Liverpool vann einstaklega þægilegan 3-0 sigur á Leicester City í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn heldur vonum Liverpool um Meistaradeildarsæti á lífi.
Liverpool byrjaði leikinn af krafti en Curtis Jones skoraði tvívegis í fyrri hálfleik, bæði skiptin eftir sendingu frá Mohamed Salah. Heimamenn í Leicester eru í bullandi fallbaráttu en sýndu lítið líf í leik kvöldsins og voru 0-2 undir í hálfleik.
As first-half link ups go... pic.twitter.com/WYT5KDCo9E
— Liverpool FC (@LFC) May 15, 2023
Í síðari hálfleik fullkomandi Mo Salah stoðsendingarþrennu sína þegar hann lagði upp þriðja mark gestanna á Trent Alexander-Arnold. Fleiri urðu mörkin ekki og Liverpool vann 3-0 útisigur.
— Liverpool FC (@LFC) May 15, 2023
Sigur Liverpool þýðir að liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð. Eftir 36 leiki er Liverpool nú með 65 stig í 5. sæti, stigi minna en Newcastle United og Manchester United sem eru í sætunum fyrir ofan. Liverpool hefur þó leikið leik meira.
Leicester er á sama tíma í 19. sæti með 30 stig, tveimur frá öruggu sæti.