverndarlaga og á grunni þess sem er sett sem skilyrði fyrir veitingu leyfisins. Hvalur er ekki að uppfylla þau skilyrði sem voru sett við veitingu leyfisins og þess vegna er óskiljanlegt og óverjandi ef ráðherra gerir það ekki. Og höfum það í huga að þetta er ráðherra Vinstri grænna sem þorir ekki að stöðva hvalveiðar. Öðruvísi mér áður brá,“ segir Þorgerður. Ábyrgðarhluti hjá ráðherra að bregðast við Veiðileyfið er háð skilyrðum um að farið sé eftir settum reglum en þær kveða meðal annars á um að nota eigi búnað sem tryggi að hvalir séu aflífaðir samstundis. Þess ber þó að nefna að í skýrslu MAST segir að bestu þekktu aðferðum hafi verið beitt miðað við aðstæður. Því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar árið 2017.Vísir/Vilhelm En að óbreyttu hefst vertíðin á næstunni og unnið er að því að gera skipin klár fyrir veiðar. Aðspurð um mögulega skaðabótaábyrgð við afturköllun veiðileyfis á þessum tímapunkti segir Þorgerður að það hafi legið fyrir að hvalveiðarnar og réttmæti þeirra væru í skoðun hjá stjórnvöldum. „Hvalur hf. vissi að það væri verið að afla þessara gagna. Nú eru þessar niðrustöður komnar. Þá hljóta stjórnvöld að bregðast við í ljósi þessara niðurstaðna sem nú liggja fyrir. Það er ekki hægt vinna þannig að það komi ekkert út úr þessu. Niðurstöðurnar eru sláandi og það er ábyrgðarhluti hjá ráðherra ef hún ætlar ekki að bregðast við núna, heldur að leyfa fyrirtækinu að halda áfram þessum hvalveiðum,“ segir Þorgerður Katrín. Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að veiðar á stórhvelum samræmist ekki markmiðum laga um velferð dýra og hefur fagráði verið falið að rýna gögnin og meta hvort veiðarnar geti yfir höfuð uppfyllt þau. Í markmiðsákvæði laganna segir meðal annars að dýr eigi að vera laus við vanlíðan, þjáningu og sársauka. Í skýrslunni kemur fram sum dýranna hafi upplifað það sem hljóti að teljast langt og þjáningarfullt dauðastríð. Fjórðungur þeirra 148 hvala sem voru veiddir við Ísland í fyrra voru skotnir oftar en einu sinni. Þá er dæmi tekið um að veiðimenn hafi elt hval með skutul í bakinu í fimm klukkustundir án árangurs. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðuna afgerandi. „Þess vegna finnst mér bæði ósiðlegt og óverjandi ef ráðherra stöðvar ekki veiðarnar strax.“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, benti á það í gær að veiðileyfi Hvals hf. gilti út þetta ár. Ekki væri hægt að afturkalla það þó að skýrslan veki upp spurningar um framtíð veiðanna. Þorgerður telur ráðherra aftur á móti í fullum rétti að afturkalla leyfið á grundvelli þeirra gagna sem nú liggja fyrir. „Á grunni dýraverndarlaga og á grunni þess sem er sett sem skilyrði fyrir veitingu leyfisins. Hvalur er ekki að uppfylla þau skilyrði sem voru sett við veitingu leyfisins og þess vegna er óskiljanlegt og óverjandi ef ráðherra gerir það ekki. Og höfum það í huga að þetta er ráðherra Vinstri grænna sem þorir ekki að stöðva hvalveiðar. Öðruvísi mér áður brá,“ segir Þorgerður. Ábyrgðarhluti hjá ráðherra að bregðast við Veiðileyfið er háð skilyrðum um að farið sé eftir settum reglum en þær kveða meðal annars á um að nota eigi búnað sem tryggi að hvalir séu aflífaðir samstundis. Þess ber þó að nefna að í skýrslu MAST segir að bestu þekktu aðferðum hafi verið beitt miðað við aðstæður. Því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar árið 2017.Vísir/Vilhelm En að óbreyttu hefst vertíðin á næstunni og unnið er að því að gera skipin klár fyrir veiðar. Aðspurð um mögulega skaðabótaábyrgð við afturköllun veiðileyfis á þessum tímapunkti segir Þorgerður að það hafi legið fyrir að hvalveiðarnar og réttmæti þeirra væru í skoðun hjá stjórnvöldum. „Hvalur hf. vissi að það væri verið að afla þessara gagna. Nú eru þessar niðrustöður komnar. Þá hljóta stjórnvöld að bregðast við í ljósi þessara niðurstaðna sem nú liggja fyrir. Það er ekki hægt vinna þannig að það komi ekkert út úr þessu. Niðurstöðurnar eru sláandi og það er ábyrgðarhluti hjá ráðherra ef hún ætlar ekki að bregðast við núna, heldur að leyfa fyrirtækinu að halda áfram þessum hvalveiðum,“ segir Þorgerður Katrín.
Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði