Frekir kallar með rándýra bíla hafi hindrað tunnuskipti Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2023 12:30 Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, með nýju tvískiptu tunnuna. Vísir/Sigurjón Nýjar ruslatunnur eru í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu en við breytinguna bætist ein tunna við í einbýli þar sem eru fleiri en þrír íbúar. Ekki eru allir sáttir með það og segir samskiptastjóri Sorpu að dæmi séu um að íbúar hafi hindrað sorphirðumenn frá því að vinna vinnuna sína vegna nýju tunnunnar. Við breytingar á flokkunarkerfi Sorpu er flokknum „lífrænn úrgangur“ bætt við þá hópa sem heimili eiga að flokka í. Til þess að hefja það hefur Sorpa hafið dreifingu á nýjum tunnum. Það sem flestir íbúar í einbýli munu koma með til að kynnast er tvískipt tunna á meðan íbúar í fjölbýli fá bara eina nýja brúna tunnu fyrir lífrænan úrgang. Tunnurnar voru skoðaðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Ekki flókið að flokka Tegundir tvískiptu tunnunnar eru tvær. Annars vegar er það tunna með hólf fyrir almennt sorp og hólf fyrir lífrænan úrgang. Þá tunnu mega flestir íbúar í einbýli fá, sama hversu margir búar þar. Hins vegar er tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappír og pappa. Sú tunna verður einungis í boði fyrir fólk í einbýli þar sem þrír eða færri búa. Ef íbúarnir eru fleiri en þrír verður hins vegar sitthvor tunnan fyrir plast og pappír og pappa. Því verða íbúar í einbýli ýmist með tvær eða þrjár tunnur. Fyrstir til að fá nýju tunnurnar eru íbúar á Kjalarnesi, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Þar koma tunnurnar núna í maímánuði. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir flesta vera ánægða með nýja fyrirkomulagið, þrátt fyrir að einhver skemmd epli leynist inn á milli. „Við sjáum að fólk hefur verið að bíða eftir þessu lengi og hefur kallað eftir þessu. En við höfum líka heyrt sögur af því að einhverjir frekir kallar með bíla á planinu sem eru á við 60-föld laun verkamannsins sem kemur með tunnuna, hafi verið að meina fólki aðgang að tunnuskýlinu til að skipta. Þetta er hegðun sem er ekki til eftirbreytni. Þegar við segjum fólki vestarlega í borginni að það þurfi að bíða þar til í ágúst eða september segir það að það sé ósátt og vilji fá tunnuna núna. Þetta er tími sem tekur til að keyra þetta allt saman út,“ segir Gunnar. Umhverfismál Sorpa Sorphirða Reykjavík Tengdar fréttir Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04 Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 15. maí 2023 16:37 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Við breytingar á flokkunarkerfi Sorpu er flokknum „lífrænn úrgangur“ bætt við þá hópa sem heimili eiga að flokka í. Til þess að hefja það hefur Sorpa hafið dreifingu á nýjum tunnum. Það sem flestir íbúar í einbýli munu koma með til að kynnast er tvískipt tunna á meðan íbúar í fjölbýli fá bara eina nýja brúna tunnu fyrir lífrænan úrgang. Tunnurnar voru skoðaðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Ekki flókið að flokka Tegundir tvískiptu tunnunnar eru tvær. Annars vegar er það tunna með hólf fyrir almennt sorp og hólf fyrir lífrænan úrgang. Þá tunnu mega flestir íbúar í einbýli fá, sama hversu margir búar þar. Hins vegar er tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappír og pappa. Sú tunna verður einungis í boði fyrir fólk í einbýli þar sem þrír eða færri búa. Ef íbúarnir eru fleiri en þrír verður hins vegar sitthvor tunnan fyrir plast og pappír og pappa. Því verða íbúar í einbýli ýmist með tvær eða þrjár tunnur. Fyrstir til að fá nýju tunnurnar eru íbúar á Kjalarnesi, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Þar koma tunnurnar núna í maímánuði. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir flesta vera ánægða með nýja fyrirkomulagið, þrátt fyrir að einhver skemmd epli leynist inn á milli. „Við sjáum að fólk hefur verið að bíða eftir þessu lengi og hefur kallað eftir þessu. En við höfum líka heyrt sögur af því að einhverjir frekir kallar með bíla á planinu sem eru á við 60-föld laun verkamannsins sem kemur með tunnuna, hafi verið að meina fólki aðgang að tunnuskýlinu til að skipta. Þetta er hegðun sem er ekki til eftirbreytni. Þegar við segjum fólki vestarlega í borginni að það þurfi að bíða þar til í ágúst eða september segir það að það sé ósátt og vilji fá tunnuna núna. Þetta er tími sem tekur til að keyra þetta allt saman út,“ segir Gunnar.
Umhverfismál Sorpa Sorphirða Reykjavík Tengdar fréttir Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04 Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 15. maí 2023 16:37 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04
Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 15. maí 2023 16:37