ESA segir reglur um vernd dýra brotnar með blóðmerahaldi Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2023 10:48 Skjáskot úr þýsku myndbandi sem segja má að varpað hafi ljósi á blóðmerarhald fyrir hinum almenna Íslendingi. TSB TIERSCHUTZBUND ZURICH Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir Íslendinga brjóta gegn reglum EES um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni með blóðmerahaldi. Stofnunin sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í dag þar sem kallað er eftir því að reglunum verði fylgt. Í tilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi upplýst íslensk stjórnvöld í apríl um að kvörtun hefði borist vegna reglna um blóðtöku á fylfullum hryssum. Það blóð er notað til framleiðslu sérstaks meðgönguhormóns sem notað er til að auka og stýra frjósemi í öðrum dýrum eins og svínum, kúm og kindum. „Í ljósi upplýsinga sem bárust frá Íslandi í tengslum við blóðtökuna, telur ESA að Ísland sé brotlegt við reglur EES-samningsins,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að stofnunin hafi komist að þeirri niðurstöðu að íslandi hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-tilskipuninni um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, með því að fylgja ekki málsmeðferð og framkvæma ekki það mat sem þar sé kveðið á um. Tilgangur þessarar tilskipunar er að bæta velferð dýra sem notuð eru í vísindaskinu og draga úr notkun dýra eins og mögulegt er. Tilskipunin mælir fyrir því að tryggja þurfi ákveðnar verndarráðstafanir þegar ákvörðun sé tekin um hvort heimila eigi tiltekin verkefni þar sem dýr eru notuð. Í tilkynningu ESA segir að Ísland sé þeirrar skoðunar að blóðmerahald falli ekki undir gildissvið íslenskrar reglugerðar sem innleiði tilskipun ESA og því sé áðurnefndum verndarráðstöfunum ekki beitt sem slíkum. „Sem dæmi má nefna að mat á verkefni í samræmi við tilskipunina er ekki framkvæmt áður en leyfi er veitt fyrir verkefninu. Það hefur meðal annars í för með sér að ekki er hægt að tryggja að fram fari mat á hvort í staðinn sé hægt að nota aðra vísindalega fullnægjandi aðferð, sem ekki felur í sér notkun lifandi dýra. Að sama skapi er matið á verkefninu nauðsynleg til þess að sá skaði sem líklegt er að dýrið verði fyrir sé veginn og metinn á móti þeim ávinningi sem búist er við að verkefnið skili.“ ESA telur einnig að ný reglugerð frá ágúst í fyrra auki enn frekar á réttaróvissu um blóðmerahald og tryggi ekki skilvirkni tilskipunar EES. Áminningarbréfið er fyrsta skrefið í samningsbrotaferli gegn EES EFTA-ríki. Íslendingar hafa tvo mánuði til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og í kjölfar þess verður ákveðið innan ESA hvort fara eigi lengra með málið. Bréf ESA til Íslands má sjá hér. Blóðmerahald Hestar Dýr EFTA Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Eiginleikum og ímynd íslenska hestins ógnað fyrir hagsmuni Ísteka Dýraverndarsamtökin AWF/TSB, sem stóðu að gerð margumtalaðrar heimildarmyndar um blóðmerahald á Íslandi, segja hneyksli að fyrirtækið sem kaupir merablóð af bændum og hagnast á framleiðslunni sé nú í fyrsta sinn að greina frá frávikum við blóðtökuna. 29. nóvember 2022 21:12 Segir Ísteka starfa í skugganum með græðgina að leiðarljósi „Það eru þarna jákvæð atriði, eins og að blóðtökuhryssum hefur fækkað og það eru færri bændur og dýralæknar sem vilja taka þátt í þessu. Og það er auðvitað merki um að barátta okkar hefur skilað sér til fólksins og að fólk sé almennt upplýstara um þetta.“ 17. nóvember 2022 12:54 Flestir umsagnaraðilar fylgjandi banni við blóðmerahaldi Fimmtán umsagnir bárust um endurflutt frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi en umsagnarfresturinn rann út í gær. Langflestir sem sendu inn umsögn eru fylgjandi banninu og fordæma meðferð hrossanna, meðal annars hversu mikið blóð sé tekið á skömmum tíma. 17. nóvember 2022 07:34 Blóð tekið úr 4.141 hryssu á 90 starfsstöðvum Tekið var blóð úr 4.141 hryssu til framleiðslu eCG/PMSG hórmónsins í ár en heildarfjöldi blóðtökuhryssna í stóðum bænda var 4.779. Tekið var blóð í um 24 þúsund skipti alls, á 90 starfsstöðvum. Í fyrra voru starfsstöðvarnar 120. 