Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Árni Sæberg skrifar 12. maí 2023 13:32 Grunnskólar í Kópavogi brutu í bága við persónuverndarlöggjöf með notkun Seesaw. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. Persónuvernd tók ákvörðun um að sekta sveitarfélagið í byrjun mánaðar en ákvörðunin var birt á vef stjórnvaldsins í dag. Í ákvörðuninni segir að grunnskólar Kópavogsbæjar hafi notað upplýsingatæknikerfi án þess að gætt væri að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar. Úttekt Persónuverndar á notkun kerfisins hafi leitt í ljós margvísleg brot sveitarfélagsins á löggjöfinni. „Persónuupplýsingar barna njóta sérstakrar verndar. Þegar nota á upplýsingatæknikerfi í grunnskólastarfi er mikilvægt að hugað sé að þeirri vernd og farið að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar til hins ýtrasta,“ segir í ákvörðuninni. Reykjvíkurborg var sektuð fyrir sams konar brot í fyrra. Sviðsstjóri skóla- og frístundassviðs Reykjavíkurborgar, sagði þá að niðurstaða stofnunarinnar myndi leiða til þess að skólum um allt land yrði ókleift að innleiða tæknilausnir í óbreyttu umhverfi. Fara þyrfti vandlega yfir stöðu mála. Samevrópsk úttekt Upphaf málsins má rekja til úttektar Persónuverndar á notkun skýjaþjónustu Seesaw og Google í grunnskólastarfi. Úttektin var þáttur í víðtækara verkefni sem unnið var að frumkvæði Evrópska persónuverndarráðsins, þar sem meirihluti aðildarríkja ráðsins sinnir sameiginlegum viðfangsefnum á samræmdan hátt, en ákveðið var að setja notkun opinberra aðila á skýjaþjónustu í forgang árið 2022. Úttektin leiddi í ljós margvísleg brot Kópavogsbæjar á persónuverndarlöggjöfinni. Meðal annars studdist vinnsla persónuupplýsinga grunnskólanemenda í kerfinu ekki við fullnægjandi vinnsluheimild þar sem hún rúmaðist ekki að öllu leyti innan þeirra lögbundnu verkefna sem Kópavogsbæ eru falin með lögum um grunnskóla. Að auki var vinnslan ekki talin vera í samræmi við meginreglur persónuverndarlöggjafarinnar um lögmæta, sanngjarna og gagnsæja vinnslu, skýrt tilgreindan, lögmætan og málefnalegan tilgang, meðalhóf og varðveislu persónuupplýsinga. Áhætta fylgir því að senda upplýsingar til Bandaríkjanna Í ákvörðuninni segir að við ákvörðun um hvort leggja skyldi á sekt og hver fjárhæð hennar skyldi vera hafi verið litið til þess meðal annars að brot Kópavogsbæjar vörðuðu persónuupplýsingar barna, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni og líkur hafi þótt á að skráðar væru í kerfið viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra og upplýsingar viðkvæms eðlis. Þá hafi verið horft til þess að áhætta fylgi því að persónuupplýsingar séu fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar án þess að gripið hafi verið til viðeigandi verndarráðstafana. Á hinn bóginn hafi einnig verið litið til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brotanna, ekkert benti til annars en að almennt upplýsingaöryggi Seesaw væri fullnægjandi og að Kópavogsbær svaraði erindum Persónuverndar við meðferð málsins með skýrum og greinargóðum hætti. Persónuvernd Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Persónuvernd tók ákvörðun um að sekta sveitarfélagið í byrjun mánaðar en ákvörðunin var birt á vef stjórnvaldsins í dag. Í ákvörðuninni segir að grunnskólar Kópavogsbæjar hafi notað upplýsingatæknikerfi án þess að gætt væri að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar. Úttekt Persónuverndar á notkun kerfisins hafi leitt í ljós margvísleg brot sveitarfélagsins á löggjöfinni. „Persónuupplýsingar barna njóta sérstakrar verndar. Þegar nota á upplýsingatæknikerfi í grunnskólastarfi er mikilvægt að hugað sé að þeirri vernd og farið að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar til hins ýtrasta,“ segir í ákvörðuninni. Reykjvíkurborg var sektuð fyrir sams konar brot í fyrra. Sviðsstjóri skóla- og frístundassviðs Reykjavíkurborgar, sagði þá að niðurstaða stofnunarinnar myndi leiða til þess að skólum um allt land yrði ókleift að innleiða tæknilausnir í óbreyttu umhverfi. Fara þyrfti vandlega yfir stöðu mála. Samevrópsk úttekt Upphaf málsins má rekja til úttektar Persónuverndar á notkun skýjaþjónustu Seesaw og Google í grunnskólastarfi. Úttektin var þáttur í víðtækara verkefni sem unnið var að frumkvæði Evrópska persónuverndarráðsins, þar sem meirihluti aðildarríkja ráðsins sinnir sameiginlegum viðfangsefnum á samræmdan hátt, en ákveðið var að setja notkun opinberra aðila á skýjaþjónustu í forgang árið 2022. Úttektin leiddi í ljós margvísleg brot Kópavogsbæjar á persónuverndarlöggjöfinni. Meðal annars studdist vinnsla persónuupplýsinga grunnskólanemenda í kerfinu ekki við fullnægjandi vinnsluheimild þar sem hún rúmaðist ekki að öllu leyti innan þeirra lögbundnu verkefna sem Kópavogsbæ eru falin með lögum um grunnskóla. Að auki var vinnslan ekki talin vera í samræmi við meginreglur persónuverndarlöggjafarinnar um lögmæta, sanngjarna og gagnsæja vinnslu, skýrt tilgreindan, lögmætan og málefnalegan tilgang, meðalhóf og varðveislu persónuupplýsinga. Áhætta fylgir því að senda upplýsingar til Bandaríkjanna Í ákvörðuninni segir að við ákvörðun um hvort leggja skyldi á sekt og hver fjárhæð hennar skyldi vera hafi verið litið til þess meðal annars að brot Kópavogsbæjar vörðuðu persónuupplýsingar barna, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni og líkur hafi þótt á að skráðar væru í kerfið viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra og upplýsingar viðkvæms eðlis. Þá hafi verið horft til þess að áhætta fylgi því að persónuupplýsingar séu fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar án þess að gripið hafi verið til viðeigandi verndarráðstafana. Á hinn bóginn hafi einnig verið litið til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brotanna, ekkert benti til annars en að almennt upplýsingaöryggi Seesaw væri fullnægjandi og að Kópavogsbær svaraði erindum Persónuverndar við meðferð málsins með skýrum og greinargóðum hætti.
Persónuvernd Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02