Prófessor í félagsfræði segir að staðan hafi versnað síðustu átta árin, eða síðan sambærileg könnun var síðast gerð.
Þá heyrum við af fundi atvinnuveganefndar í morgun þar sem skýrsla MAST um hvalveiðar var til umræðu.
Einnig verður rætt við formann SGS sem segir að verkalýðshreyfingin hljóti að endurskoða áætlanir um gerð langtíma kjarasamninga ef Seðlabankinn heldur áfram að hækka vexti.
Að auki fjöllum við um nýtt frumvarp um tæknifrjóvganir sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar, en segir að hefði mátt ganga enn lengra.