Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Máni Snær Þorláksson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 22. maí 2023 20:03 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur sambandsins og BSRB í dag bar ekki árangur. Vísir/Arnar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. „Aðilar hafa ekki náð saman þarna um ákveðin atriði sem er alvarlegt,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við fréttastofu. Sambandið lagði fram tilboð síðastliðinn föstudag og vonaðist eftir því að það myndi brúa bilið sem er á milli samninganefndanna. „Við höfum ekki fengið jákvæð svör við því en vonumst eftir því að við finnum á þessu lausn.“ Rætt var við Heiðu í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Hafna því að um jafnréttismál sé að ræða BSRB vill meina að sveitarfélögin séu að brjóta jafnréttislög með því að veita félagsmönnum BSRB ekki sömu kjör og aðrir í sömu störfum á sama vinnustað eru að fá. Heiða segir sambandið ekki vera á sömu blaðsíðu þegar kemur að þessu, það geti ekki tekið undir þennan málflutning. „Við í rauninni höfnum því að þetta sé jafnréttismál en ef þau telja það þá höfum við hvatt þau til að fara með það fyrir dómstóla. Ef það reynist rétt hjá þeim þá auðvitað myndum við efna það sem dómstólar myndu komast að.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vakti athygli á því í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það að fara með málið fyrir dómstóla myndi taka tíma: „Dómstólaleiðin myndi taka eitt til tvö ár og okkar félagsfólk hefur einfaldlega valið að knýja fram sínar kröfur með aðgerðum.“ „Búin að bjóða núna mjög góð kjör“ Heiða Björg segir að BSRB hafi beðið sambandið um að taka upp gamlan samning og endursemja um hann. „Það er ekki gert í kjaraviðræðum. Við höfum gildan samning og efndum hann og nú tekur við nýr samningur, við semjum við um sextíu aðila og hver og einn samningur er sjálfstæður. Auðvitað bara tökum við það alvarlega að reyna að ná sátt og góðum kjörum og starfsaðstæðum fyrir okkar mikilvæga fólk.“ Sem fyrr segir lagði sambandið fram tilboð fyrir helgi sem BSRB hefur ekki samþykkt. Heiða segir sambandið hafa boðið stéttarfélaginu kjör sem séu „mjög góð“ að þeirra mati. „Við erum búin að bjóða núna mjög góð kjör, að okkur finnst, sambærileg við önnur störf. Samband íslenskra sveitarfélaga leggur fyrst og fremst áherslu á það að sambærileg störf séu með sambærileg laun. Við erum búin að semja núna við Eflingu, gerðum það í síðustu viku, við erum búin að semja við BHM og við erum í samtali við Starfsgreinasambandið. Það gengur almennt vel og við þurfum bara að ná þessu í höfn með BSRB.“ Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57 Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
„Aðilar hafa ekki náð saman þarna um ákveðin atriði sem er alvarlegt,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við fréttastofu. Sambandið lagði fram tilboð síðastliðinn föstudag og vonaðist eftir því að það myndi brúa bilið sem er á milli samninganefndanna. „Við höfum ekki fengið jákvæð svör við því en vonumst eftir því að við finnum á þessu lausn.“ Rætt var við Heiðu í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Hafna því að um jafnréttismál sé að ræða BSRB vill meina að sveitarfélögin séu að brjóta jafnréttislög með því að veita félagsmönnum BSRB ekki sömu kjör og aðrir í sömu störfum á sama vinnustað eru að fá. Heiða segir sambandið ekki vera á sömu blaðsíðu þegar kemur að þessu, það geti ekki tekið undir þennan málflutning. „Við í rauninni höfnum því að þetta sé jafnréttismál en ef þau telja það þá höfum við hvatt þau til að fara með það fyrir dómstóla. Ef það reynist rétt hjá þeim þá auðvitað myndum við efna það sem dómstólar myndu komast að.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vakti athygli á því í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það að fara með málið fyrir dómstóla myndi taka tíma: „Dómstólaleiðin myndi taka eitt til tvö ár og okkar félagsfólk hefur einfaldlega valið að knýja fram sínar kröfur með aðgerðum.“ „Búin að bjóða núna mjög góð kjör“ Heiða Björg segir að BSRB hafi beðið sambandið um að taka upp gamlan samning og endursemja um hann. „Það er ekki gert í kjaraviðræðum. Við höfum gildan samning og efndum hann og nú tekur við nýr samningur, við semjum við um sextíu aðila og hver og einn samningur er sjálfstæður. Auðvitað bara tökum við það alvarlega að reyna að ná sátt og góðum kjörum og starfsaðstæðum fyrir okkar mikilvæga fólk.“ Sem fyrr segir lagði sambandið fram tilboð fyrir helgi sem BSRB hefur ekki samþykkt. Heiða segir sambandið hafa boðið stéttarfélaginu kjör sem séu „mjög góð“ að þeirra mati. „Við erum búin að bjóða núna mjög góð kjör, að okkur finnst, sambærileg við önnur störf. Samband íslenskra sveitarfélaga leggur fyrst og fremst áherslu á það að sambærileg störf séu með sambærileg laun. Við erum búin að semja núna við Eflingu, gerðum það í síðustu viku, við erum búin að semja við BHM og við erum í samtali við Starfsgreinasambandið. Það gengur almennt vel og við þurfum bara að ná þessu í höfn með BSRB.“
Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57 Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57
Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52