Tónlistin tók stökk þegar honum varð sama um álit annarra Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. maí 2023 15:01 Biggi Maus hefur hafið sólóferilinn á nýjan leik. Kristín Anna Kristjánsdóttir. Tónlistarmaðurinn og sálfræðingurinn Birgir Örn Stefánsson, eða Biggi Maus, eins og hann er kallaður, byrjaði sólóferilinn uppá nýtt árið 2021 eftir að hafa gefið út tónlist undir öðrum listamannanöfnum frá árinu 2006. „Ég þorði eiginleg ekki að gera sólóplötur í lengri tíma og var að gefa út tónlist undir alls konar nöfnum eins og hljómsveitunum Króna og Bigital,“ upplýsir Biggi og segir ástæðuna vera ímyndaðan ótta um hvað aðrir myndu halda um hann. „Þegar maður er aðeins meira miðaldra verður manni fyrir alvöru sama um álit annarra,“ segir Biggi og hlær, en hann varð 47 ára í vikunni. Margir kannast við Birgi úr rokkhljómsveitinni Maus þar sem hann var og er söngvari og gítarleikari. Sveitin var stofnuð árið 1993 og fagnar því þrjátíu ára afmæli sínu í ár. Hljómsveitin ætlar af því tilefni koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra í júlí og gefa út plötu á Vínyl þegar nær dregur hausti. Segir alla eiga reynslu um andlegt ofbeldi Birgir gaf á dögunum út lagið Ekki vera að eyða mínum tíma sem er eins konar baráttusöngur þolenda andlegs ofbeldis. Lagið er unnið með Þorgils Gíslasyni, þekktur sem Toggi Nolem. „Tíminn er okkar mikilvægasta auðlind sem fólk er oft að reyna að troða sér inn á. Ég held að við erum öll bæði þolendur og gerendur andlegs ofbeldis að einnhverju og tel að við eigum öll slíka reynslu,“ segir Biggi. Hann nefnir dæmi um að gerendur noti skap og reiði mikið til að stjórna öðrum. „Svo átt þú að vera lauf í tilfinningavindi annarra,“ bætir hann við. Hann nýtur þess að vera á kafi í tónlistinni á nýjan leik. „Það er helvíti gaman að fá svörun að það fólk sé að hlusta. Ég held að ástæðan fyrir því að hlutirnir fóru að gerast sé meðal annars eftir að ég fór að gefa út undir Biggi Maus, og fór að leyfa mér að þora að gera tónlist aftur eins og ég gerði áður fyrr,“ segir Biggi að lokum. Tónlist Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Ég þorði eiginleg ekki að gera sólóplötur í lengri tíma og var að gefa út tónlist undir alls konar nöfnum eins og hljómsveitunum Króna og Bigital,“ upplýsir Biggi og segir ástæðuna vera ímyndaðan ótta um hvað aðrir myndu halda um hann. „Þegar maður er aðeins meira miðaldra verður manni fyrir alvöru sama um álit annarra,“ segir Biggi og hlær, en hann varð 47 ára í vikunni. Margir kannast við Birgi úr rokkhljómsveitinni Maus þar sem hann var og er söngvari og gítarleikari. Sveitin var stofnuð árið 1993 og fagnar því þrjátíu ára afmæli sínu í ár. Hljómsveitin ætlar af því tilefni koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra í júlí og gefa út plötu á Vínyl þegar nær dregur hausti. Segir alla eiga reynslu um andlegt ofbeldi Birgir gaf á dögunum út lagið Ekki vera að eyða mínum tíma sem er eins konar baráttusöngur þolenda andlegs ofbeldis. Lagið er unnið með Þorgils Gíslasyni, þekktur sem Toggi Nolem. „Tíminn er okkar mikilvægasta auðlind sem fólk er oft að reyna að troða sér inn á. Ég held að við erum öll bæði þolendur og gerendur andlegs ofbeldis að einnhverju og tel að við eigum öll slíka reynslu,“ segir Biggi. Hann nefnir dæmi um að gerendur noti skap og reiði mikið til að stjórna öðrum. „Svo átt þú að vera lauf í tilfinningavindi annarra,“ bætir hann við. Hann nýtur þess að vera á kafi í tónlistinni á nýjan leik. „Það er helvíti gaman að fá svörun að það fólk sé að hlusta. Ég held að ástæðan fyrir því að hlutirnir fóru að gerast sé meðal annars eftir að ég fór að gefa út undir Biggi Maus, og fór að leyfa mér að þora að gera tónlist aftur eins og ég gerði áður fyrr,“ segir Biggi að lokum.
Tónlist Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira