Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tók á móti Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, þegar hann kom ásamt öðrum í sendinefnd Úkraínu með flugi til Reykjavíkurflugvallar um hádegisbil í dag.
Sendinefndin kemur hingað til lands í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn er í Reykjavík í dag og á morgun. Í föruneyti úkraínska forsætisráðherrann er einnig Denys Maliuska dómsmálaráðherra.
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun flytja ávarp á opnunarathöfn fundarins í gegnum fjarfundarbúnað upp úr klukkan 16.
Fyrir leiðtogafundinum liggur að samþykkja formlega gerð sérstakrar skrár vegna þess tjóns sem innrás Rússlands hefur valdið Úkraínu og árétta mikilvægi þeirra gilda sem Evrópuráðið stendur vörð um.
Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, á leið úr vélinni á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu. Utanríkisráðuneytið/Sigurjón RagnarDenys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu. og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. utanríkisráðuneytið/Sigurjón RagnarÚkraínska sendinefndin kom til landsins með vél Icelandair sem flogið var frá Póllandi til Reykjavíkurflugvallar.Vísir/Vilhelm
Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi.