Héraðssaksóknari ákvað fyrir tíu vikum að lokinni rannsókn að gefa ekki út ákæru. Talið var að sakborningar í málinu hefðu ekki farið út fyrir takmörk sín til leyfilegrar neyðarvarnar. Málið hefði ekki verið líklegt til sakfellis.
Aðstandendur Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem varð Evu Hrund Pétursdóttur að bana, kærðu þá niðurstöðu til ríkissaksóknara. Þau sögðu ástæðuna ekki að koma höggi á neinn heldur til að velta við hverjum steini til að varpa ljósi á málið.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi sonar Evu Hrundar sem var með stöðu sakbornings í málinu ásamt föður sínum, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðun ríkissaksóknara sé hárrétt, eins og ákvörðun héraðssaksóknara. Málinu sé nú endanlega lokið.