Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2023 11:01 „Ég á þetta, ég má þetta,“ hefur verið afstaða Donalds Trump til leyniskjala sem hann tók með sér þegar hann lét af embætti forseta með semingi árið 2021. AP/Evan Vucci Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. Stefnan snýst um fasteignasamninga Trump-fyrirtækisins í Kína, Frakklandi, Tyrklandi, Sádi-Arabíu, Kúvæt, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Óman frá því að Trump varð forseti árið 2017. Jack Smith, sérstaki rannsakandinn sem rannsakar meðhöndlun Trump á leyniskjölunum, gaf stefnurnar út. Fyrirtækið sagðist ekki ætla að gera neina erlenda samninga á meðan Trump væri forseti. Eftir að hann lét af embætti er aðeins vitað til þess að hann hafi gert einn samning við sádiarabískt fyrirtæki um að ljá nafn sitt íbúðum, hóteli og golfvöllum í Óman, að sögn New York Times. Saksóknararnir kröfðust í sömu stefnu upplýsinga um viðskipti Trump við LIV-mótaröðina í golfi. Hún er í eigu sádiarabískra stjórnvalda og hafa mót á vegum hennar verið haldin á golfvöllum í eigu Trump. Samningar um mótin voru gerð eftir að Trump tók leyniskjölin með sér. LIV-golfmótaröðin keppir meðal annars á Doral-velli Trump í Flórída. Hér sést fyrrverandi forsetinn með Brooks Koepka, fimmföldum risameistara í golfi (annar frá hægri) og sonum sínum Donald yngri (lengst til vinstri) og Eric (lengst til hægri) á vellinum í október.Vísir/Getty/LIV Golf Gögn um Miðausturlönd og Macron í fórum hans Trump tók hundruð leyniskjala með sér þegar hann lét af embætti forseta árið 2021. Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá hann til að láta skjölin af hendi en án árangurs. Á endanum réðust útsendarar alríkisstjórnarinnar í húsleit á heimili hans í Flórída í ágúst. Vitað er að á meðal þeirra leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu voru einhver sem tengdust Miðausturlöndum. Gögn um Emmanuel Macron Frakklandsforseta voru einnig á meðal þeirra sem alríkislögreglumenn lögðu hald á við húsleitina. Vísbendingar eru einnig um að Trump hafi gert lögmönnum sínum að afhenda ekki öll leyniskjölin sem voru í vörslu hans og koma þeim undan. Þannig hafi hann hindrað rannsókn yfirvalda. Trump hefur ítrekað haldið því fram að skjölin séu persónuleg eign hans. „Ég tók skjölin. Ég má það,“ sagði Trump í sjónvarpsþætti CNN fyrr í þessum mánuði. New York Times segir að Smith þurfi ekki endilega að skýra hvað Trump gekk til með því að hanga á leyniskjölunum til þess að sanna að fyrrverandi forsetinn hafi brotið lög. Rannsókn Smith beinist einnig að tilraunum Trump til þess að halda í völdin eftir að hann tapaði forsetakosningunum árið 2020 og fjáröflun hans fyrir meintri rannsókn á kosningasvikum. Annar sérstakur rannsakandi kannar leyniskjöl sem lögmenn Joes Biden forseta létu vita af að hefðu fundist á skrifstofu og heimili hans. Einn helsti lögmaður Trump sagði sig frá málinu Á ýmsu hefur gengið í lögmannateymi Trump í málinu upp á síðkastið. Timothy Parlatore, einn helsti lögmaður fyrrverandi forsetans, sagði sig frá málinu nýlega og vísaði til ágreinings við Boris Epshteyn, náinn ráðgjafa Trump. Sakaði hann Epshteyn um að gera lögmönnunum mun erfiðara um vik að verja Trump en það þyrfti að vera með því að koma í veg fyrir að þeir gætu skipst á upplýsingum um rannsóknina við Trump. Talsmaður Trump hafnaði ásökunum Parlatore og sagði þær „afdráttarlaust rangar“. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25 Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Stefnan snýst um fasteignasamninga Trump-fyrirtækisins í Kína, Frakklandi, Tyrklandi, Sádi-Arabíu, Kúvæt, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Óman frá því að Trump varð forseti árið 2017. Jack Smith, sérstaki rannsakandinn sem rannsakar meðhöndlun Trump á leyniskjölunum, gaf stefnurnar út. Fyrirtækið sagðist ekki ætla að gera neina erlenda samninga á meðan Trump væri forseti. Eftir að hann lét af embætti er aðeins vitað til þess að hann hafi gert einn samning við sádiarabískt fyrirtæki um að ljá nafn sitt íbúðum, hóteli og golfvöllum í Óman, að sögn New York Times. Saksóknararnir kröfðust í sömu stefnu upplýsinga um viðskipti Trump við LIV-mótaröðina í golfi. Hún er í eigu sádiarabískra stjórnvalda og hafa mót á vegum hennar verið haldin á golfvöllum í eigu Trump. Samningar um mótin voru gerð eftir að Trump tók leyniskjölin með sér. LIV-golfmótaröðin keppir meðal annars á Doral-velli Trump í Flórída. Hér sést fyrrverandi forsetinn með Brooks Koepka, fimmföldum risameistara í golfi (annar frá hægri) og sonum sínum Donald yngri (lengst til vinstri) og Eric (lengst til hægri) á vellinum í október.Vísir/Getty/LIV Golf Gögn um Miðausturlönd og Macron í fórum hans Trump tók hundruð leyniskjala með sér þegar hann lét af embætti forseta árið 2021. Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá hann til að láta skjölin af hendi en án árangurs. Á endanum réðust útsendarar alríkisstjórnarinnar í húsleit á heimili hans í Flórída í ágúst. Vitað er að á meðal þeirra leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu voru einhver sem tengdust Miðausturlöndum. Gögn um Emmanuel Macron Frakklandsforseta voru einnig á meðal þeirra sem alríkislögreglumenn lögðu hald á við húsleitina. Vísbendingar eru einnig um að Trump hafi gert lögmönnum sínum að afhenda ekki öll leyniskjölin sem voru í vörslu hans og koma þeim undan. Þannig hafi hann hindrað rannsókn yfirvalda. Trump hefur ítrekað haldið því fram að skjölin séu persónuleg eign hans. „Ég tók skjölin. Ég má það,“ sagði Trump í sjónvarpsþætti CNN fyrr í þessum mánuði. New York Times segir að Smith þurfi ekki endilega að skýra hvað Trump gekk til með því að hanga á leyniskjölunum til þess að sanna að fyrrverandi forsetinn hafi brotið lög. Rannsókn Smith beinist einnig að tilraunum Trump til þess að halda í völdin eftir að hann tapaði forsetakosningunum árið 2020 og fjáröflun hans fyrir meintri rannsókn á kosningasvikum. Annar sérstakur rannsakandi kannar leyniskjöl sem lögmenn Joes Biden forseta létu vita af að hefðu fundist á skrifstofu og heimili hans. Einn helsti lögmaður Trump sagði sig frá málinu Á ýmsu hefur gengið í lögmannateymi Trump í málinu upp á síðkastið. Timothy Parlatore, einn helsti lögmaður fyrrverandi forsetans, sagði sig frá málinu nýlega og vísaði til ágreinings við Boris Epshteyn, náinn ráðgjafa Trump. Sakaði hann Epshteyn um að gera lögmönnunum mun erfiðara um vik að verja Trump en það þyrfti að vera með því að koma í veg fyrir að þeir gætu skipst á upplýsingum um rannsóknina við Trump. Talsmaður Trump hafnaði ásökunum Parlatore og sagði þær „afdráttarlaust rangar“.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25 Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25
Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20
Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59