Ömurlegir mánuðir fyrir íþróttaaðdáendur í Philadelphia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 23:30 Íþróttalið Philadelphia-borgar hafa ekki átt sjö dagana sæla. Adam Glanzman/Getty Images Sértu frá Philadelphia í Bandaríkjunum og elskar íþróttir má reikna með að það sé heldur þungt yfir þér um þessar mundir. Það hefur bókstaflega ekkert gengið upp hjá íþróttaliðum borgarinnar undanfarna sex mánuði. Síðasti naglinn í kistuna var afhroð Philadelphia 76ers gegn Boston Celtics í oddaleik um sæti í úrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Ekki nóg með að 76ers hafi tapað heldur var liðinu einfaldlega pakkað saman. Joel Embiid, stórstjarna liðsins og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar, ásakaði svo alla leikmenn liðsins – nema James Harden – um að vera einfaldlega ekki nægilega góðir. Téður Harden er svo að íhuga sín mál. Hann virðist alvarlega vera að skoða þann möguleika að ganga í raðir Houston Rockets á nýjan leik. Harden þekkir vel til í Houston þar sem hann lék með liðinu frá 2012 til 2021. Dökk ský eru yfir Philadelphia þessa dagana en fyrr á þessu ári tapaði Philadelphia Eagles í úrslitum NFL-deildarinnar fyrir Patrick Mahomes og félögum í Kansas City Chiefs. Ef það var ekki nóg þá komst Philadelphia Phillies alla leið í úrslit hafnaboltans en mátti þola 4-2 tap þar gegn Houston Astros. Ofan á það þá fór Philadelphia Union í úrslit MLS-deildarinnar í fótbolta. Þar beið Los Angeles FC og var staðan 3-3 að loknum venjulegum leiktíma. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Los Angeles betur og tryggði sér sigur. Íþróttir geta verið harður húsbóndi og það vita íþróttaunnendur í Philadelphia betur en flestir eftir síðustu sex mánuði. Philly sports over the last six months: Lost MLS Cup to LAFC in PKs Lost World Series to Astros Lost Super Bowl to Chiefs Lost Game 7 ECS to CelticsHeartbreaking pic.twitter.com/j7x7kmWZIK— Bleacher Report (@BleacherReport) May 15, 2023 Körfubolti Fótbolti Hafnabolti Bandaríski fótboltinn NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira
Síðasti naglinn í kistuna var afhroð Philadelphia 76ers gegn Boston Celtics í oddaleik um sæti í úrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Ekki nóg með að 76ers hafi tapað heldur var liðinu einfaldlega pakkað saman. Joel Embiid, stórstjarna liðsins og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar, ásakaði svo alla leikmenn liðsins – nema James Harden – um að vera einfaldlega ekki nægilega góðir. Téður Harden er svo að íhuga sín mál. Hann virðist alvarlega vera að skoða þann möguleika að ganga í raðir Houston Rockets á nýjan leik. Harden þekkir vel til í Houston þar sem hann lék með liðinu frá 2012 til 2021. Dökk ský eru yfir Philadelphia þessa dagana en fyrr á þessu ári tapaði Philadelphia Eagles í úrslitum NFL-deildarinnar fyrir Patrick Mahomes og félögum í Kansas City Chiefs. Ef það var ekki nóg þá komst Philadelphia Phillies alla leið í úrslit hafnaboltans en mátti þola 4-2 tap þar gegn Houston Astros. Ofan á það þá fór Philadelphia Union í úrslit MLS-deildarinnar í fótbolta. Þar beið Los Angeles FC og var staðan 3-3 að loknum venjulegum leiktíma. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Los Angeles betur og tryggði sér sigur. Íþróttir geta verið harður húsbóndi og það vita íþróttaunnendur í Philadelphia betur en flestir eftir síðustu sex mánuði. Philly sports over the last six months: Lost MLS Cup to LAFC in PKs Lost World Series to Astros Lost Super Bowl to Chiefs Lost Game 7 ECS to CelticsHeartbreaking pic.twitter.com/j7x7kmWZIK— Bleacher Report (@BleacherReport) May 15, 2023
Körfubolti Fótbolti Hafnabolti Bandaríski fótboltinn NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira