Ungum nauðgurum fjölgar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. maí 2023 16:58 Kynferðisofbeldi drengja á Spáni færist í aukana. Vert er að taka fram að þessir ungu menn tengjast efni fréttarinnar ekki beint. Joaquin Corchero/Getty Drengjum undir lögaldri sem nauðga jafnöldrum sínum hefur fjölgað um 60 prósent á Spáni á nokkrum árum. Sérfræðingar telja að helsta ástæða þessarar þróun sé gegndarlaust gláp drengjanna á klám á netinu. Á síðustu vikum hafa komið upp nokkur keimlík mál á Spáni þar sem unglingsstrákar í hópum hafa nauðgað ungum stúlkum, alveg niður í ellefu ára gamlar. Hvað veldur því að ungir strákar fara um í hópum og nauðga jafnöldrum sínum og það á opinberum stöðum á borð við almenningsgarða og salerni verslunarmiðstöðva eins og gerst hefur í vor í Alicante og Barcelona? Fjölmiðlar hafa leitað svara og fengið margvísleg. Flestum ber þó saman um að gegndarlaust aðgengi og áhorf á klám á netinu sé ein helsta ástæða þess að ungir strákar fara um í hópum eins og hungraðir úlfar og leita sér fórnarlamba. Herma eftir kláminu Rannsóknir sem gerðar hafa verið á Spáni sýna að 87 prósent unglingspilta horfa á klám, þeir byrja glápið venjulega um 14 ára aldur og langflestir horfa á það heima hjá sér. Stelpurnar horfa minna en það hefur þó aukist mikið á síðustu árum. Og sviðsetningar þessara óhæfuverka eru eins og teknar úr ódýrum klámmyndum. Drengirnir sex, allir undir lögaldri, sem nauðguðu 11 ára stelpu inni á salerni í verslunarmiðstöð í Alicante, tóku nauðgunina upp á síma og settu svo myndina í dreifingu. Eduardo Esteben, yfirsaksóknari í sakamálum ólögráða barna, segir í samtali við El Mundo að þessir ungu strákar noti sama tungutak og heyrist í myndunum sem þeir horfa á, þeim finnst mikilvægt að fá læk á það sem þeir gera og mikilvægast af öllu er að vera í sviðsljósinu. Kynferðisglæpum fjölgar ógnarhratt Á síðustu árum hefur drengjum undir lögaldri sem nauðga fjölgað um 60%, meira en í nokkrum öðrum aldurshópi. Og kynferðisglæpum fjölgar, í fyrra voru 2870 nauðganir kærðar til lögreglu sem er meira en 50 prósenta fjölgun frá árinu 2019. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að samkvæmt rannsókn sem gerð var í háskólanum í Barcelona kæra einungis 2% fórnarlamba kynferðisglæpi til lögreglunnar. Kynferðisofbeldi Spánn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Á síðustu vikum hafa komið upp nokkur keimlík mál á Spáni þar sem unglingsstrákar í hópum hafa nauðgað ungum stúlkum, alveg niður í ellefu ára gamlar. Hvað veldur því að ungir strákar fara um í hópum og nauðga jafnöldrum sínum og það á opinberum stöðum á borð við almenningsgarða og salerni verslunarmiðstöðva eins og gerst hefur í vor í Alicante og Barcelona? Fjölmiðlar hafa leitað svara og fengið margvísleg. Flestum ber þó saman um að gegndarlaust aðgengi og áhorf á klám á netinu sé ein helsta ástæða þess að ungir strákar fara um í hópum eins og hungraðir úlfar og leita sér fórnarlamba. Herma eftir kláminu Rannsóknir sem gerðar hafa verið á Spáni sýna að 87 prósent unglingspilta horfa á klám, þeir byrja glápið venjulega um 14 ára aldur og langflestir horfa á það heima hjá sér. Stelpurnar horfa minna en það hefur þó aukist mikið á síðustu árum. Og sviðsetningar þessara óhæfuverka eru eins og teknar úr ódýrum klámmyndum. Drengirnir sex, allir undir lögaldri, sem nauðguðu 11 ára stelpu inni á salerni í verslunarmiðstöð í Alicante, tóku nauðgunina upp á síma og settu svo myndina í dreifingu. Eduardo Esteben, yfirsaksóknari í sakamálum ólögráða barna, segir í samtali við El Mundo að þessir ungu strákar noti sama tungutak og heyrist í myndunum sem þeir horfa á, þeim finnst mikilvægt að fá læk á það sem þeir gera og mikilvægast af öllu er að vera í sviðsljósinu. Kynferðisglæpum fjölgar ógnarhratt Á síðustu árum hefur drengjum undir lögaldri sem nauðga fjölgað um 60%, meira en í nokkrum öðrum aldurshópi. Og kynferðisglæpum fjölgar, í fyrra voru 2870 nauðganir kærðar til lögreglu sem er meira en 50 prósenta fjölgun frá árinu 2019. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að samkvæmt rannsókn sem gerð var í háskólanum í Barcelona kæra einungis 2% fórnarlamba kynferðisglæpi til lögreglunnar.
Kynferðisofbeldi Spánn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira