Afkoma launafólks versnar og versnar Stefán Ólafsson skrifar 23. maí 2023 08:31 Verðbólga er mjög áhrifarík leið til að rýra kaupmátt launafólks, einkum þegar kjarasamningar eru án nokkurra verðtrygginga, eins og nú er. Vaxtahækkanir Seðlabankans eru líka til þess fallnar að draga niður kaupmátt almennings, sérstaklega þeirra sem skulda mest, sem alla jafna eru þeir tekjulægri og þeir sem yngri eru. Verðbólga og vaxtahækkanir hafa þannig mikil áhrif á afkomu almennings. Í kjölfar lífskjarasamninganna 2019 batnaði kaupmáttur launafólks til ársins 2021. Á sama tíma lækkuðu vextir seðlabankans. Það bætti afkomuna líka hjá þeim sem skulda, sem er þorri launafólks. Eftir að verðhækkanir fyrirtækja tóku að aukast á seinni hluta ársins 2021 - og þó mest á árinu 2022 og inn á 2023 - þyngdist afkoman hjá launafólki. Erfiðara varð að ná endum saman. Á sama tíma hefur hagnaður fyrirtækja aukist upp í methæðir. Myndin hér að neðan sýnir hvernig afkoma heimila var að léttast eftir endurreisnina í kjölfar hrunsins, einkum frá 2014 til 2021. Hlutfall heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman fór lækkandi og varð lægst árið 2021. Síðan þá hefur vandinn stóraukist. Hlutfall þeirra sem áttu erfitt með að ná endum saman fór úr um 25% árið 2021 upp í um 43% á fyrri hluta árs 2023 (rauðu súlurnar á myndinni). Staða láglaunafólks hefur versnað mun meira en þetta. Kjarasamningar og aðgerðir stjórnvalda sl. vetur dugðu hvergi nærri til að verja kaupmáttinn. Breytingin hefur verið gríðarlega ör frá 2021. Raunar er stígandinn í afkomuvanda heimilanna nálægt því sem varð í kjölfar fjármálahrunsins 2008, eins og myndin sýnir. Erfiðleikarnir hafa þó ekki enn náð sömu hæðum og varð í kjölfar hrunsins, en stefna í þá átt að óbreyttu. Eftir hrunið beittu stjórnvöld sér af mun meiri þunga gegn áhrifum erfiðleikanna á afkomu lægri tekjuhópa og eignaminna fólks en nú hefur verið gert. Mildandi aðgerðir fyrir lágtekjuhópana í desember síðastliðnum, sem stjórnvöld guma mikið af, voru lítið annað en hluti af lagfæringum sem hefði átt að vera búið að gera árlega vegna verðbreytinga og launaþróunar, til að viðhalda vægi velferðarkerfisins. Hækkun barnabóta nú dugði t.d. hvergi nærri til að halda verðgildi þeirra sem hafði verið fyrir kjarasamningana 2019. Nú rýrnar verðgildi bótanna frá mánuði til mánaðar. Að kalla slíkt fúsk kjarabætur, eins og ríkisstjórnin hefur gert, er vægast sagt blekkjandi. Þörfin fyrir alvöru mótvægisaðgerðir til varnar tekjulægri og eignaminni heimilum er því augljóslega mun meiri nú en verið hefur. Einnig þarf að byggja meira, en hár vaxtakostnaður er nú að draga verulega úr nýbyggingum íbúða. Verkalýðshreyfingin þarf að sameinast um alvöru kröfur á stjórnvöld um að breyta kerfum húsnæðisstuðnings og barnabóta og bæta stuðninginn svo um munar. Langtíma hnignun þessara kerfa þarf að snúa við. Tími sýndar-lagfæringa er liðinn. Vandi láglaunafólks magnast frá mánuði til mánaðar. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Skýringar: Gögn Hagstofunnar um erfiðleika við að ná endum saman ná einungis til 2021. Gögn Gallup eru hér notuð fyrir tímabilið frá 2021 til janúar-febrúar 2023 (rauðu súlurnar á myndinni), en spurt er um efnið að mestu á svipaðan hátt hjá Gallup. Gögn Gallup sýna þó heldur hærra hlutfall almennings í erfiðleikum en Hagstofan, einkum fyrst eftir 2008. Gögn Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem einnig ná yfir tímabilið 2021 til 2023 virðast vera í ágætu samræmi við gögn Gallup, þó þau nái einungis til launafólks innan ASÍ og BSRB. Þau sýna mjög sambærilega aukningu erfiðleika við að ná endum saman síðan 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaramál Fjármál heimilisins Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Verðbólga er mjög áhrifarík leið til að rýra kaupmátt launafólks, einkum þegar kjarasamningar eru án nokkurra verðtrygginga, eins og nú er. Vaxtahækkanir Seðlabankans eru líka til þess fallnar að draga niður kaupmátt almennings, sérstaklega þeirra sem skulda mest, sem alla jafna eru þeir tekjulægri og þeir sem yngri eru. Verðbólga og vaxtahækkanir hafa þannig mikil áhrif á afkomu almennings. Í kjölfar lífskjarasamninganna 2019 batnaði kaupmáttur launafólks til ársins 2021. Á sama tíma lækkuðu vextir seðlabankans. Það bætti afkomuna líka hjá þeim sem skulda, sem er þorri launafólks. Eftir að verðhækkanir fyrirtækja tóku að aukast á seinni hluta ársins 2021 - og þó mest á árinu 2022 og inn á 2023 - þyngdist afkoman hjá launafólki. Erfiðara varð að ná endum saman. Á sama tíma hefur hagnaður fyrirtækja aukist upp í methæðir. Myndin hér að neðan sýnir hvernig afkoma heimila var að léttast eftir endurreisnina í kjölfar hrunsins, einkum frá 2014 til 2021. Hlutfall heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman fór lækkandi og varð lægst árið 2021. Síðan þá hefur vandinn stóraukist. Hlutfall þeirra sem áttu erfitt með að ná endum saman fór úr um 25% árið 2021 upp í um 43% á fyrri hluta árs 2023 (rauðu súlurnar á myndinni). Staða láglaunafólks hefur versnað mun meira en þetta. Kjarasamningar og aðgerðir stjórnvalda sl. vetur dugðu hvergi nærri til að verja kaupmáttinn. Breytingin hefur verið gríðarlega ör frá 2021. Raunar er stígandinn í afkomuvanda heimilanna nálægt því sem varð í kjölfar fjármálahrunsins 2008, eins og myndin sýnir. Erfiðleikarnir hafa þó ekki enn náð sömu hæðum og varð í kjölfar hrunsins, en stefna í þá átt að óbreyttu. Eftir hrunið beittu stjórnvöld sér af mun meiri þunga gegn áhrifum erfiðleikanna á afkomu lægri tekjuhópa og eignaminna fólks en nú hefur verið gert. Mildandi aðgerðir fyrir lágtekjuhópana í desember síðastliðnum, sem stjórnvöld guma mikið af, voru lítið annað en hluti af lagfæringum sem hefði átt að vera búið að gera árlega vegna verðbreytinga og launaþróunar, til að viðhalda vægi velferðarkerfisins. Hækkun barnabóta nú dugði t.d. hvergi nærri til að halda verðgildi þeirra sem hafði verið fyrir kjarasamningana 2019. Nú rýrnar verðgildi bótanna frá mánuði til mánaðar. Að kalla slíkt fúsk kjarabætur, eins og ríkisstjórnin hefur gert, er vægast sagt blekkjandi. Þörfin fyrir alvöru mótvægisaðgerðir til varnar tekjulægri og eignaminni heimilum er því augljóslega mun meiri nú en verið hefur. Einnig þarf að byggja meira, en hár vaxtakostnaður er nú að draga verulega úr nýbyggingum íbúða. Verkalýðshreyfingin þarf að sameinast um alvöru kröfur á stjórnvöld um að breyta kerfum húsnæðisstuðnings og barnabóta og bæta stuðninginn svo um munar. Langtíma hnignun þessara kerfa þarf að snúa við. Tími sýndar-lagfæringa er liðinn. Vandi láglaunafólks magnast frá mánuði til mánaðar. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Skýringar: Gögn Hagstofunnar um erfiðleika við að ná endum saman ná einungis til 2021. Gögn Gallup eru hér notuð fyrir tímabilið frá 2021 til janúar-febrúar 2023 (rauðu súlurnar á myndinni), en spurt er um efnið að mestu á svipaðan hátt hjá Gallup. Gögn Gallup sýna þó heldur hærra hlutfall almennings í erfiðleikum en Hagstofan, einkum fyrst eftir 2008. Gögn Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem einnig ná yfir tímabilið 2021 til 2023 virðast vera í ágætu samræmi við gögn Gallup, þó þau nái einungis til launafólks innan ASÍ og BSRB. Þau sýna mjög sambærilega aukningu erfiðleika við að ná endum saman síðan 2021.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun