Feginn að vera laus við nikótínið Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. maí 2023 19:01 Í samtali við greinarhöfund segir Arnar að á hans yngri árum hafi margir í kringum hann notað nikótínpúða. Sjálfur notaði hann þá í 20 ár. Getty/Han Myung-Gu „Hefði ég staðið mig betur án snus? Ég held það,“ segir Arnar Þór Viðarsson fyrrum landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu og vísar þar í notkun á nikótínpúðum. Í grein sem birtist á hollenska sporvefnum Sporza nú á dögunum ræðir Arnar Þór um notkun á nikótínpúðum en sjálfur notaði hann nikótínpúða í 20 ár og segist mæla eindregið gegn því Arnar segist einnig hafa orðið var við að leikmenn sem hann þjálfaði á sínum tíma væru að nota nikótínpúða, þó svo að notkunin hafi ekki alltaf verið áberandi. Í samtali við greinarhöfund segir Arnar að á hans yngri árum hafi margir í kringum hann notað nikótínpúða. „Þetta var eins og reykingar í Belgíu, þetta var eitthvað sem var mjög algengt. Í knattspyrnunni var jafnvel algengara að menn notuðu þetta frekar en ekki. Ég er ekki hissa að notkun á nikótínpúðum hafi breiðst út til annarra landa í Evrópu. Þetta er notað hjá mörgum liðum.“ Arnar bendir á að íþróttamenn í fremstu röð þurfi oftar en ekki að færa miklar fórnir og gefa hinar og þessar nautnir upp á bátinn. Það sé erfitt að lifa algjöru meinlætalífi, og nikótínpúðar verði þar af leiðandi sakbitin sæla („guilty pleasure“). Arnar hætti sjálfur að nota nikótínpúða fyrir átta árum. Hann segir nikótínpúðana hafa veitt sér slökunartilfinningu, rétt eins og reykingafólk finni þegar það reyki sígarettur. Hann bendir jafnframt á að nikótínið gefi líkamanum gífurlegt „sjokk“. „Ég er feginn að vera laus við þetta, vegna þess að þetta er mjög ávanabindandi.“ Hættan felst í fíkninni Greinarhöfundur ræðir einnig við Jan Tytga teiturefnafræðing sem segir nikótínpúða hafa áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan. Líkamlega finni fólk fyrir auknum hjartslætti, hraðari öndun og blóðþrýstingi, og á sama tími upplifi það vellíðan og aukna einbeitingu. Það sé því skiljanlegt að knattspyrnumenn sæki í að nota nikótínpúða. „Frásog efnisins er mjög skilvirkt vegna fjölda æða í tungu og neðri vör. Þannig að ef þú notar það í hvíld þá er hægt að njóta áhrifanna í 45 mínútur á eftir.“ Hann bendir á að nikótínpúðar séu ekki jafn skaðlegir og reykingar en hættan sem fylgi notkuninni sé sú hversu ávanabindandi þeir eru. „Mín skilaboð eru þau að fólk ætti að halda sig frá þeim.“ Fótbolti Heilsa Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Í grein sem birtist á hollenska sporvefnum Sporza nú á dögunum ræðir Arnar Þór um notkun á nikótínpúðum en sjálfur notaði hann nikótínpúða í 20 ár og segist mæla eindregið gegn því Arnar segist einnig hafa orðið var við að leikmenn sem hann þjálfaði á sínum tíma væru að nota nikótínpúða, þó svo að notkunin hafi ekki alltaf verið áberandi. Í samtali við greinarhöfund segir Arnar að á hans yngri árum hafi margir í kringum hann notað nikótínpúða. „Þetta var eins og reykingar í Belgíu, þetta var eitthvað sem var mjög algengt. Í knattspyrnunni var jafnvel algengara að menn notuðu þetta frekar en ekki. Ég er ekki hissa að notkun á nikótínpúðum hafi breiðst út til annarra landa í Evrópu. Þetta er notað hjá mörgum liðum.“ Arnar bendir á að íþróttamenn í fremstu röð þurfi oftar en ekki að færa miklar fórnir og gefa hinar og þessar nautnir upp á bátinn. Það sé erfitt að lifa algjöru meinlætalífi, og nikótínpúðar verði þar af leiðandi sakbitin sæla („guilty pleasure“). Arnar hætti sjálfur að nota nikótínpúða fyrir átta árum. Hann segir nikótínpúðana hafa veitt sér slökunartilfinningu, rétt eins og reykingafólk finni þegar það reyki sígarettur. Hann bendir jafnframt á að nikótínið gefi líkamanum gífurlegt „sjokk“. „Ég er feginn að vera laus við þetta, vegna þess að þetta er mjög ávanabindandi.“ Hættan felst í fíkninni Greinarhöfundur ræðir einnig við Jan Tytga teiturefnafræðing sem segir nikótínpúða hafa áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan. Líkamlega finni fólk fyrir auknum hjartslætti, hraðari öndun og blóðþrýstingi, og á sama tími upplifi það vellíðan og aukna einbeitingu. Það sé því skiljanlegt að knattspyrnumenn sæki í að nota nikótínpúða. „Frásog efnisins er mjög skilvirkt vegna fjölda æða í tungu og neðri vör. Þannig að ef þú notar það í hvíld þá er hægt að njóta áhrifanna í 45 mínútur á eftir.“ Hann bendir á að nikótínpúðar séu ekki jafn skaðlegir og reykingar en hættan sem fylgi notkuninni sé sú hversu ávanabindandi þeir eru. „Mín skilaboð eru þau að fólk ætti að halda sig frá þeim.“
Fótbolti Heilsa Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira