Forsætisráðherra Úkraínu segir að sækja verði stríðsglæpamenn til saka Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 17. maí 2023 20:59 Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, sagði tjónaskráningu Evrópuráðsins jákvætt fyrsta skref. Að lokum muni þurfa að stofna dómstól þar sem allir glæpamenn stríðsins verði sóttir til saka. Utanríkisráðuneytið Forsætisráðherra Úkraínu segir það mikilvægt fyrsta skref að Evrópuráðið hafi ákveðið í dag að hefja skipulega skráningu á því tjóni sem Rússar hafa valdið Úkraínu með innrás sinni í landið. Næsta skref sé að stofna bótasjóð og að lokum verði að sækja alla glæpamenn stríðsins til saka. Í yfirlýsingu leiðtogafundarins er auk þess tekið á almennum mannréttindum, réttindum minnihlutahópa, barna, kvenréttindum og réttinum til heilnæms umhverfis. Mikil eining var á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Hörpu. Honum lauk með því að samþykkt var yfirlýsing fundarins um ýmis mál. Þar ber hæst að Evrópuráðið ætlar að halda utan um það tjón og skrá niður sem Rússar hafa valdið með innrás sinni í Úkraínu. Tjónaskráning gott fyrsta skref Denys Leontiyovych Maliuska, dómsmálaráðherra Úkraínu, segir Úkraínumenn þegar byrjaða að skrásetja tjónið. Nú þegar hafi verið lagt hald á fjármuni margra óligarka og Rússa í landinu og byrjað væri að greiða skaðabætur til einstaklinga með þeim fjármunum. Það væri gott fyrsta skref að Evrópuráðið hefði ákveðið að hefja allsherjar skráningu á því tjóni sem Rússar hefðu valdið en það væri bara fyrsta skrefið. „Annað skrefið verður að stofna nefnd um skaðabætur sem mun taka fyrir kröfur ýmissa lögaðila og einstaklinga. Það fjallar um hvaða kröfur eru réttlætanlegar. Þriðja skrefið verður að stofna bótasjóð úr rússneskum eigum og dreifa til þeirra sem eiga við sárt að binda vegna stríðsins,“ segir Maliuska. Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, skrifar undir yfirlýsingu Leiðtogafundarins í dag. Fyrir aftan hann fylgjast með (frá vinstri) Denys Maliuska dómsmálaráðherra Úkraínu, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands, Marija Buric aðalritari Evrópuráðsins, Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.Vísir/Vilhelm „Við höfum staðið í þessum sporum áður“ Áður en fundurinn hófst í morgun áttu Katrín Jakobsdóttir og Olaf Scholz kanslari Þýskalands tvíhliða fund þar sem ýmis mál voru rædd. Að loknum þeirra fundi boðaði þýski kanslarinn til fréttamannafundar. „Við sameinumst um mannréttindi, réttarríkið og lýðræði sem liggur til grundvallar Evrópuráðinu. Verkefni okkar nú er afar skýrt,“ sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, um leiðtogafundinn í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ræddu sín á milli í dag. Katrín Jakobsdóttir opnaði leiðtogafundinn í morgun og ítrekaði mikilvægi þess að ríki Evrópu stæðu sameiginlega vörð um gildi Evrópuráðsins um réttarríkið, mannréttindi og lýðræði. „Við höfum áður staðið í þessum sporum og við vitum að þessi saga getur endað á ýmsa vegu. Vinna okkar á þessum fundi er afar mikilvæg, þ.e. að tryggja velsæld í Evrópu fyrir okkur öll til að tryggja að markmiðum ráðsins verði náð og vinna saman að nýju friðartímabili og aukinni virðingu í Evrópu og að halda á lofti sameiginlegum málstað Evrópu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í morgun. Það var ekki bara alvara á fundinum heldur líka grín og glens ef marka má þessa mynd af Katrínu Jakobsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.Vísir/Vilhelm Lettar taka við af Íslendingum Leiðtogafundinum og sex mánaða formennsku Íslands í Evrópuráðinu lauk síðan með blaðamannafundi hér í Hörpu en Lettland tekur nú við formennsku næstu sex mánuðina. Nú hafa 45 aðildarríki og áheyrnaraðilar aðleiðtogafundinum skrifaðundir aðild að skráningu ráðsins á þvítjóni sem Rússar hafa valdið. Sex ríki hafa hins vegar enn ekki skrifa ekki undir yfirlýsinguna en þaðeru Armenía, Aserbaísjan, Bosnía og Hersegóvína, Serbía og NATO ríkin Ungverjaland og Tyrkland. Á fréttamannafundinum í dag afhenti utanríkisráðherra afhenti lettneska kollega sínum Þórshamar að gjöf. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, færði Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, Þórshamar að gjöf.Vísir/Vilhelm „Hann er skorinn út af íslenska listamanninum Siggu á Grund og er byggður á upphaflegri hönnun Ásmundar Sveinssonar sem Ísland gaf Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1952,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þegar hún afhenti Þórshamarinn. Edgars Rinkēvičs utanríkisráðherra Lettlands hét því að Lettar myndu leggja sig fram um að standa sig eins vel í formennskuhlutverki Evrópuráðsins næstu sex mánuðina og Ísland hefði gert á síðustu sex mánuðum. „Ég er mjög ánægður með samkomulagið um tjónaskráningu vegna árásarstríðs Rússlands gegn Úkraínu. Nú er komið að framkvæmdarþættinum sem er jafnmikilvægur og undirbúningsþátturinn,“ sagði Edgars um næstu skref. Allir glæpamenn verði sóttir til saka Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, lýsti Leiðtogafundinum sem sögulegum atburði. Hann sagði tjónaskráninguna aðeins vera fyrsta skrefið, næst verði að stofna bótasjóð og að lokum verði stofnaður alþjóðlegur dómstóll þar sem öllum stríðsglæpamönnum verður refsað. Denis Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, lýsti Leiðtogafundinum sem sögulegum atburði.Vísir/Vilhelm „Sögulegur atburður átti sér stað í gær og í dag þar sem við tókum þátt í hringborðsumræðum og viðræðum. Við ræddum um meginreglur Evrópuráðsins, meginreglur réttarríkisins og meginreglur sem snúa að ábyrgð árásaraðilans. Einnig árásarstríð Rússa og hugsanlegra árása í framtíðinni,“ sagði Shmyhal í ræðu sinni. „Markmið okkar er að byggja upp nýtt hnattrænt öryggiskerfi sem tryggir að hugsanlegur árásaraðili viti að hann verði kallaður til ábyrgðar. Tjónaskráningin er fyrsta skrefið. Næsta skref er að stofna ráð og stofna bótasjóð,“ sagði hann. „Þegar upp er staðið verður settur á laggir alþjóðlegur dómstóll sem mun refsa öllum glæpamönnunum,“ sagði hann að lokum. Það var óvenjuleg sjón að sjá leyniskyttur ofan á Hörpu vegna fundarins.Vísir/Vilhelm Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Lettland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sendi forseta Lettlands leyndó í hamrinum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, afhenti forseta Lettlands, sem tekur við forsæti Evrópuráðsins, útskorinn fundarhamar á blaðamannafundi í Hörpu sem markaði lok leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag. 17. maí 2023 15:19 „Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. 17. maí 2023 13:16 Katrín sökuð um að flissa með fasistum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir móttöku sína á Girogiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Vel fór á með þeim á móttöku Leiðtogafundarins í Hörpu í gær og hefur Katrín verið sökuð um að vingast við fasista. 17. maí 2023 13:32 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Í yfirlýsingu leiðtogafundarins er auk þess tekið á almennum mannréttindum, réttindum minnihlutahópa, barna, kvenréttindum og réttinum til heilnæms umhverfis. Mikil eining var á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Hörpu. Honum lauk með því að samþykkt var yfirlýsing fundarins um ýmis mál. Þar ber hæst að Evrópuráðið ætlar að halda utan um það tjón og skrá niður sem Rússar hafa valdið með innrás sinni í Úkraínu. Tjónaskráning gott fyrsta skref Denys Leontiyovych Maliuska, dómsmálaráðherra Úkraínu, segir Úkraínumenn þegar byrjaða að skrásetja tjónið. Nú þegar hafi verið lagt hald á fjármuni margra óligarka og Rússa í landinu og byrjað væri að greiða skaðabætur til einstaklinga með þeim fjármunum. Það væri gott fyrsta skref að Evrópuráðið hefði ákveðið að hefja allsherjar skráningu á því tjóni sem Rússar hefðu valdið en það væri bara fyrsta skrefið. „Annað skrefið verður að stofna nefnd um skaðabætur sem mun taka fyrir kröfur ýmissa lögaðila og einstaklinga. Það fjallar um hvaða kröfur eru réttlætanlegar. Þriðja skrefið verður að stofna bótasjóð úr rússneskum eigum og dreifa til þeirra sem eiga við sárt að binda vegna stríðsins,“ segir Maliuska. Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, skrifar undir yfirlýsingu Leiðtogafundarins í dag. Fyrir aftan hann fylgjast með (frá vinstri) Denys Maliuska dómsmálaráðherra Úkraínu, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands, Marija Buric aðalritari Evrópuráðsins, Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.Vísir/Vilhelm „Við höfum staðið í þessum sporum áður“ Áður en fundurinn hófst í morgun áttu Katrín Jakobsdóttir og Olaf Scholz kanslari Þýskalands tvíhliða fund þar sem ýmis mál voru rædd. Að loknum þeirra fundi boðaði þýski kanslarinn til fréttamannafundar. „Við sameinumst um mannréttindi, réttarríkið og lýðræði sem liggur til grundvallar Evrópuráðinu. Verkefni okkar nú er afar skýrt,“ sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, um leiðtogafundinn í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ræddu sín á milli í dag. Katrín Jakobsdóttir opnaði leiðtogafundinn í morgun og ítrekaði mikilvægi þess að ríki Evrópu stæðu sameiginlega vörð um gildi Evrópuráðsins um réttarríkið, mannréttindi og lýðræði. „Við höfum áður staðið í þessum sporum og við vitum að þessi saga getur endað á ýmsa vegu. Vinna okkar á þessum fundi er afar mikilvæg, þ.e. að tryggja velsæld í Evrópu fyrir okkur öll til að tryggja að markmiðum ráðsins verði náð og vinna saman að nýju friðartímabili og aukinni virðingu í Evrópu og að halda á lofti sameiginlegum málstað Evrópu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í morgun. Það var ekki bara alvara á fundinum heldur líka grín og glens ef marka má þessa mynd af Katrínu Jakobsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.Vísir/Vilhelm Lettar taka við af Íslendingum Leiðtogafundinum og sex mánaða formennsku Íslands í Evrópuráðinu lauk síðan með blaðamannafundi hér í Hörpu en Lettland tekur nú við formennsku næstu sex mánuðina. Nú hafa 45 aðildarríki og áheyrnaraðilar aðleiðtogafundinum skrifaðundir aðild að skráningu ráðsins á þvítjóni sem Rússar hafa valdið. Sex ríki hafa hins vegar enn ekki skrifa ekki undir yfirlýsinguna en þaðeru Armenía, Aserbaísjan, Bosnía og Hersegóvína, Serbía og NATO ríkin Ungverjaland og Tyrkland. Á fréttamannafundinum í dag afhenti utanríkisráðherra afhenti lettneska kollega sínum Þórshamar að gjöf. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, færði Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, Þórshamar að gjöf.Vísir/Vilhelm „Hann er skorinn út af íslenska listamanninum Siggu á Grund og er byggður á upphaflegri hönnun Ásmundar Sveinssonar sem Ísland gaf Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1952,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þegar hún afhenti Þórshamarinn. Edgars Rinkēvičs utanríkisráðherra Lettlands hét því að Lettar myndu leggja sig fram um að standa sig eins vel í formennskuhlutverki Evrópuráðsins næstu sex mánuðina og Ísland hefði gert á síðustu sex mánuðum. „Ég er mjög ánægður með samkomulagið um tjónaskráningu vegna árásarstríðs Rússlands gegn Úkraínu. Nú er komið að framkvæmdarþættinum sem er jafnmikilvægur og undirbúningsþátturinn,“ sagði Edgars um næstu skref. Allir glæpamenn verði sóttir til saka Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, lýsti Leiðtogafundinum sem sögulegum atburði. Hann sagði tjónaskráninguna aðeins vera fyrsta skrefið, næst verði að stofna bótasjóð og að lokum verði stofnaður alþjóðlegur dómstóll þar sem öllum stríðsglæpamönnum verður refsað. Denis Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, lýsti Leiðtogafundinum sem sögulegum atburði.Vísir/Vilhelm „Sögulegur atburður átti sér stað í gær og í dag þar sem við tókum þátt í hringborðsumræðum og viðræðum. Við ræddum um meginreglur Evrópuráðsins, meginreglur réttarríkisins og meginreglur sem snúa að ábyrgð árásaraðilans. Einnig árásarstríð Rússa og hugsanlegra árása í framtíðinni,“ sagði Shmyhal í ræðu sinni. „Markmið okkar er að byggja upp nýtt hnattrænt öryggiskerfi sem tryggir að hugsanlegur árásaraðili viti að hann verði kallaður til ábyrgðar. Tjónaskráningin er fyrsta skrefið. Næsta skref er að stofna ráð og stofna bótasjóð,“ sagði hann. „Þegar upp er staðið verður settur á laggir alþjóðlegur dómstóll sem mun refsa öllum glæpamönnunum,“ sagði hann að lokum. Það var óvenjuleg sjón að sjá leyniskyttur ofan á Hörpu vegna fundarins.Vísir/Vilhelm
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Lettland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sendi forseta Lettlands leyndó í hamrinum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, afhenti forseta Lettlands, sem tekur við forsæti Evrópuráðsins, útskorinn fundarhamar á blaðamannafundi í Hörpu sem markaði lok leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag. 17. maí 2023 15:19 „Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. 17. maí 2023 13:16 Katrín sökuð um að flissa með fasistum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir móttöku sína á Girogiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Vel fór á með þeim á móttöku Leiðtogafundarins í Hörpu í gær og hefur Katrín verið sökuð um að vingast við fasista. 17. maí 2023 13:32 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Sendi forseta Lettlands leyndó í hamrinum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, afhenti forseta Lettlands, sem tekur við forsæti Evrópuráðsins, útskorinn fundarhamar á blaðamannafundi í Hörpu sem markaði lok leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag. 17. maí 2023 15:19
„Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. 17. maí 2023 13:16
Katrín sökuð um að flissa með fasistum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir móttöku sína á Girogiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Vel fór á með þeim á móttöku Leiðtogafundarins í Hörpu í gær og hefur Katrín verið sökuð um að vingast við fasista. 17. maí 2023 13:32
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði