Leituðu að hring en fundu bíl Máni Snær Þorláksson skrifar 9. maí 2023 14:49 Leitin að hringnum sem um ræðir bar ekki árangur. Hins vegar fannst annar hringur, Matchbox bíll og fleira í tjörninni Vísir/Björgunarsveitin Suðurnes Hringur sem maður á þrítugsaldri týndi á dögunum í Reykjavíkurtjörn fannst ekki við nánari leit í dag. Hins vegar fannst fullt annað, þar á meðal annar hringur. Ákveðið hefur verið að ljúka leitinni í bili. Leit að hringnum sem maðurinn týndi hófst í gær. Um er að ræða hring sem hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir manninn þar sem frænka hans, sem nú er látin, hafði gefið honum hann á sínum tíma. Maðurinn hafði týnt hringnum í tjörninni er hann var að gefa öndunum þar að borða. Fjölskylda mannsins hafði samband við björgunarsveitina Suðurnes sem ákvað að hjálpa til við leitina. Björgunarsveitin sendi kafara í Reykjavíkurtjörn í gær sem leituðu eftir botninum að hringnum en án árangurs. Fundu fullt af dóti í drullunni Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar, segir í samtali við fréttastofu að í dag hafi leitinni að hringnum verið haldið áfram en án árangurs. „Nú erum við búnir að vera að leita í allan morgun. Við vorum að leita með málmleitartækjum og alls konar búnaði,“ segir Haraldur. „Við verðum eiginlega að hætta núna. Við erum búin að gefa þessu tvo góða daga og ætlum að segja þetta gott í bili.“ Þrátt fyrir að hringurinn hafi ekki fundist þá kom nóg af hlutum í ljós í tjörninni. „Við fundum fullt af alls konar málmi og dóti í drullunni. Við fundum hring, bara ekki rétta hringinn,“ segir Haraldur. Á meðal þess sem fannst einnig í leitinni var bíll. „Við fundum bíl í tjörninni, reyndar bara Matchbox bíl, svona lítinn krakkabíl,“ segir Haraldur. Þá hafi einnig fundist barmmerki frá Vinstri grænum og heill þúsundkall. Áhugaverðir hlutir sem fundust í leitinni.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur segir að þó svo að um óvenjulegt útkall hafi verið að ræða þá hafi leitin verið góð æfing fyrir björgunarsveitina. „Þetta var rosalega lítið mál fyrir okkur. Við erum tveir hérna sem erum í vaktavinnu og vorum í fríi, þannig það var ekkert mál að græja þetta.“ Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Leit að hringnum sem maðurinn týndi hófst í gær. Um er að ræða hring sem hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir manninn þar sem frænka hans, sem nú er látin, hafði gefið honum hann á sínum tíma. Maðurinn hafði týnt hringnum í tjörninni er hann var að gefa öndunum þar að borða. Fjölskylda mannsins hafði samband við björgunarsveitina Suðurnes sem ákvað að hjálpa til við leitina. Björgunarsveitin sendi kafara í Reykjavíkurtjörn í gær sem leituðu eftir botninum að hringnum en án árangurs. Fundu fullt af dóti í drullunni Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar, segir í samtali við fréttastofu að í dag hafi leitinni að hringnum verið haldið áfram en án árangurs. „Nú erum við búnir að vera að leita í allan morgun. Við vorum að leita með málmleitartækjum og alls konar búnaði,“ segir Haraldur. „Við verðum eiginlega að hætta núna. Við erum búin að gefa þessu tvo góða daga og ætlum að segja þetta gott í bili.“ Þrátt fyrir að hringurinn hafi ekki fundist þá kom nóg af hlutum í ljós í tjörninni. „Við fundum fullt af alls konar málmi og dóti í drullunni. Við fundum hring, bara ekki rétta hringinn,“ segir Haraldur. Á meðal þess sem fannst einnig í leitinni var bíll. „Við fundum bíl í tjörninni, reyndar bara Matchbox bíl, svona lítinn krakkabíl,“ segir Haraldur. Þá hafi einnig fundist barmmerki frá Vinstri grænum og heill þúsundkall. Áhugaverðir hlutir sem fundust í leitinni.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur segir að þó svo að um óvenjulegt útkall hafi verið að ræða þá hafi leitin verið góð æfing fyrir björgunarsveitina. „Þetta var rosalega lítið mál fyrir okkur. Við erum tveir hérna sem erum í vaktavinnu og vorum í fríi, þannig það var ekkert mál að græja þetta.“
Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira