Vinstri bakvörður sem enginn þekkir í hópi með De Bruyne og Messi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 22:32 Leif Davis er með skemmtilegri bakvörðum Englands. Ashley Allen/Getty Images Þegar stoðsendingahæstu knattspyrnumenn Evrópu eru skoðaðir stendur eitt nafn sérstaklega upp úr. Það er Leif Davis, vinstri bakvörður Ipswich Town. Hefur hann gefið tvöfalt fleiri stoðsendingar en leikmenn á borð við Martin Ödegaard, Jack Grealish og Bruno Fernandes. Hinn 23 ára gamli Leif er stór ástæða fyrir góðu gengi Ipswich Town á leiktíðinni en liðið endaði í 2. sæti með 98 stig og tryggði sér sæti í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Áðurnefndur Leif gekk í raðir Ipswich frá Leeds United á 1.5 milljón punda síðasta sumar. Hann hefur heldur betur notið sín undir stjórn þjálfarans Kieran McKenna en sá var áður aðstoðarþjálfari hjá Manchester United áður en hann færði sig niður í C-deildina. Leif hefur lagt upp mark í þriðja hverjum leik á leiktíðinni og segir það stóran part af sínum leik. Only two players in Europe's top five leagues have more assists this season than Leif Davis Kevin De Bruyne and Lionel Messi.The flying full-back speaks to @DTathletic about the similarities between Marcelo Bielsa and Kieran McKenna and promotion to the Championship.#ITFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 15, 2023 „Ég sá tölfræði um daginn sem staðfesti að ég hefði skapað flest færin í EFL [B- til D-deild]. Ég var hæstánægður þegar ég sá að aðrir leikmenn voru langt frá mér, leikmenn sem spila mun framar á vellinum. Ég er bara varnarmaður en elskar að sækja og skapa færi fyrir samherja sína.“ Aðeins þrír leikmenn á Englandi hafa gefið fleiri stoðsendingar en Davis á leiktíðinni. Kevin De Bruyne, prímusmótor Englandsmeistara Manchester City, er þar á meðal ásamt Owen Moxon hjá Carlisle United og Elliott Watt sem báðir spila í D-deildinni. Ef horft er í stærstu fimm deildir Evrópu er það aðeins De Bruyne og Lionel Messi, leikmaður París Saint-Germain, sem hafa gefið fleiri stoðsendingar en vinstri bakvörðurinn knái. Leif Davis, hver er það?Sebastian Frej/Getty Images Alls skapaði Davis 132 færi fyrir samherja sína á leiktíðinni. Alls skoraði Ipswich 101 mark í deildinni, það mesta í efstu fjórum deildum Englands. Þau sem þekkja til hjá Leeds United telja að Marcelo Bielsa hefði ekki selt Davis heldur reynt að beisla hæfileikana, gera hann betri varnarlega og nýtt krafta hans í ensku úrvalsdeildinni. Sem stendur gæti farið svo að Ipswich og Leeds mætist í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Leif er stór ástæða fyrir góðu gengi Ipswich Town á leiktíðinni en liðið endaði í 2. sæti með 98 stig og tryggði sér sæti í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Áðurnefndur Leif gekk í raðir Ipswich frá Leeds United á 1.5 milljón punda síðasta sumar. Hann hefur heldur betur notið sín undir stjórn þjálfarans Kieran McKenna en sá var áður aðstoðarþjálfari hjá Manchester United áður en hann færði sig niður í C-deildina. Leif hefur lagt upp mark í þriðja hverjum leik á leiktíðinni og segir það stóran part af sínum leik. Only two players in Europe's top five leagues have more assists this season than Leif Davis Kevin De Bruyne and Lionel Messi.The flying full-back speaks to @DTathletic about the similarities between Marcelo Bielsa and Kieran McKenna and promotion to the Championship.#ITFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 15, 2023 „Ég sá tölfræði um daginn sem staðfesti að ég hefði skapað flest færin í EFL [B- til D-deild]. Ég var hæstánægður þegar ég sá að aðrir leikmenn voru langt frá mér, leikmenn sem spila mun framar á vellinum. Ég er bara varnarmaður en elskar að sækja og skapa færi fyrir samherja sína.“ Aðeins þrír leikmenn á Englandi hafa gefið fleiri stoðsendingar en Davis á leiktíðinni. Kevin De Bruyne, prímusmótor Englandsmeistara Manchester City, er þar á meðal ásamt Owen Moxon hjá Carlisle United og Elliott Watt sem báðir spila í D-deildinni. Ef horft er í stærstu fimm deildir Evrópu er það aðeins De Bruyne og Lionel Messi, leikmaður París Saint-Germain, sem hafa gefið fleiri stoðsendingar en vinstri bakvörðurinn knái. Leif Davis, hver er það?Sebastian Frej/Getty Images Alls skapaði Davis 132 færi fyrir samherja sína á leiktíðinni. Alls skoraði Ipswich 101 mark í deildinni, það mesta í efstu fjórum deildum Englands. Þau sem þekkja til hjá Leeds United telja að Marcelo Bielsa hefði ekki selt Davis heldur reynt að beisla hæfileikana, gera hann betri varnarlega og nýtt krafta hans í ensku úrvalsdeildinni. Sem stendur gæti farið svo að Ipswich og Leeds mætist í ensku B-deildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira