Þurfa að loka göngudeildum yfir sumartímann í miðjum ópíóðafaraldri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2023 19:00 Valgerður Rúnarsdóttir er yfirlæknir á Vogi. arnar halldórsson Göngudeildum SÁÁ og meðferðarstöðinni í Vík verður lokað í sumar vegna fjárskorts á sama tíma og fréttir berast af ópíóðafaraldri. Yfirlæknir segist ekkert hafa heyrt frá heilbrigðisráðherra eftir að hann boðaði aukna fjárveitingu fyrir rúmum tveimur vikum. Fyrir rúmum mánuði kynnti heilbrigðisráðherra á ríkisstjórnarfundi hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafaraldurs. Þann 9. maí sagði heilbrigðisráðherra í viðtali við Heimildina að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hækka upphæðina og verja 225 milljónum í málaflokkinn. Í dag, rúmum tveimur vikum seinna hefur yfirlæknir á Vogi ekkert heyrt frá ráðuneytinu. „Nei ekki eftir þessa yfirlýsingu frá ráðherra, þannig það hlýtur að fara að bera á því. Við erum bara enn úti í straumnum að sinna fólkinu og erum að taka á móti fólki með ópíóðafíkn hér alla daga á Vogi og reyna að sinna þeim,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi í viðtali við Stöð 2. Hátt í þrjú hundruð í meðferð Hún fagnar ákvörðun um fjárveitingu og vonast til að heyra frá ráðuneytinu sem fyrst - enda veiti Vogi ekki af auknum fjármunum í sinni starfsemi. „Nei, það er enn sami samningur eins og frá árinu 2014 fyrir níutíu manns, en núna um þessar mundir eru 270 í meðferðinni.“ Vegna fjárskorts segir hún að loka þurfi göngudeildum yfir sumartímann. „Við höldum alltaf öllu úti hér á sumrin á Vogi, en þetta árið þurfum við því miður að loka í meðferðinni sem er uppi á Vík í fjórar vikur og á göngudeildunum okkar á sumarleyfistímum. Við höfum ekki ráð á að hafa afleysingu þetta árið því miður.“ Útséð með sumarið Ef þið hefðuð fengið fjárveitingu fyrr, hefðuð þið þá getað haft opið? „Já við hefðum getað gert það, eins og í fyrra þá gátum við gert það en það er ekki möguleiki núna. Við getum áætlun áður en árið byrjar þannig það er útséð með þetta sumar allavegana.“ Þannig þú bíður bara eftir kalli frá ráðuneytinu? „Já það hlýtur að koma mjög fljótt. Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fyrir rúmum mánuði kynnti heilbrigðisráðherra á ríkisstjórnarfundi hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafaraldurs. Þann 9. maí sagði heilbrigðisráðherra í viðtali við Heimildina að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hækka upphæðina og verja 225 milljónum í málaflokkinn. Í dag, rúmum tveimur vikum seinna hefur yfirlæknir á Vogi ekkert heyrt frá ráðuneytinu. „Nei ekki eftir þessa yfirlýsingu frá ráðherra, þannig það hlýtur að fara að bera á því. Við erum bara enn úti í straumnum að sinna fólkinu og erum að taka á móti fólki með ópíóðafíkn hér alla daga á Vogi og reyna að sinna þeim,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi í viðtali við Stöð 2. Hátt í þrjú hundruð í meðferð Hún fagnar ákvörðun um fjárveitingu og vonast til að heyra frá ráðuneytinu sem fyrst - enda veiti Vogi ekki af auknum fjármunum í sinni starfsemi. „Nei, það er enn sami samningur eins og frá árinu 2014 fyrir níutíu manns, en núna um þessar mundir eru 270 í meðferðinni.“ Vegna fjárskorts segir hún að loka þurfi göngudeildum yfir sumartímann. „Við höldum alltaf öllu úti hér á sumrin á Vogi, en þetta árið þurfum við því miður að loka í meðferðinni sem er uppi á Vík í fjórar vikur og á göngudeildunum okkar á sumarleyfistímum. Við höfum ekki ráð á að hafa afleysingu þetta árið því miður.“ Útséð með sumarið Ef þið hefðuð fengið fjárveitingu fyrr, hefðuð þið þá getað haft opið? „Já við hefðum getað gert það, eins og í fyrra þá gátum við gert það en það er ekki möguleiki núna. Við getum áætlun áður en árið byrjar þannig það er útséð með þetta sumar allavegana.“ Þannig þú bíður bara eftir kalli frá ráðuneytinu? „Já það hlýtur að koma mjög fljótt.
Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira