DeSantis sagður lýsa yfir framboði á næstu dögum Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2023 09:00 DeSantis telur sig einan geta velt Joe Biden forseta úr sessi. AP/Rebecca Blackwell Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ætla að lýsa formlega yfir forsetaframboði í næstu viku. Hann sagði bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að hann væri sá eini sem gæti unnið í forvali Repúblikanaflokksins og í forsetakosningunum á næsta ári. Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar en hann hefur beðið átekta til þessa. Skoðanakannanir sýndu á tímabili að hann nyti ívið meiri stuðnings en Donald Trump, fyrrverandi forseti, sem lýsti yfir sínu framboði strax í haust. New York Times segir að DeSantis hafi sagt fjárhagslegum bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að það væru aðeins þeir Trump og Joe Biden sem ættu trúverðuga möguleika. „Ég held að af þessum þremur eigi tveir möguleika á að verða forseti, Biden og ég, á grundvelli allra gagna í lykilríkjunum sem er ekki frábært fyrir fyrrverandi forsetann og líklega óyfirstíganlegt vegna þess að fólk mun ekki skipta um skoðun á honum,“ sagði DeSantis á fjarfundi sem pólitísk aðgerðanefnd sem styður hann skipulagði. DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo afdráttarlaust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mótherja sinn. Fyrrverandi forsetinn hefur meðal annars uppnefnt hann Ron „skinhelga“ (e. DeSanctimonious) sem er útúrsnúningur á eftirnafni ríkisstjórans. Slagur við Disney og demókrata Nokkuð hefur fjarað undan DeSantis í samanburði við Trump í könnunum að undanförnu. Ríkisstjórinn hefur þó verið duglegur að koma sér í landsfréttirnar. Í fyrra vakti hann athygli og hneykslan þegar hann notaði skattfé til þess að láta flytja förufólk til lítillar sumardvalareyjar í Massachusetts til þess að koma höggi á demókrata sem hafa frjálslyndari skoðanir í innflytjendamálum en hann. Það gerði DeSantis þrátt fyrir að fátt sé um að förufólk taki fyrst land á Flórída, enda lét hann sækja fólkið til Texas áður en það var sent norðaustur á bóginn. Þá hefur DeSantis háð harða hildi við Disney-afþreyingarrisann sem er eitt umsvifamesta fyrirtækið í Flórída. Eftir að fyrirtækið tók undir gagnrýni á umdeild lög repúblikana sem bannar grunnskólakennurum að ræða kynhneigð eða kyngervi við nemendur hefur DeSantis sóst eftir að refsa fyrirtækinu með ýmsum leiðum. Disney tilkynnti starfsmönnum sínum í gær að fyrirtækið væri hætt um milljarðs dollara fjárfestingu í nokkurs konar starfsmannabæ í Flórída sem hefði hýst um tvö þúsund starfsmenn sem til stóð að flytja frá Kaliforníu. Yfirmaður skemmtigarðsmála hjá Disney vísaði til þess að „viðskiptaaðstæður“ hefðu breyst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Undir stjórn DeSantis hafa repúblikanar í Flórída einnig ráðist í ritskoðunarherferð í skólum. Stjórnendur skóla hafa sums staðar fjarlægt allar bækur af ótta við að vera sóttir til saka fyrir efni sem yfirvöldum finnst ekki við hæfi. Herferðin hefur leitt til þess að bækur um sögu þrælahalds og kynþáttafordóma í Bandaríkjunum og þær sem fjalla á einhvern hátt um kynhneigð eða kyngervi hafi verið látnar hverfa. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. 28. apríl 2023 15:21 Trump með 25 prósent forskot á DeSantis á landsvísu Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna. 28. mars 2023 08:16 Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. 25. maí 2022 15:08 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar en hann hefur beðið átekta til þessa. Skoðanakannanir sýndu á tímabili að hann nyti ívið meiri stuðnings en Donald Trump, fyrrverandi forseti, sem lýsti yfir sínu framboði strax í haust. New York Times segir að DeSantis hafi sagt fjárhagslegum bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að það væru aðeins þeir Trump og Joe Biden sem ættu trúverðuga möguleika. „Ég held að af þessum þremur eigi tveir möguleika á að verða forseti, Biden og ég, á grundvelli allra gagna í lykilríkjunum sem er ekki frábært fyrir fyrrverandi forsetann og líklega óyfirstíganlegt vegna þess að fólk mun ekki skipta um skoðun á honum,“ sagði DeSantis á fjarfundi sem pólitísk aðgerðanefnd sem styður hann skipulagði. DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo afdráttarlaust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mótherja sinn. Fyrrverandi forsetinn hefur meðal annars uppnefnt hann Ron „skinhelga“ (e. DeSanctimonious) sem er útúrsnúningur á eftirnafni ríkisstjórans. Slagur við Disney og demókrata Nokkuð hefur fjarað undan DeSantis í samanburði við Trump í könnunum að undanförnu. Ríkisstjórinn hefur þó verið duglegur að koma sér í landsfréttirnar. Í fyrra vakti hann athygli og hneykslan þegar hann notaði skattfé til þess að láta flytja förufólk til lítillar sumardvalareyjar í Massachusetts til þess að koma höggi á demókrata sem hafa frjálslyndari skoðanir í innflytjendamálum en hann. Það gerði DeSantis þrátt fyrir að fátt sé um að förufólk taki fyrst land á Flórída, enda lét hann sækja fólkið til Texas áður en það var sent norðaustur á bóginn. Þá hefur DeSantis háð harða hildi við Disney-afþreyingarrisann sem er eitt umsvifamesta fyrirtækið í Flórída. Eftir að fyrirtækið tók undir gagnrýni á umdeild lög repúblikana sem bannar grunnskólakennurum að ræða kynhneigð eða kyngervi við nemendur hefur DeSantis sóst eftir að refsa fyrirtækinu með ýmsum leiðum. Disney tilkynnti starfsmönnum sínum í gær að fyrirtækið væri hætt um milljarðs dollara fjárfestingu í nokkurs konar starfsmannabæ í Flórída sem hefði hýst um tvö þúsund starfsmenn sem til stóð að flytja frá Kaliforníu. Yfirmaður skemmtigarðsmála hjá Disney vísaði til þess að „viðskiptaaðstæður“ hefðu breyst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Undir stjórn DeSantis hafa repúblikanar í Flórída einnig ráðist í ritskoðunarherferð í skólum. Stjórnendur skóla hafa sums staðar fjarlægt allar bækur af ótta við að vera sóttir til saka fyrir efni sem yfirvöldum finnst ekki við hæfi. Herferðin hefur leitt til þess að bækur um sögu þrælahalds og kynþáttafordóma í Bandaríkjunum og þær sem fjalla á einhvern hátt um kynhneigð eða kyngervi hafi verið látnar hverfa.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. 28. apríl 2023 15:21 Trump með 25 prósent forskot á DeSantis á landsvísu Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna. 28. mars 2023 08:16 Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. 25. maí 2022 15:08 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. 28. apríl 2023 15:21
Trump með 25 prósent forskot á DeSantis á landsvísu Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna. 28. mars 2023 08:16
Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. 25. maí 2022 15:08