„Auðvitað ætlum við að vera með í þessari titilbaráttu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. maí 2023 19:31 Gísli Eyjólfsson átti góðan leik fyrir Blika í dag. Vísir/Hulda Margrét Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, átti góðan dag er liðið vann 2-0 sigur gegn KA í Bestu-deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í dag. Gísli fiskaði vítaspyrnu og skoraði glæsilegt mark fyrir Íslandsmeistarana. „Þetta var fínasti dagur. Mér fannst við bara allt liðið ótrúlega flott í dag. Við vorum samstilltir og þéttir og allir að hjálpa hver öðrum. Þegar allir eru í þessum gír þá auðvitað gengur þetta upp,“ sagði Gísli að leik loknum. Gísli skoraði seinna mark Mreiðabliks í dag þegar hann fékk boltann á miðjum velli, klobbaði einn og smellti boltanum svo í slána og inn af löngu færi. „Ég á þetta í vopnabúrinu, en það er orðið svolítið langt síðan ég hef tekið þennan,“ bætti Gísli við. Eftir nokkuð erfiða byrjun á tímabilinu virðast Blikarnir vera búnir að finna taktinn og liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð. Gísli segir það gott veganesti inn í næsta leik liðsins gegn Val og komandi átök í toppbaráttunni. „Auðvitað ætlum við að vera með í þessari titilbaráttu. Við byrjuðum kannski með einhvern skjálfta í okkur sem var kannski ólíkt okkur. En mér finnst frammistaðan búin að vera stigvaxandi og svo erum við núna búnir að halda hreinu held ég tvo leiki í röð. Þannig að við erum líka að fá færri mörk á okkur sem skiptir virkilega miklu máli,“ sagði Gísli að lokum. Besta deild karla Breiðablik KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik-KA 2-0 | Meistararnir kláruðu dæmið í seinni hálfleik Ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti KA í uppgjöri tveggja efstu liða seinasta tímabils í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. 21. maí 2023 18:55 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
„Þetta var fínasti dagur. Mér fannst við bara allt liðið ótrúlega flott í dag. Við vorum samstilltir og þéttir og allir að hjálpa hver öðrum. Þegar allir eru í þessum gír þá auðvitað gengur þetta upp,“ sagði Gísli að leik loknum. Gísli skoraði seinna mark Mreiðabliks í dag þegar hann fékk boltann á miðjum velli, klobbaði einn og smellti boltanum svo í slána og inn af löngu færi. „Ég á þetta í vopnabúrinu, en það er orðið svolítið langt síðan ég hef tekið þennan,“ bætti Gísli við. Eftir nokkuð erfiða byrjun á tímabilinu virðast Blikarnir vera búnir að finna taktinn og liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð. Gísli segir það gott veganesti inn í næsta leik liðsins gegn Val og komandi átök í toppbaráttunni. „Auðvitað ætlum við að vera með í þessari titilbaráttu. Við byrjuðum kannski með einhvern skjálfta í okkur sem var kannski ólíkt okkur. En mér finnst frammistaðan búin að vera stigvaxandi og svo erum við núna búnir að halda hreinu held ég tvo leiki í röð. Þannig að við erum líka að fá færri mörk á okkur sem skiptir virkilega miklu máli,“ sagði Gísli að lokum.
Besta deild karla Breiðablik KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik-KA 2-0 | Meistararnir kláruðu dæmið í seinni hálfleik Ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti KA í uppgjöri tveggja efstu liða seinasta tímabils í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. 21. maí 2023 18:55 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik-KA 2-0 | Meistararnir kláruðu dæmið í seinni hálfleik Ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti KA í uppgjöri tveggja efstu liða seinasta tímabils í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. 21. maí 2023 18:55