Látið Kvennaskólann í friði Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 16. maí 2023 08:31 Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður af Þóru Melsteð (1823-1919) og eiginmanni hennar Páli þann 1. október 1874 og var fyrsti íslenski kvennaskólinn. Kvennaskólinn var gagnfræðaskóli og útskrifuðust nemendur þaðan sem gagnfræðingar eftir 4 ára nám. Þá var MR eini skólinn sem útskrifaði stúdenta til háskólanáms. Nemendur þar voru eingöngu piltar þar sem skólinn var lokaður stúlkum til ársins 1904. Kvennaskólinn varð framhaldsskóli árið 1979 og fyrstu stúdentarnir útskrifuðust árið 1982. Forstöðukonur og síðar skólameistarar Kvennaskólans hafa alla tíð haldið hinni háleitu stefnu og markmiðum sem Þóra Melsteð setti skóla sínum. Kvennaskólastúlkur voru og eru frambærilegir fulltrúar nýrrar kynslóðar hverju sinni og er Peysufatadagurinn þeirra merkisdagur enn þann dag í dag. Það sama gildir auðvitað um alla þá góðu pilta sem þar hafa stundað nám. Kvennaskólinn var fyrst til húsa á heimili Melsteð-hjónanna við Thorvaldsenstræti og byggðu þau nýtt hús við Austurvöll árið 1878. Þar var skólinn til ársins 1909 þegar hann flutti í eigið húsnæði við Fríkirkjuveg 9 og er þar enn. Hið gamla heimili Þóru og Páls var síðan sett inn í hótel við Austurvöll og er því horfið þannig séð. Það er ekki verðugt verkefni hjá yfirvöldum að umbreyta eina kvennaskóla landsins með þessum hætti sem fyrirhugað er. Þvílík afmælisgjöf á nær 150 ára afmæli skólans. Konur þurfa því að sameinast um hinn merka og sögulega arf formæðra okkar í námi barna og ungmenna og hindra þennan vanhugsaða gerning. Þessi fyrirhugaða sameining hefur ekkert með eflingu verknáms að gera. Því til viðbótar skiptir fjölbreytileikinn máli á framhaldsskólastigi en nemendahópurinn sem sækir þessa tvo skóla sem fyrirhugað er að sameina, hefur verið ólíkur. Kvennaskólinn hefur ætíð verið í fararbroddi í kennslu og nýjungum og telst meðal bestu og vinsælustu framhaldsskóla landsins. Reksturinn er fjárhagslega í góðu lagi eins og annað sem konur stjórna. Látið þennan góða skóla í friði. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður af Þóru Melsteð (1823-1919) og eiginmanni hennar Páli þann 1. október 1874 og var fyrsti íslenski kvennaskólinn. Kvennaskólinn var gagnfræðaskóli og útskrifuðust nemendur þaðan sem gagnfræðingar eftir 4 ára nám. Þá var MR eini skólinn sem útskrifaði stúdenta til háskólanáms. Nemendur þar voru eingöngu piltar þar sem skólinn var lokaður stúlkum til ársins 1904. Kvennaskólinn varð framhaldsskóli árið 1979 og fyrstu stúdentarnir útskrifuðust árið 1982. Forstöðukonur og síðar skólameistarar Kvennaskólans hafa alla tíð haldið hinni háleitu stefnu og markmiðum sem Þóra Melsteð setti skóla sínum. Kvennaskólastúlkur voru og eru frambærilegir fulltrúar nýrrar kynslóðar hverju sinni og er Peysufatadagurinn þeirra merkisdagur enn þann dag í dag. Það sama gildir auðvitað um alla þá góðu pilta sem þar hafa stundað nám. Kvennaskólinn var fyrst til húsa á heimili Melsteð-hjónanna við Thorvaldsenstræti og byggðu þau nýtt hús við Austurvöll árið 1878. Þar var skólinn til ársins 1909 þegar hann flutti í eigið húsnæði við Fríkirkjuveg 9 og er þar enn. Hið gamla heimili Þóru og Páls var síðan sett inn í hótel við Austurvöll og er því horfið þannig séð. Það er ekki verðugt verkefni hjá yfirvöldum að umbreyta eina kvennaskóla landsins með þessum hætti sem fyrirhugað er. Þvílík afmælisgjöf á nær 150 ára afmæli skólans. Konur þurfa því að sameinast um hinn merka og sögulega arf formæðra okkar í námi barna og ungmenna og hindra þennan vanhugsaða gerning. Þessi fyrirhugaða sameining hefur ekkert með eflingu verknáms að gera. Því til viðbótar skiptir fjölbreytileikinn máli á framhaldsskólastigi en nemendahópurinn sem sækir þessa tvo skóla sem fyrirhugað er að sameina, hefur verið ólíkur. Kvennaskólinn hefur ætíð verið í fararbroddi í kennslu og nýjungum og telst meðal bestu og vinsælustu framhaldsskóla landsins. Reksturinn er fjárhagslega í góðu lagi eins og annað sem konur stjórna. Látið þennan góða skóla í friði. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun