Skotsvæðinu á Álfsnesi lokað enn á ný Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2023 14:10 Skotíþróttamenn á höfuðborgarsvæðinu hafa lengi stundað íþrótt sína á Álfsnesi. AÐSEND/GUÐMUNDUR GÍSLASON Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað alla starfsemi á skotsvæðinu á Álfsnesi. Þetta er gert eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem starfsemin er metin ólögleg útfrá ákvæðum um landnotkun í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Skotfélag Reykjavíkur og Skotveiðifélag Reykjavíkur hafa rekið skotvelli á Álfsnesi í á annan áratug. Á síðustu árum hefur verið deilt hart um starfsleyfi sem hafa verið gefin út og svo felld úr gildi eftir kærur. Greint var frá því í janúar að heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefði ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, sagði þá í samtali við fréttastofu að við útgáfu starfsleyfisins hefði verið horft til bæði hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins. Búið væri takmarka opnunartíma og auknar kröfur gerðar um hljóðdeyfa á rifflum. Þá sagði hann ljóst að skotsvæðið myndi á endanum fara. Hávaði og blýmengun Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði þá nýverið fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Þá var svæðinu í kjölfarið lokað. Fyrst svar svæðinu lokað í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá var sömuleiðis bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags Í nýjasta úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að ekki liggi fyrir að landnotkun umrædds svæðis hafi verið breytt frá því að fyrri úrskurðir nefndarinnar voru kveðnir upp. Þar segir að starfsemi skotæfingavalla á svæðinu sé ekki talin í samræmi við gildandi landnotkun umrædds svæðis samkvæmt eldra aðalskipulagi borgarinnar og þess sem nú gildir. Þá fari starfsleyfið auk þess í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka. Þá ítrekar nefndin að starfsemin hafi um árabil verið stunduð í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags. Meðal annars með vísan til þess ákvað nefndin að fella starfsleyfið úr gildi. Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Reykjavík Skipulag Skotvopn Skotíþróttir Tengdar fréttir Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. 6. febrúar 2023 13:30 Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. 4. janúar 2023 11:46 Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. 4. janúar 2023 07:03 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir „Fólk í neyslu úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Skotfélag Reykjavíkur og Skotveiðifélag Reykjavíkur hafa rekið skotvelli á Álfsnesi í á annan áratug. Á síðustu árum hefur verið deilt hart um starfsleyfi sem hafa verið gefin út og svo felld úr gildi eftir kærur. Greint var frá því í janúar að heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefði ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, sagði þá í samtali við fréttastofu að við útgáfu starfsleyfisins hefði verið horft til bæði hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins. Búið væri takmarka opnunartíma og auknar kröfur gerðar um hljóðdeyfa á rifflum. Þá sagði hann ljóst að skotsvæðið myndi á endanum fara. Hávaði og blýmengun Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði þá nýverið fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Þá var svæðinu í kjölfarið lokað. Fyrst svar svæðinu lokað í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá var sömuleiðis bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags Í nýjasta úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að ekki liggi fyrir að landnotkun umrædds svæðis hafi verið breytt frá því að fyrri úrskurðir nefndarinnar voru kveðnir upp. Þar segir að starfsemi skotæfingavalla á svæðinu sé ekki talin í samræmi við gildandi landnotkun umrædds svæðis samkvæmt eldra aðalskipulagi borgarinnar og þess sem nú gildir. Þá fari starfsleyfið auk þess í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka. Þá ítrekar nefndin að starfsemin hafi um árabil verið stunduð í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags. Meðal annars með vísan til þess ákvað nefndin að fella starfsleyfið úr gildi.
Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Reykjavík Skipulag Skotvopn Skotíþróttir Tengdar fréttir Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. 6. febrúar 2023 13:30 Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. 4. janúar 2023 11:46 Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. 4. janúar 2023 07:03 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir „Fólk í neyslu úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. 6. febrúar 2023 13:30
Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. 4. janúar 2023 11:46
Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. 4. janúar 2023 07:03