Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2023 11:31 Úkraínskur hermaður nærri Bakhmut í austurhluta landins. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AP/Libkos Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. Annar hópurinn kallast á ensku „Freedom of Russia Legion“ og hinn kallast „Russian Volunteer Corps“. Í yfirlýsingu er árásirnar hófust sögðust hóparnir vilja binda enda á einræði í Rússlandi. Ekki liggur fyrir hve margir menn eru í hópunum, sem eru lítt þekktir, en þeir eru búnir bæði bryn- og skriðdrekum. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar er þetta ekki í fyrsta sinn sem meðlimir þessara vopnahópa gera árásir í Rússlandi. Þetta er þó fyrsta sinn sem slík árás stendur yfir í meira en sólarhring. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hélt því fram á tólfta tímanum í dag að allir óvinir hafi verið reknir frá Belgorod og að um sjötíu óvinir hafi verið felldir. Ráðuneytið birti myndefni sem á að sýna frá átökum milli rússneska hersins og umræddra hópa en þetta var fyrsta yfirlýsing ráðuneytins um ástandið í héraðinu. Russian MOD now says it has liquidated the invaders of Belgorod, killing more than 70 fighters and using artillery and aviation to do it. It said they were pushed back into Ukrainian territory and finished off there. pic.twitter.com/nYsnDG9swo— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) May 23, 2023 Ekkert hefur þó verið staðfest enn, en fregnir hafa einnig borist af því að hóparnir hafi tekið fleiri þorp í Belgorod. Sjá einnig: Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Vyacheslav Gladkov, ríkisstjóri Belgorod, sagði í morgun að tólf borgarar hefðu særst í átökunum og ein eldri kona hefði látist þegar verið var að flytja hana á brot. Gladkov sagði íbúum sem hafa flúið að snúa ekki aftur strax. Þau yrðu látin vita þegar það yrði öruggt og talaði hann um það þegar „and-hryðjuverkaaðgerðum“ lýkur. Gladkov sagði einnig í morgun að drónaárásir hefðu verið gerðar í héraðinu og að fólk hefði farist í þeim. Eitt mögulegt skotmark þessara árása var bygging FSB, Leyniþjónustu Rússlands, í Belgorod. Ekki fundur hjá þjóðaröryggisráðinu RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafði eftir Dmitrí Peskóv, talsmanni Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun að verið væri að vinna í því að finna hverjir mennirnir væru og hve margir þeir væru. Þá hefur TASS eftir honum að ekki standi til að boða til fundar hjá þjóðaröryggisráði Rússlands vegna átakanna, til viðbótar við þann sem skipulagður er í lok vikunnar. Samkvæmt BBC í Rússlandi sagði Peskóv að átökin væru mikið áhyggjuefni. Talsmaðurinn sagði einnig að þetta staðfesti enn og aftur að „úkraínskir vígamenn“ héldu árásum þeirra á Rússland áfram og unnið yrði að því að koma í veg fyrir að slíkt gæti endurtekið sig. Úkraínumenn segja að þetta séu rússneskir ríkisborgara að berjast í Belgorod og það komi Úkraínu ekki við. Ráðgjafi varnarmálaráðherra Úkraínu vildi ekki svara spurningum BBC í gær um það hver hefði útvegað vopnahópunum vopn og hergögn. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC í Moskvu, fór í morgun yfir það hvað rússnesk dagblöð hafa skrifað um átökin í Belgorod. What are this morning s Russian newspapers saying about the attack on Belgorod region? #ReadingRussia #Belgorod @BBCNews pic.twitter.com/NmIWMwNU4L— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) May 23, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Annar hópurinn kallast á ensku „Freedom of Russia Legion“ og hinn kallast „Russian Volunteer Corps“. Í yfirlýsingu er árásirnar hófust sögðust hóparnir vilja binda enda á einræði í Rússlandi. Ekki liggur fyrir hve margir menn eru í hópunum, sem eru lítt þekktir, en þeir eru búnir bæði bryn- og skriðdrekum. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar er þetta ekki í fyrsta sinn sem meðlimir þessara vopnahópa gera árásir í Rússlandi. Þetta er þó fyrsta sinn sem slík árás stendur yfir í meira en sólarhring. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hélt því fram á tólfta tímanum í dag að allir óvinir hafi verið reknir frá Belgorod og að um sjötíu óvinir hafi verið felldir. Ráðuneytið birti myndefni sem á að sýna frá átökum milli rússneska hersins og umræddra hópa en þetta var fyrsta yfirlýsing ráðuneytins um ástandið í héraðinu. Russian MOD now says it has liquidated the invaders of Belgorod, killing more than 70 fighters and using artillery and aviation to do it. It said they were pushed back into Ukrainian territory and finished off there. pic.twitter.com/nYsnDG9swo— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) May 23, 2023 Ekkert hefur þó verið staðfest enn, en fregnir hafa einnig borist af því að hóparnir hafi tekið fleiri þorp í Belgorod. Sjá einnig: Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Vyacheslav Gladkov, ríkisstjóri Belgorod, sagði í morgun að tólf borgarar hefðu særst í átökunum og ein eldri kona hefði látist þegar verið var að flytja hana á brot. Gladkov sagði íbúum sem hafa flúið að snúa ekki aftur strax. Þau yrðu látin vita þegar það yrði öruggt og talaði hann um það þegar „and-hryðjuverkaaðgerðum“ lýkur. Gladkov sagði einnig í morgun að drónaárásir hefðu verið gerðar í héraðinu og að fólk hefði farist í þeim. Eitt mögulegt skotmark þessara árása var bygging FSB, Leyniþjónustu Rússlands, í Belgorod. Ekki fundur hjá þjóðaröryggisráðinu RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafði eftir Dmitrí Peskóv, talsmanni Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun að verið væri að vinna í því að finna hverjir mennirnir væru og hve margir þeir væru. Þá hefur TASS eftir honum að ekki standi til að boða til fundar hjá þjóðaröryggisráði Rússlands vegna átakanna, til viðbótar við þann sem skipulagður er í lok vikunnar. Samkvæmt BBC í Rússlandi sagði Peskóv að átökin væru mikið áhyggjuefni. Talsmaðurinn sagði einnig að þetta staðfesti enn og aftur að „úkraínskir vígamenn“ héldu árásum þeirra á Rússland áfram og unnið yrði að því að koma í veg fyrir að slíkt gæti endurtekið sig. Úkraínumenn segja að þetta séu rússneskir ríkisborgara að berjast í Belgorod og það komi Úkraínu ekki við. Ráðgjafi varnarmálaráðherra Úkraínu vildi ekki svara spurningum BBC í gær um það hver hefði útvegað vopnahópunum vopn og hergögn. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC í Moskvu, fór í morgun yfir það hvað rússnesk dagblöð hafa skrifað um átökin í Belgorod. What are this morning s Russian newspapers saying about the attack on Belgorod region? #ReadingRussia #Belgorod @BBCNews pic.twitter.com/NmIWMwNU4L— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) May 23, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49
Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24
Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49