Sjöunda barn DeNiro komið í heiminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. maí 2023 18:47 DeNiro er orðinn sjö barna faðir. Getty/Barry Brecheisen Leikarinn Robert DeNiro greindi frá því í viðtali í gær að hann væri nýbúinn að eignast sitt sjöunda barn. Sjálfur verður DeNiro áttræður í ágúst en það er ekki enn vitað hvað barnið heitir né hver móðir þess er. Í viðtali ET Canada við DeNiro vegna myndarinnar About My Father voru börn leikarans til umræðu. Þegar spyrillinn nefndi að DeNiro væri sex barna faðir var leikarinn fljótur að leiðrétta það og sagði að börnin væru sjö talsins þar sem hann væri nýbúinn að eignast barn. Hins vegar kom ekkert meira fram um barnið, hvorki nafn þess né kyn eða hver móðir þess væri. Slúðurmiðlar vestanhafs hafa varpað þeirri kenningu fram að móðir barnsins sé Tiffany Chen, Tai Chi leiðbeinandi, en orðrómar um samband hennar og DeNiro hafa gengið frá árinu 2021. Fyrir á DeNiro sex börn með þremur konum og þar að auki fjögur barnabörn. Hálfrar aldar munur milli elsta barnsins og þess yngsta Með fyrstu eiginkonu sinni, Diane Abbott, eignaðist DeNiro soninn Raphael árið 1976. Þar að auki ættleiddi hann Drenu, dóttur Abbott úr fyrra sambandi, en hún er fædd árið 1971. Það er því um hálfrar aldar munur á yngsta barni DeNiro og þeim elstu tveimur. Raphael á þrjú börn og Drena einn son svo nýjasta barn DeNiro er líka yngra en öll barnabörnin sem hann á fyrir. Með kærustu sinni Toukie Smith eignaðist DeNiro tvíburana Julian og Aaron árið 1995 og með seinni eiginkonu sinni Grace Hightower eignaðist hann soninn Elliot árið 1998 og Helen Grace árið 2011. Það má því segja að börn DeNiro séu á öllum aldri. Í viðtalinu við ET sagði DeNiro að hann væri ekki svalur faðir og minntist á að börnin ættu oft til að vera ósammála honum. Hann sagðist rífast reglulega við yngstu dóttur sína jafnvel þó hann dýrkaði hana. Þá væri eflaust von á meiri átökum með tilkomu nýjasta erfingjans. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Nýju fötin forsetans Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Í viðtali ET Canada við DeNiro vegna myndarinnar About My Father voru börn leikarans til umræðu. Þegar spyrillinn nefndi að DeNiro væri sex barna faðir var leikarinn fljótur að leiðrétta það og sagði að börnin væru sjö talsins þar sem hann væri nýbúinn að eignast barn. Hins vegar kom ekkert meira fram um barnið, hvorki nafn þess né kyn eða hver móðir þess væri. Slúðurmiðlar vestanhafs hafa varpað þeirri kenningu fram að móðir barnsins sé Tiffany Chen, Tai Chi leiðbeinandi, en orðrómar um samband hennar og DeNiro hafa gengið frá árinu 2021. Fyrir á DeNiro sex börn með þremur konum og þar að auki fjögur barnabörn. Hálfrar aldar munur milli elsta barnsins og þess yngsta Með fyrstu eiginkonu sinni, Diane Abbott, eignaðist DeNiro soninn Raphael árið 1976. Þar að auki ættleiddi hann Drenu, dóttur Abbott úr fyrra sambandi, en hún er fædd árið 1971. Það er því um hálfrar aldar munur á yngsta barni DeNiro og þeim elstu tveimur. Raphael á þrjú börn og Drena einn son svo nýjasta barn DeNiro er líka yngra en öll barnabörnin sem hann á fyrir. Með kærustu sinni Toukie Smith eignaðist DeNiro tvíburana Julian og Aaron árið 1995 og með seinni eiginkonu sinni Grace Hightower eignaðist hann soninn Elliot árið 1998 og Helen Grace árið 2011. Það má því segja að börn DeNiro séu á öllum aldri. Í viðtalinu við ET sagði DeNiro að hann væri ekki svalur faðir og minntist á að börnin ættu oft til að vera ósammála honum. Hann sagðist rífast reglulega við yngstu dóttur sína jafnvel þó hann dýrkaði hana. Þá væri eflaust von á meiri átökum með tilkomu nýjasta erfingjans.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Nýju fötin forsetans Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning