Arnar: Var kominn tími til að við förum að ganga frá liðum Árni Gísli Magnússon skrifar 25. maí 2023 21:00 Víkingar hafa verið óstöðvandi til þessa Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann 4-0 útisigur á KA á Akureyri fyrr í kvöld. Víkingur spilaði miklu betur en KA í dag eins og tölurnar gefa til kynna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ánægður með sigurinn en gat þó fundið ýmislegt í leik síns liðs sem má betur fara. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Ég var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn og munurinn á liðunum var að annað liðið var með mikið sjálfstraust og hitt liðið með lítið sjálfstraust. Seinni hálfleikur var mjög vel spilaður af okkar hálfu, við höfðum mikla stjórn á leiknum og hefðum getað bætt við fleiri mörkum, en auðvitað bara fyrst og fremst ánægður með frábæran sigur á erfiðum útivelli.” Víkingar áttu ekki í erfiðleikum að spila sig í gegnum vörn KA sem var oft á tíðum alltof opin. „Þeir voru að tapa 2-0 og langaði að stíga framar og gera leik úr þessu og í raun og veru í 2-0 þurftu þeir að skora á undan okkur þetta margfræga þriðja mark en það er leikur sem hentar okkur mjög vel að spila á móti liði sem kemur svona framarlega og opnar sig og eins og ég segi það var kominn tími til að við förum að ganga frá liðum og ekki vera að vorkenna þeim þannig 4-0 er virkilega ánægjulegt.“ Helgi Guðjónsson, Daniel Dejan Djuric, Ari Sigurpálsson og Arnór Borg Guðjónsen komu allir inn á sem varamenn í dag sem sýnir gríðarlega breidd hjá Víkingum. „Það er erfitt örugglega að vera varnarmenn andstæðingana þegar tekur Nikolaj [Hansen], Matta [Matthías Vilhjálmsson],Ella [Erling Agnarsson] og Birnir [Snæ Ingason] og færð þessa fjóra inn á þannig þetta er bara frábært hjá okkur. Það eru tveir stórleikir framundan, Valur á mánudaginn og svo Breiðablik, og bara næsti leikur og áfram gakk og bara fókus.” Víkingur hefur unnið alla níu leiki sína til þessa í deildinni, skorað 21 mark og aðeins fengið á sig fjögur, hvað þarf að gera til að stoppa liðið? „Ég hef alltaf sagt að við erum okkar versti andstæðingur og þú sérð bara hvernig við byrjum leikinn, vorum bara slakir og KA gat gert mark bara í fyrstu sókninni sinni og lið með aðeins meira sjálfstraust hefði bara refsað okkur. Svo kom einstaklingsframtök í ljós sérstaklega í markinu hjá Birni, góð pressa í fyrra markinu, en fyrri hálfleikur án þess að hljóma vanþákkláttur var ekki vel spilaður af okkar hálfu en í seinni hálfleik þá loksins fannst mér ég sá það sem við erum búnir að prédika í allt sumar og allan vetur að reyna svolítið að vera meira svalir á boltanum og reyna bíða sekúndubroti lengur en ekki henda honum bara frá þér í einhverja vitleysu þannig mér fannst seinni hálfleikur mjög vel spilaður.” Eins og sést á svörum Arnars gat hann fundið fullt af hlutum til að bæta þrátt fyrir 4-0 útisigur á Akureyri. „Maður vill nú ekki vera vanþákklátur, það eru ekki mörg lið sem koma hérna og vinna 4-0, en ég veit bara hvað býr í þessum strákum og finnst við vera farnir að skilja hvorn annan mjög mikið, bæði liðið og ég, þannig að við erum í góðum takti og þurfum að virða hvað við erum að gera vel og hvað við þurfum að laga af því maður vill alltaf meina það að lið sem er á betri stað en KA í dag myndi bara refsa okkur og það er standardinn sem við eigum alltaf að horfa til”, sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Víkingur 0-4 | Víkingar enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Víkingur vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið sótti KA-heim í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingar eru því enn með fullt hús stiga, en KA-menn eru að öllum líkindum búnir að stimpla sig út úr titilbaráttunni snemma. 25. maí 2023 19:54 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
„Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Ég var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn og munurinn á liðunum var að annað liðið var með mikið sjálfstraust og hitt liðið með lítið sjálfstraust. Seinni hálfleikur var mjög vel spilaður af okkar hálfu, við höfðum mikla stjórn á leiknum og hefðum getað bætt við fleiri mörkum, en auðvitað bara fyrst og fremst ánægður með frábæran sigur á erfiðum útivelli.” Víkingar áttu ekki í erfiðleikum að spila sig í gegnum vörn KA sem var oft á tíðum alltof opin. „Þeir voru að tapa 2-0 og langaði að stíga framar og gera leik úr þessu og í raun og veru í 2-0 þurftu þeir að skora á undan okkur þetta margfræga þriðja mark en það er leikur sem hentar okkur mjög vel að spila á móti liði sem kemur svona framarlega og opnar sig og eins og ég segi það var kominn tími til að við förum að ganga frá liðum og ekki vera að vorkenna þeim þannig 4-0 er virkilega ánægjulegt.“ Helgi Guðjónsson, Daniel Dejan Djuric, Ari Sigurpálsson og Arnór Borg Guðjónsen komu allir inn á sem varamenn í dag sem sýnir gríðarlega breidd hjá Víkingum. „Það er erfitt örugglega að vera varnarmenn andstæðingana þegar tekur Nikolaj [Hansen], Matta [Matthías Vilhjálmsson],Ella [Erling Agnarsson] og Birnir [Snæ Ingason] og færð þessa fjóra inn á þannig þetta er bara frábært hjá okkur. Það eru tveir stórleikir framundan, Valur á mánudaginn og svo Breiðablik, og bara næsti leikur og áfram gakk og bara fókus.” Víkingur hefur unnið alla níu leiki sína til þessa í deildinni, skorað 21 mark og aðeins fengið á sig fjögur, hvað þarf að gera til að stoppa liðið? „Ég hef alltaf sagt að við erum okkar versti andstæðingur og þú sérð bara hvernig við byrjum leikinn, vorum bara slakir og KA gat gert mark bara í fyrstu sókninni sinni og lið með aðeins meira sjálfstraust hefði bara refsað okkur. Svo kom einstaklingsframtök í ljós sérstaklega í markinu hjá Birni, góð pressa í fyrra markinu, en fyrri hálfleikur án þess að hljóma vanþákkláttur var ekki vel spilaður af okkar hálfu en í seinni hálfleik þá loksins fannst mér ég sá það sem við erum búnir að prédika í allt sumar og allan vetur að reyna svolítið að vera meira svalir á boltanum og reyna bíða sekúndubroti lengur en ekki henda honum bara frá þér í einhverja vitleysu þannig mér fannst seinni hálfleikur mjög vel spilaður.” Eins og sést á svörum Arnars gat hann fundið fullt af hlutum til að bæta þrátt fyrir 4-0 útisigur á Akureyri. „Maður vill nú ekki vera vanþákklátur, það eru ekki mörg lið sem koma hérna og vinna 4-0, en ég veit bara hvað býr í þessum strákum og finnst við vera farnir að skilja hvorn annan mjög mikið, bæði liðið og ég, þannig að við erum í góðum takti og þurfum að virða hvað við erum að gera vel og hvað við þurfum að laga af því maður vill alltaf meina það að lið sem er á betri stað en KA í dag myndi bara refsa okkur og það er standardinn sem við eigum alltaf að horfa til”, sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Víkingur 0-4 | Víkingar enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Víkingur vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið sótti KA-heim í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingar eru því enn með fullt hús stiga, en KA-menn eru að öllum líkindum búnir að stimpla sig út úr titilbaráttunni snemma. 25. maí 2023 19:54 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Leik lokið: KA - Víkingur 0-4 | Víkingar enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Víkingur vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið sótti KA-heim í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingar eru því enn með fullt hús stiga, en KA-menn eru að öllum líkindum búnir að stimpla sig út úr titilbaráttunni snemma. 25. maí 2023 19:54