„Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. maí 2023 22:32 Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar atvikið. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur. Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu en vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 14 í gær, fimmtudag. Enn sitja farþegarnir fastir, tugum klukkutíma síðar. „Þetta er búið að vera ansi krefjandi, óþolandi, ef eitthvað skal sagt látið. Þessir dagar hafa verið ansi langir. Icelandair vilja ekki endurgreiða þar sem fluginu hefur formlega ekki verið aflýst,“ segir Evan Cannell við Breska ríkisútvarpið. Hann og kærasta hans búa aðeins í tuttugu mínútna fjarlægð frá flugvellinum en hafa ekki getað farið heim vegna óvissunnar. Aðrir farþegar taka í sama streng og segjast vera „bugaðir“ eftir þessa „skelfilegu upplifun“. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við fréttastofu að bilun hafi valdið seinkuninni. Varahlutur hafi verið sendur af stað sem svo reyndist rangur og loks hafi verið tekin ákvörðun um að senda aðra vél sem brátt flytur farþegana til Íslands. Ráðgert er að hún fari í loftið klukkan 23:50 í kvöld. „Það er þannig að allur þessi tími sem það tók, að kalla eftir varahlutnum, koma honum af stað og svo komast að því að hann reynist rangur. Þannig að því miður þá tók þetta mun lengri tíma en við viljum. Þetta eru mannleg mistök og við biðjumst afsökunar á því við farþega. Við viljum alls ekki að töf reynist svona löng,“ segir Guðni. Icelandair Fréttir af flugi Bretland Skotland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu en vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 14 í gær, fimmtudag. Enn sitja farþegarnir fastir, tugum klukkutíma síðar. „Þetta er búið að vera ansi krefjandi, óþolandi, ef eitthvað skal sagt látið. Þessir dagar hafa verið ansi langir. Icelandair vilja ekki endurgreiða þar sem fluginu hefur formlega ekki verið aflýst,“ segir Evan Cannell við Breska ríkisútvarpið. Hann og kærasta hans búa aðeins í tuttugu mínútna fjarlægð frá flugvellinum en hafa ekki getað farið heim vegna óvissunnar. Aðrir farþegar taka í sama streng og segjast vera „bugaðir“ eftir þessa „skelfilegu upplifun“. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við fréttastofu að bilun hafi valdið seinkuninni. Varahlutur hafi verið sendur af stað sem svo reyndist rangur og loks hafi verið tekin ákvörðun um að senda aðra vél sem brátt flytur farþegana til Íslands. Ráðgert er að hún fari í loftið klukkan 23:50 í kvöld. „Það er þannig að allur þessi tími sem það tók, að kalla eftir varahlutnum, koma honum af stað og svo komast að því að hann reynist rangur. Þannig að því miður þá tók þetta mun lengri tíma en við viljum. Þetta eru mannleg mistök og við biðjumst afsökunar á því við farþega. Við viljum alls ekki að töf reynist svona löng,“ segir Guðni.
Icelandair Fréttir af flugi Bretland Skotland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira