Þingmenn risu úr sætum og minntust Önnu Kolbrúnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2023 16:12 Þingmenn risu úr sætum og minntust Önnu Kolbrúnar við upphaf þingfundar. Alþingi Þingmenn minntust Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, fyrrverandi alþingismanns, við upphaf þingfundar í dag. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, flutti minningarborð um Önnu Kolbrúnu. „Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrverandi alþingismaður og varaþingmaður á þessu kjörtímabili, lést á Akureyri 9. þessa mánaðar, 53 ára að aldri. Anna Kolbrún fæddist á Akureyri 16. apríl 1970, dóttir hjónanna Árna V. Friðrikssonar og Gerðar Jónsdóttur. Hún ólst upp á Akureyri og þar við Verkmenntaskólann tók hún sjúkraliðapróf. Anna Kolbrún starfaði sem sjúkraliði um árabil, fyrst á Akureyri og síðan í Danmörku þar sem hún bjó um skeið. Á Danmerkurárunum söðlaði Anna Kolbrún um og tók að nema kennslufræði fyrir leikskóla. Hún lauk námi sem leikskólakennari í Óðinsvéum árið 2002, flutti þá heim til Akureyrar og hélt þar áfram að bæta við sig námi í menntunar- og sérkennslufræðum sem hún lauk með M.Ed.-prófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2010. Eftir heimkomuna frá Danmörku og þar til hún settist á þing starfaði Anna Kolbrún lengstum við grunnskóla í heimabæ sínum. Anna Kolbrún Árnadóttir fyrrverandi þingmaður. Anna Kolbrún Árnadóttir starfaði á vettvangi Framsóknarflokksins á Akureyri um skeið og var formaður Landssambands Framsóknarkvenna á árunum 2015–2017, en gekk í Miðflokkinn við stofnun hans og var kjörin á þing af framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum 2017. Hún var varaformaður flokksins frá 2018. Anna Kolbrún sat á þingi kjörtímabilið sem hófst haustið 2017 og fram til kosninga haustið 2021. Í þeim kosningum var hún einnig í framboði fyrir Miðflokkinn í Norðausturkjördæmi en náði ekki kjöri. Hún var varaþingmaður á yfirstandandi kjörtímabili og sat síðast hér í þingsalnum í mars síðastliðnum. Alls sat Anna Kolbrún á sex löggjafarþingum. Hér á þingi lét Anna Kolbrún sér títt um byggðamál og heilbrigðis- og menntamál og hún átti sæti í Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Öll störf hennar á Alþingi báru vott um vandvirkni og samviskusemi. Hún var traustur fulltrúi síns flokks í þingstörfunum þar sem hún fór fram með hægð en festu. Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrverandi alþingismaður og varaþingmaður á þessu kjörtímabili, lést á Akureyri 9. þessa mánaðar, 53 ára að aldri. Anna Kolbrún fæddist á Akureyri 16. apríl 1970, dóttir hjónanna Árna V. Friðrikssonar og Gerðar Jónsdóttur. Hún ólst upp á Akureyri og þar við Verkmenntaskólann tók hún sjúkraliðapróf. Anna Kolbrún starfaði sem sjúkraliði um árabil, fyrst á Akureyri og síðan í Danmörku þar sem hún bjó um skeið. Á Danmerkurárunum söðlaði Anna Kolbrún um og tók að nema kennslufræði fyrir leikskóla. Hún lauk námi sem leikskólakennari í Óðinsvéum árið 2002, flutti þá heim til Akureyrar og hélt þar áfram að bæta við sig námi í menntunar- og sérkennslufræðum sem hún lauk með M.Ed.-prófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2010. Eftir heimkomuna frá Danmörku og þar til hún settist á þing starfaði Anna Kolbrún lengstum við grunnskóla í heimabæ sínum. Anna Kolbrún Árnadóttir starfaði á vettvangi Framsóknarflokksins á Akureyri um skeið og var formaður Landssambands Framsóknarkvenna á árunum 2015–2017, en gekk í Miðflokkinn við stofnun hans og var kjörin á þing af framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum 2017. Hún var varaformaður flokksins frá 2018. Anna Kolbrún sat á þingi kjörtímabilið sem hófst haustið 2017 og fram til kosninga haustið 2021. Í þeim kosningum var hún einnig í framboði fyrir Miðflokkinn í Norðausturkjördæmi en náði ekki kjöri. Hún var varaþingmaður á yfirstandandi kjörtímabili og sat síðast hér í þingsalnum í mars síðastliðnum. Alls sat Anna Kolbrún á sex löggjafarþingum. Hér á þingi lét Anna Kolbrún sér títt um byggðamál og heilbrigðis- og menntamál og hún átti sæti í Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Öll störf hennar á Alþingi báru vott um vandvirkni og samviskusemi. Hún var traustur fulltrúi síns flokks í þingstörfunum þar sem hún fór fram með hægð en festu.“ Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Anna Kolbrún Árnadóttir er látin Anna Kolbrún Árnadóttir, varaþingmaður og fyrrverandi þingmaður, er látin 53 ára að aldri. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri í gærmorgun. 10. maí 2023 15:42 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Sjá meira
„Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrverandi alþingismaður og varaþingmaður á þessu kjörtímabili, lést á Akureyri 9. þessa mánaðar, 53 ára að aldri. Anna Kolbrún fæddist á Akureyri 16. apríl 1970, dóttir hjónanna Árna V. Friðrikssonar og Gerðar Jónsdóttur. Hún ólst upp á Akureyri og þar við Verkmenntaskólann tók hún sjúkraliðapróf. Anna Kolbrún starfaði sem sjúkraliði um árabil, fyrst á Akureyri og síðan í Danmörku þar sem hún bjó um skeið. Á Danmerkurárunum söðlaði Anna Kolbrún um og tók að nema kennslufræði fyrir leikskóla. Hún lauk námi sem leikskólakennari í Óðinsvéum árið 2002, flutti þá heim til Akureyrar og hélt þar áfram að bæta við sig námi í menntunar- og sérkennslufræðum sem hún lauk með M.Ed.-prófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2010. Eftir heimkomuna frá Danmörku og þar til hún settist á þing starfaði Anna Kolbrún lengstum við grunnskóla í heimabæ sínum. Anna Kolbrún Árnadóttir fyrrverandi þingmaður. Anna Kolbrún Árnadóttir starfaði á vettvangi Framsóknarflokksins á Akureyri um skeið og var formaður Landssambands Framsóknarkvenna á árunum 2015–2017, en gekk í Miðflokkinn við stofnun hans og var kjörin á þing af framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum 2017. Hún var varaformaður flokksins frá 2018. Anna Kolbrún sat á þingi kjörtímabilið sem hófst haustið 2017 og fram til kosninga haustið 2021. Í þeim kosningum var hún einnig í framboði fyrir Miðflokkinn í Norðausturkjördæmi en náði ekki kjöri. Hún var varaþingmaður á yfirstandandi kjörtímabili og sat síðast hér í þingsalnum í mars síðastliðnum. Alls sat Anna Kolbrún á sex löggjafarþingum. Hér á þingi lét Anna Kolbrún sér títt um byggðamál og heilbrigðis- og menntamál og hún átti sæti í Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Öll störf hennar á Alþingi báru vott um vandvirkni og samviskusemi. Hún var traustur fulltrúi síns flokks í þingstörfunum þar sem hún fór fram með hægð en festu. Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrverandi alþingismaður og varaþingmaður á þessu kjörtímabili, lést á Akureyri 9. þessa mánaðar, 53 ára að aldri. Anna Kolbrún fæddist á Akureyri 16. apríl 1970, dóttir hjónanna Árna V. Friðrikssonar og Gerðar Jónsdóttur. Hún ólst upp á Akureyri og þar við Verkmenntaskólann tók hún sjúkraliðapróf. Anna Kolbrún starfaði sem sjúkraliði um árabil, fyrst á Akureyri og síðan í Danmörku þar sem hún bjó um skeið. Á Danmerkurárunum söðlaði Anna Kolbrún um og tók að nema kennslufræði fyrir leikskóla. Hún lauk námi sem leikskólakennari í Óðinsvéum árið 2002, flutti þá heim til Akureyrar og hélt þar áfram að bæta við sig námi í menntunar- og sérkennslufræðum sem hún lauk með M.Ed.-prófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2010. Eftir heimkomuna frá Danmörku og þar til hún settist á þing starfaði Anna Kolbrún lengstum við grunnskóla í heimabæ sínum. Anna Kolbrún Árnadóttir starfaði á vettvangi Framsóknarflokksins á Akureyri um skeið og var formaður Landssambands Framsóknarkvenna á árunum 2015–2017, en gekk í Miðflokkinn við stofnun hans og var kjörin á þing af framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum 2017. Hún var varaformaður flokksins frá 2018. Anna Kolbrún sat á þingi kjörtímabilið sem hófst haustið 2017 og fram til kosninga haustið 2021. Í þeim kosningum var hún einnig í framboði fyrir Miðflokkinn í Norðausturkjördæmi en náði ekki kjöri. Hún var varaþingmaður á yfirstandandi kjörtímabili og sat síðast hér í þingsalnum í mars síðastliðnum. Alls sat Anna Kolbrún á sex löggjafarþingum. Hér á þingi lét Anna Kolbrún sér títt um byggðamál og heilbrigðis- og menntamál og hún átti sæti í Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Öll störf hennar á Alþingi báru vott um vandvirkni og samviskusemi. Hún var traustur fulltrúi síns flokks í þingstörfunum þar sem hún fór fram með hægð en festu.“
Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Anna Kolbrún Árnadóttir er látin Anna Kolbrún Árnadóttir, varaþingmaður og fyrrverandi þingmaður, er látin 53 ára að aldri. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri í gærmorgun. 10. maí 2023 15:42 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir er látin Anna Kolbrún Árnadóttir, varaþingmaður og fyrrverandi þingmaður, er látin 53 ára að aldri. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri í gærmorgun. 10. maí 2023 15:42