Hart barist um flugvöllinn í Kartúm Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2023 14:59 Reykur yfir Kartúm fyrr í mánuðinum. Getty/Ahmed Satti Harðir bardagar geisa í Kartúm, höfuðborg Súdans, þar sem sveitir valdamikils vopnahóps sem kallast RSF reyna að sækja að helsta flugvelli hersins í borginni. Flugvöllurinn hefur verið notaður til loftárása á sveitir RSF, sem hafa engan flugher. Herinn má því ekki við því að missa flugvöllinn, þar sem flugherinn er hans helsta vopn gegn sveitum RSF. Í frétt BBC segir að bardaginn um flugvöllinn hafi staðið yfir í nokkra daga en umfang hans hafi aukist mjög. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur. Þar voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. Dagalo hefur síðan þá byggt sveitirnar upp frekar og hafa þær meðal annars komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Sveitirnar eru skipaðar af um hundrað þúsund mönnum. Átök brutust út í síðasta mánuði á milli súdanska hersins og RSF, eða Rapid Support Forces. Í aðdraganda átakanna hafði mikil spenna myndast milli hersins, sem leiddur er af herforingjanum Abdel Fattah al-Burhan, og RSF, sem leiddur er af Mohamed Hamdan Dagalo. Herforingjarnir tveir tóku höndum saman í október 2021 og tóku völdin í Súdan. Síðan þá hafa þeir deilt völdum en þegar kom að því að innleiða RSF inn í súdanska herinn deildu þeir mikið. Það hefur að hluta til verið rakið til þess að Dagalo var mótfallinn því að sveitir hans yrðu færðar undir stjórn al-Burhan, það sem það gerði þann fyrrnefnda svo gott sem valdalausan. Síðan átökin hófust hafa fylkingarnar margsinnis samið um vopnahlé en þau hafa fallið nánast um leið og þau hafa tekið gildi. Nýtt sjö daga vopnahlé á að taka gildi á morgun en yfirvöld í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu miðluðu milli fylkinga í viðræðum um þetta nýjasta vopnahlé. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja óljóst hvort herforingjarnir hafi yfir höfuð vilja og/eða tök á því að koma á friði. Báðir hafa sagst ætla að berjast til sigurs. Frá því átökin hófust hafa minnst 1,1 milljón manna þurft að flýja heimili sín. Þeir sem eftir eru í Kartúm þurfa að kljást við skort á nauðsynjum og umfangsmiklar gripdeildir. Súdan Tengdar fréttir Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. 1. maí 2023 11:33 Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða 30. apríl 2023 23:41 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Herinn má því ekki við því að missa flugvöllinn, þar sem flugherinn er hans helsta vopn gegn sveitum RSF. Í frétt BBC segir að bardaginn um flugvöllinn hafi staðið yfir í nokkra daga en umfang hans hafi aukist mjög. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur. Þar voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. Dagalo hefur síðan þá byggt sveitirnar upp frekar og hafa þær meðal annars komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Sveitirnar eru skipaðar af um hundrað þúsund mönnum. Átök brutust út í síðasta mánuði á milli súdanska hersins og RSF, eða Rapid Support Forces. Í aðdraganda átakanna hafði mikil spenna myndast milli hersins, sem leiddur er af herforingjanum Abdel Fattah al-Burhan, og RSF, sem leiddur er af Mohamed Hamdan Dagalo. Herforingjarnir tveir tóku höndum saman í október 2021 og tóku völdin í Súdan. Síðan þá hafa þeir deilt völdum en þegar kom að því að innleiða RSF inn í súdanska herinn deildu þeir mikið. Það hefur að hluta til verið rakið til þess að Dagalo var mótfallinn því að sveitir hans yrðu færðar undir stjórn al-Burhan, það sem það gerði þann fyrrnefnda svo gott sem valdalausan. Síðan átökin hófust hafa fylkingarnar margsinnis samið um vopnahlé en þau hafa fallið nánast um leið og þau hafa tekið gildi. Nýtt sjö daga vopnahlé á að taka gildi á morgun en yfirvöld í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu miðluðu milli fylkinga í viðræðum um þetta nýjasta vopnahlé. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja óljóst hvort herforingjarnir hafi yfir höfuð vilja og/eða tök á því að koma á friði. Báðir hafa sagst ætla að berjast til sigurs. Frá því átökin hófust hafa minnst 1,1 milljón manna þurft að flýja heimili sín. Þeir sem eftir eru í Kartúm þurfa að kljást við skort á nauðsynjum og umfangsmiklar gripdeildir.
Súdan Tengdar fréttir Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. 1. maí 2023 11:33 Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða 30. apríl 2023 23:41 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. 1. maí 2023 11:33
Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða 30. apríl 2023 23:41
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent