Ekkert mannfall varð þar sem flestar flauganna voru skotnar niður en brak úr flaugum eða drónum lenti þó á verslunarmiðstöð í borginni þar sem nokkuð tjón varð.
Úkraínuher segir árásina að þessu sinni hafa verið framkvæma með sprengjuflugvélum sem komu frá Kaspíahafi og að líklegast hafi verið um að ræða X-101 stýriflaugar.
Einnig voru gerðar árásir á borgina Dnipro og víðar um austurhéruð Úkraínu. Úkraínuher segir að alls hafi tíu flaugar og 25 verið skotnir niður í nótt.
Yfirvöld og miðlar í Rússlandi segja Úkraínumenn hafa gert árás á skotmörk í suðurhluta Rússlands. Um var að ræða eldflaug og dróna en flaugin var skotin niður, að sögn Rússa.