Að skjóta sig í stóru tána Sigursteinn Másson skrifar 16. maí 2023 15:00 Daginn eftir að forsprakki Sea Shepherd samtakanna hafði ásamt félaga sínum sökkt tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn í nóvember 1986 spurði blaðamaður DV hann hvaða rétt hann hefði til að sökkva skipum þjóða sem hann teldi vera að brjóta lög. Svaraði hann því til að Íslendíngar væru að brjóta alþjóðalög jafnframt því sem þeir tröðkuðu á siðferðilegum lögum, hvalir væru ákaflega miklar vitsmunaverur svo dráp á þeim jafngilti morði. ,,Eina hliðstæðan við hvaladráp Íslendínga eru gyðingaofsóknir Hitlers,“ sagði forsprakkinn Paul Watson að nafni. Verr af stað farið... Þetta skemmdarverk bandarísku samtakanna stöðvaði ekki hvalveiðar við Ísland en þremur árum síðar var þrettán ára hlé gert á þeim vegna alþjóðlegs hvalveiðibanns. Þegar ég byrjaði að tala gegn hvalveiðum árið 2003, árið sem veiðarnar hófust að nýju, fann ég strax fyrir andúð sem ég hafði ekki kynnst áður á Íslandi. Sterkum tilfinningum frá fólki sem tengdi andstöðu við hvalveiðar því sem flokkað var sem hryðjuverk öfgasinnaðra dýraverndarsamtaka. Árin áður en hvalveiðibátunum var sökkt sýndu kannanir að stuðningur almennings á Íslandi við hvalveiðar fór minnkandi en þar á eftir var það nánast flokkað sem landráð að hafa efasemdir um hvaladrápin. Fram á annan áratug þessarar aldar sættu ég og sjálfboðaliðar mínir reglulega gagnrýni og stundum aðkasti frá Íslendíngum vegna þessarar sögu. Ég er nokkuð viss um að hefði Sea Shepherd sleppt hinu heimskulega skemmdarverki 1986 að hvalveiðunum hefði þá lokið 1990 fyrir fullt og allt og við værum ekki í þeirri stöðu sem við nú erum í. Aðgerðir samtakanna leiddu þannig mögulega til dauða þúsunda hvala til viðbótar í stað þess að verða þeim til verndar. Fer ekki saman hljóð og mynd Þetta rifja ég upp núna vegna viðbragðanna sem orðið hafa við eftirlitsskýrslu MAST sem birt var þann 8. maí sl. Baráttuaðferðir geta nefnilega skipt sköpum varðandi það hvort markmið nást eða klúðrast. Mér var mikið brugðið þegar ég sá útkomu skýrslu MAST eins og mörgum öðrum. Ég var mjög fylgjandi því að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti reglugerð um aukið eftirlit þann 11. ágúst á síðasta ári eftir vandaðan undirbúning frá því um vorið og trúði því að myndatökurnar af veiðunum mundu sanna að engin leið væri til að tryggja skjótan dauðdaga þessara risavöxnu dýra í hafinu. Niðurstaðan var mun verri en ég hafði búist við. Óásættanlegt að mati MAST og ekki í samæmi við markmið laga en veiðarnar samt lýstar löglegar. Mesta undrun mína vakti þó það að MAST skyldi ekki leggja til nein viðurlög við frekari brotum á dýravelferðarlögum. Það kemur nú í hlut matvælaráðherra að þrýsta á um slíkt á komandi vertíð sem verður að verða sú allra síðasta í sögunni. Að missa marks Það var við því að búast að kröfur kæmu fram um það að Hvalur hf yrði tafarlaust svipt veiðileyfi því sem fyrirtækið fékk árið 2018 og rennur út í lok árs. Dýraníðið sem fram kemur í skýrslunni og á þeirri kvikmyndaupptöku sem afhent var fjölmiðlum er þannig að það kallar eðlilega fram sterkar tilfinningar og reiði. Það væri hins vegar mikið hættuspil ef matvælaráðherra yrði að þessum kröfum og ekki þágu málstaðarins. Lögfræðingar bæði matvælaráðuneytis og MAST eru á því að slík afturköllun á leyfi mundi ekki standast lög, jafnvel vera brot á stjórnarskrá og varða við lög um ráðherraábyrgð. Mörg helstu hagsmunasamtök landsins s.s. Bændasamtökin, Samtök Sjávarútvegsfyrirtækja, Starfsgreinasambandið, ASÍ o. s .frv. mundu fylkja sér að baki Hval hf. Það fordæmi sem gefið væri með því að svipta veiði- og matvælaframleiðslufyrirtæki gildandi leyfi mundi vekja gríðarlega sterk og neikvæð viðbrögð. Sjálfsmark Þar með væri sá ráðherra sem ákvað hið aukna eftirlit og hefur gagnrýnt hvalveiðar hvað mest úr sögunni og einhver annar tæki við sem mundi mögulega vilja halda hvalveiðum sem lengst áfram. Aðaleigandi Hvals hf. Kristján Loftsson væri með öll vopn í hendi sér. Hvalveiðar mundu halda áfram í sumar eins og ekkert hefði í skorist og ekki ólíklegt að reglugerðin um hið aukna eftirlit, sem framkallað hafa viðbrögðin nú, að hún yrði afnumin og öflun frekari sönnunargagna um veiðarnar þar með stöðvuð. Kristján væri málaður sem fórnarlamb pólitískra ofsókna og fengi að öllum líkindum ferskan fimm ára kvóta í sárabætur. Allt að þúsund hvalir yrðu veiddir til viðbótar sem annars hefðu notið verndar. Stöngin inn Er ekki komið gott af þessari sögu? Einn maður hagnaðist verulega á hvalveiðihléinu við Ísland 1990. Hann heitir Kristján Loftsson. Bæturnar og fyrirgreiðslan sem hann hlaut að launum frá íslenska ríkinu gerðu hann að einum ríkasta manni landsins. Það er í krafti þess auðs sem hann getur tapað að minnsta kosti 300 milljónum króna að meðaltali á ári á hvalveiðiútgerð sinni. Nú þarf að gera þá skýlausu kröfu til MAST að þau beiti þeim úrræðum sem stofnunin að lögum og reglugerðum hefur til að refsa Hval hf í sumar um leið og fyrirtækið verður aftur uppvíst að því að kvelja hval sem mun því miður gerast í einni af allra fyrstu veiðiferðunum. Í framhaldinu þarf að fara í það að veita engin ný veiðileyfi og afnema lögin frá 1949 um hvalveiðar þannig að þessi mögnuðu dýr njóti til allrar framtíðar þeirrar verndar sem þau eiga skilið. Höfundur er dýravinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sigursteinn Másson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Daginn eftir að forsprakki Sea Shepherd samtakanna hafði ásamt félaga sínum sökkt tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn í nóvember 1986 spurði blaðamaður DV hann hvaða rétt hann hefði til að sökkva skipum þjóða sem hann teldi vera að brjóta lög. Svaraði hann því til að Íslendíngar væru að brjóta alþjóðalög jafnframt því sem þeir tröðkuðu á siðferðilegum lögum, hvalir væru ákaflega miklar vitsmunaverur svo dráp á þeim jafngilti morði. ,,Eina hliðstæðan við hvaladráp Íslendínga eru gyðingaofsóknir Hitlers,“ sagði forsprakkinn Paul Watson að nafni. Verr af stað farið... Þetta skemmdarverk bandarísku samtakanna stöðvaði ekki hvalveiðar við Ísland en þremur árum síðar var þrettán ára hlé gert á þeim vegna alþjóðlegs hvalveiðibanns. Þegar ég byrjaði að tala gegn hvalveiðum árið 2003, árið sem veiðarnar hófust að nýju, fann ég strax fyrir andúð sem ég hafði ekki kynnst áður á Íslandi. Sterkum tilfinningum frá fólki sem tengdi andstöðu við hvalveiðar því sem flokkað var sem hryðjuverk öfgasinnaðra dýraverndarsamtaka. Árin áður en hvalveiðibátunum var sökkt sýndu kannanir að stuðningur almennings á Íslandi við hvalveiðar fór minnkandi en þar á eftir var það nánast flokkað sem landráð að hafa efasemdir um hvaladrápin. Fram á annan áratug þessarar aldar sættu ég og sjálfboðaliðar mínir reglulega gagnrýni og stundum aðkasti frá Íslendíngum vegna þessarar sögu. Ég er nokkuð viss um að hefði Sea Shepherd sleppt hinu heimskulega skemmdarverki 1986 að hvalveiðunum hefði þá lokið 1990 fyrir fullt og allt og við værum ekki í þeirri stöðu sem við nú erum í. Aðgerðir samtakanna leiddu þannig mögulega til dauða þúsunda hvala til viðbótar í stað þess að verða þeim til verndar. Fer ekki saman hljóð og mynd Þetta rifja ég upp núna vegna viðbragðanna sem orðið hafa við eftirlitsskýrslu MAST sem birt var þann 8. maí sl. Baráttuaðferðir geta nefnilega skipt sköpum varðandi það hvort markmið nást eða klúðrast. Mér var mikið brugðið þegar ég sá útkomu skýrslu MAST eins og mörgum öðrum. Ég var mjög fylgjandi því að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti reglugerð um aukið eftirlit þann 11. ágúst á síðasta ári eftir vandaðan undirbúning frá því um vorið og trúði því að myndatökurnar af veiðunum mundu sanna að engin leið væri til að tryggja skjótan dauðdaga þessara risavöxnu dýra í hafinu. Niðurstaðan var mun verri en ég hafði búist við. Óásættanlegt að mati MAST og ekki í samæmi við markmið laga en veiðarnar samt lýstar löglegar. Mesta undrun mína vakti þó það að MAST skyldi ekki leggja til nein viðurlög við frekari brotum á dýravelferðarlögum. Það kemur nú í hlut matvælaráðherra að þrýsta á um slíkt á komandi vertíð sem verður að verða sú allra síðasta í sögunni. Að missa marks Það var við því að búast að kröfur kæmu fram um það að Hvalur hf yrði tafarlaust svipt veiðileyfi því sem fyrirtækið fékk árið 2018 og rennur út í lok árs. Dýraníðið sem fram kemur í skýrslunni og á þeirri kvikmyndaupptöku sem afhent var fjölmiðlum er þannig að það kallar eðlilega fram sterkar tilfinningar og reiði. Það væri hins vegar mikið hættuspil ef matvælaráðherra yrði að þessum kröfum og ekki þágu málstaðarins. Lögfræðingar bæði matvælaráðuneytis og MAST eru á því að slík afturköllun á leyfi mundi ekki standast lög, jafnvel vera brot á stjórnarskrá og varða við lög um ráðherraábyrgð. Mörg helstu hagsmunasamtök landsins s.s. Bændasamtökin, Samtök Sjávarútvegsfyrirtækja, Starfsgreinasambandið, ASÍ o. s .frv. mundu fylkja sér að baki Hval hf. Það fordæmi sem gefið væri með því að svipta veiði- og matvælaframleiðslufyrirtæki gildandi leyfi mundi vekja gríðarlega sterk og neikvæð viðbrögð. Sjálfsmark Þar með væri sá ráðherra sem ákvað hið aukna eftirlit og hefur gagnrýnt hvalveiðar hvað mest úr sögunni og einhver annar tæki við sem mundi mögulega vilja halda hvalveiðum sem lengst áfram. Aðaleigandi Hvals hf. Kristján Loftsson væri með öll vopn í hendi sér. Hvalveiðar mundu halda áfram í sumar eins og ekkert hefði í skorist og ekki ólíklegt að reglugerðin um hið aukna eftirlit, sem framkallað hafa viðbrögðin nú, að hún yrði afnumin og öflun frekari sönnunargagna um veiðarnar þar með stöðvuð. Kristján væri málaður sem fórnarlamb pólitískra ofsókna og fengi að öllum líkindum ferskan fimm ára kvóta í sárabætur. Allt að þúsund hvalir yrðu veiddir til viðbótar sem annars hefðu notið verndar. Stöngin inn Er ekki komið gott af þessari sögu? Einn maður hagnaðist verulega á hvalveiðihléinu við Ísland 1990. Hann heitir Kristján Loftsson. Bæturnar og fyrirgreiðslan sem hann hlaut að launum frá íslenska ríkinu gerðu hann að einum ríkasta manni landsins. Það er í krafti þess auðs sem hann getur tapað að minnsta kosti 300 milljónum króna að meðaltali á ári á hvalveiðiútgerð sinni. Nú þarf að gera þá skýlausu kröfu til MAST að þau beiti þeim úrræðum sem stofnunin að lögum og reglugerðum hefur til að refsa Hval hf í sumar um leið og fyrirtækið verður aftur uppvíst að því að kvelja hval sem mun því miður gerast í einni af allra fyrstu veiðiferðunum. Í framhaldinu þarf að fara í það að veita engin ný veiðileyfi og afnema lögin frá 1949 um hvalveiðar þannig að þessi mögnuðu dýr njóti til allrar framtíðar þeirrar verndar sem þau eiga skilið. Höfundur er dýravinur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar