„Drengurinn sem hafði tekið bílinn minn ófrjálsri hendi var svo handtekinn fyrir utan bakaríið“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. maí 2023 14:00 Daníel hefur ekki enn þá kært þjófnaðinn og skemmdirnar á bílnum sem er gerónýtur. Bílnum sem ekið var inn í Sauðárkróksbakarí í gærmorgun var stolið úr teiti. Eigandinn telur að tjón sitt sé um 700 þúsund krónur. Daníel Kristján Þorleifsson, eigandi Mercedes Benz bílsins sem ekið var í gegnum vegg bakarísins, hefur ekki kært þjófnaðinn og eignatjónið. Hann er búinn að gefa lögreglunni skýrslu. „Þetta gerist þannig að ég var að skemmta mér með vinum og var staddur í húsi hér á Sauðárkrók í smá teiti,“ segir Daníel sem er átján ára gamall. „Ég hafði fengið félaga minn til þess að keyra fyrir mig þessa nótt þar sem ég var að skemmta mér.“ Um stundarsakir vék Daníel sér frá í eitt herbergi til að tala við fólk og þá lét óprúttinn aðili til skarar skríða. „Ég hafði sjálfur ekki hugmynd um hvað hafði gerst fyrr en eftir allt saman,“ segir Daníel. „Ónefndur aðili hafði þá tekið bílinn minn þarna í leyfisleysi og farið.“ Gerðist hratt Þegar Daníel áttaði sig á því að bíllinn var horfinn fór hann að spyrjast fyrir um hann. Þá komst hann að því að bíl hafði verið ekið inn í bakaríið. Lagði hann saman tvo og tvo og fór að gruna að það væri sennilegast hans bíll sem væri inni í bakaríinu. Mikil mildi var að ekki varð slys á fólki. „Þetta gerðist auðvitað allt voðalega hratt en ég ákvað ásamt félaga mínum að ganga út að bakaríi og skoða aðstæður,“ segir Daníel. Höfðu þeir þá haft samband við lögregluna og tilkynnt atvikið. „Drengurinn sem hafði tekið bílinn minn ófrjálsri hendi var svo handtekinn fyrir utan bakaríið.“ Mildi að ekki hafi orðið slys Daníel segir að það sé mikil mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. Gífurlegt tjón sé á bakaríinu og bíllinn sé gerónýtur. Virði bílsins er í kringum 700 þúsund krónur að sögn Daníels. Daníel segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað gerist í framhaldinu. Hann segist þekkja til piltsins sem tók bílinn en kýs að tjá sig ekki frekar um hann. Kæra hefur ekki verið lögð fram af hans hálfu en Daníel fór á lögreglustöðina í gær til að segja frá sinni hlið. „Skýrslur voru teknar af mér og félaga mínum í gær en auðvitað mun þetta svo taka einhvern tíma í vinnslu allt saman,“ segir Daníel. Skagafjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. 14. maí 2023 12:28 Sá sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí laus úr haldi Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið. 15. maí 2023 11:14 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Daníel Kristján Þorleifsson, eigandi Mercedes Benz bílsins sem ekið var í gegnum vegg bakarísins, hefur ekki kært þjófnaðinn og eignatjónið. Hann er búinn að gefa lögreglunni skýrslu. „Þetta gerist þannig að ég var að skemmta mér með vinum og var staddur í húsi hér á Sauðárkrók í smá teiti,“ segir Daníel sem er átján ára gamall. „Ég hafði fengið félaga minn til þess að keyra fyrir mig þessa nótt þar sem ég var að skemmta mér.“ Um stundarsakir vék Daníel sér frá í eitt herbergi til að tala við fólk og þá lét óprúttinn aðili til skarar skríða. „Ég hafði sjálfur ekki hugmynd um hvað hafði gerst fyrr en eftir allt saman,“ segir Daníel. „Ónefndur aðili hafði þá tekið bílinn minn þarna í leyfisleysi og farið.“ Gerðist hratt Þegar Daníel áttaði sig á því að bíllinn var horfinn fór hann að spyrjast fyrir um hann. Þá komst hann að því að bíl hafði verið ekið inn í bakaríið. Lagði hann saman tvo og tvo og fór að gruna að það væri sennilegast hans bíll sem væri inni í bakaríinu. Mikil mildi var að ekki varð slys á fólki. „Þetta gerðist auðvitað allt voðalega hratt en ég ákvað ásamt félaga mínum að ganga út að bakaríi og skoða aðstæður,“ segir Daníel. Höfðu þeir þá haft samband við lögregluna og tilkynnt atvikið. „Drengurinn sem hafði tekið bílinn minn ófrjálsri hendi var svo handtekinn fyrir utan bakaríið.“ Mildi að ekki hafi orðið slys Daníel segir að það sé mikil mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. Gífurlegt tjón sé á bakaríinu og bíllinn sé gerónýtur. Virði bílsins er í kringum 700 þúsund krónur að sögn Daníels. Daníel segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað gerist í framhaldinu. Hann segist þekkja til piltsins sem tók bílinn en kýs að tjá sig ekki frekar um hann. Kæra hefur ekki verið lögð fram af hans hálfu en Daníel fór á lögreglustöðina í gær til að segja frá sinni hlið. „Skýrslur voru teknar af mér og félaga mínum í gær en auðvitað mun þetta svo taka einhvern tíma í vinnslu allt saman,“ segir Daníel.
Skagafjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. 14. maí 2023 12:28 Sá sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí laus úr haldi Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið. 15. maí 2023 11:14 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. 14. maí 2023 12:28
Sá sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí laus úr haldi Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið. 15. maí 2023 11:14