16. nóvember 2022 08:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Í tilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi upplýst íslensk stjórnvöld í apríl um að kvörtun hefði borist vegna reglna um blóðtöku á fylfullum hryssum. Það blóð er notað til framleiðslu sérstaks meðgönguhormóns sem notað er til að auka og stýra frjósemi í öðrum dýrum eins og svínum, kúm og kindum. „Í ljósi upplýsinga sem bárust frá Íslandi í tengslum við blóðtökuna, telur ESA að Ísland sé brotlegt við reglur EES-samningsins,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að stofnunin hafi komist að þeirri niðurstöðu að íslandi hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-tilskipuninni um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, með því að fylgja ekki málsmeðferð og framkvæma ekki það mat sem þar sé kveðið á um. Tilgangur þessarar tilskipunar er að bæta velferð dýra sem notuð eru í vísindaskinu og draga úr notkun dýra eins og mögulegt er. Tilskipunin mælir fyrir því að tryggja þurfi ákveðnar verndarráðstafanir þegar ákvörðun sé tekin um hvort heimila eigi tiltekin verkefni þar sem dýr eru notuð. Í tilkynningu ESA segir að Ísland sé þeirrar skoðunar að blóðmerahald falli ekki undir gildissvið íslenskrar reglugerðar sem innleiði tilskipun ESA og því sé áðurnefndum verndarráðstöfunum ekki beitt sem slíkum. „Sem dæmi má nefna að mat á verkefni í samræmi við tilskipunina er ekki framkvæmt áður en leyfi er veitt fyrir verkefninu. Það hefur meðal annars í för með sér að ekki er hægt að tryggja að fram fari mat á hvort í staðinn sé hægt að nota aðra vísindalega fullnægjandi aðferð, sem ekki felur í sér notkun lifandi dýra. Að sama skapi er matið á verkefninu nauðsynleg til þess að sá skaði sem líklegt er að dýrið verði fyrir sé veginn og metinn á móti þeim ávinningi sem búist er við að verkefnið skili.“ ESA telur einnig að ný reglugerð frá ágúst í fyrra auki enn frekar á réttaróvissu um blóðmerahald og tryggi ekki skilvirkni tilskipunar EES. Áminningarbréfið er fyrsta skrefið í samningsbrotaferli gegn EES EFTA-ríki. Íslendingar hafa tvo mánuði til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og í kjölfar þess verður ákveðið innan ESA hvort fara eigi lengra með málið. Bréf ESA til Íslands má sjá hér.
Blóðmerahald Hestar Dýr EFTA Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Eiginleikum og ímynd íslenska hestins ógnað fyrir hagsmuni Ísteka Dýraverndarsamtökin AWF/TSB, sem stóðu að gerð margumtalaðrar heimildarmyndar um blóðmerahald á Íslandi, segja hneyksli að fyrirtækið sem kaupir merablóð af bændum og hagnast á framleiðslunni sé nú í fyrsta sinn að greina frá frávikum við blóðtökuna. 29. nóvember 2022 21:12 Segir Ísteka starfa í skugganum með græðgina að leiðarljósi „Það eru þarna jákvæð atriði, eins og að blóðtökuhryssum hefur fækkað og það eru færri bændur og dýralæknar sem vilja taka þátt í þessu. Og það er auðvitað merki um að barátta okkar hefur skilað sér til fólksins og að fólk sé almennt upplýstara um þetta.“ 17. nóvember 2022 12:54 Flestir umsagnaraðilar fylgjandi banni við blóðmerahaldi Fimmtán umsagnir bárust um endurflutt frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi en umsagnarfresturinn rann út í gær. Langflestir sem sendu inn umsögn eru fylgjandi banninu og fordæma meðferð hrossanna, meðal annars hversu mikið blóð sé tekið á skömmum tíma. 17. nóvember 2022 07:34 Blóð tekið úr 4.141 hryssu á 90 starfsstöðvum Tekið var blóð úr 4.141 hryssu til framleiðslu eCG/PMSG hórmónsins í ár en heildarfjöldi blóðtökuhryssna í stóðum bænda var 4.779. Tekið var blóð í um 24 þúsund skipti alls, á 90 starfsstöðvum. Í fyrra voru starfsstöðvarnar 120. 16. nóvember 2022 08:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Eiginleikum og ímynd íslenska hestins ógnað fyrir hagsmuni Ísteka Dýraverndarsamtökin AWF/TSB, sem stóðu að gerð margumtalaðrar heimildarmyndar um blóðmerahald á Íslandi, segja hneyksli að fyrirtækið sem kaupir merablóð af bændum og hagnast á framleiðslunni sé nú í fyrsta sinn að greina frá frávikum við blóðtökuna. 29. nóvember 2022 21:12
Segir Ísteka starfa í skugganum með græðgina að leiðarljósi „Það eru þarna jákvæð atriði, eins og að blóðtökuhryssum hefur fækkað og það eru færri bændur og dýralæknar sem vilja taka þátt í þessu. Og það er auðvitað merki um að barátta okkar hefur skilað sér til fólksins og að fólk sé almennt upplýstara um þetta.“ 17. nóvember 2022 12:54
Flestir umsagnaraðilar fylgjandi banni við blóðmerahaldi Fimmtán umsagnir bárust um endurflutt frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi en umsagnarfresturinn rann út í gær. Langflestir sem sendu inn umsögn eru fylgjandi banninu og fordæma meðferð hrossanna, meðal annars hversu mikið blóð sé tekið á skömmum tíma. 17. nóvember 2022 07:34
Blóð tekið úr 4.141 hryssu á 90 starfsstöðvum Tekið var blóð úr 4.141 hryssu til framleiðslu eCG/PMSG hórmónsins í ár en heildarfjöldi blóðtökuhryssna í stóðum bænda var 4.779. Tekið var blóð í um 24 þúsund skipti alls, á 90 starfsstöðvum. Í fyrra voru starfsstöðvarnar 120. 16. nóvember 2022 08:15