„Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. maí 2023 13:31 „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert,“ sagði Uffe-Ellemann heitinn Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, í viðtali við mbl.is í marz 2017 en hann var mikill stuðningsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið og þekkti vel til umræðunnar hér á landi. Spurður út í þann málflutning skoðanasystkina sinna hér á landi að sækja þyrfti um inngöngu í sambandið til þess að „kíkja í pakkann“ sagði hann einfaldlega: „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum.“ Hið ágætasta tilefni til þess að rifja upp þessi orð Jensens, sem var á sínum tíma leiðtogi danska flokksins Venstre, systurflokks Viðreisnar, kom með grein Guðbrands Einarssonar, þingmanns Viðreisnar, á Vísir.is í fyrir helgi þar sem hann dustaði rykið af frasanum um það að kíkja þyrfti í pakkann. Sagði hann þannig að hefja þyrfti umsóknarferli að Evrópusambandinu „til þess að við fáum að sjá hvað er í pakkanum í raun og veru.“ Á sama tíma situr Guðbrandur á þingi fyrir stjórnmálaflokk sem hefur einfaldlega þástefnuað Ísland eigi að ganga í sambandið án nokkurs fyrirvara um það hvað slík innganga hefði í för með sér. Spil Evrópusambandsins þegar á borðinu Fulltrúar Evrópusambandsins sjálfs eru á meðal þeirra sem hafnað hafa þessum málflutningi íslenzkra Evrópusambandssinna. Þannig sagði til að mynda Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóri sambandsins, í samtali við Morgunblaðið 10. september 2009, spurður hvort spilin yrðu loks lögð á borðið af hálfu þess og upplýst hvað væri í boði eftir að þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafði sótt um inngöngu í sambandið: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ Fullyrðing Guðbrands um að í boði sé að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu án þess að ætlunin sé að ganga þar inn, með vísan til þess að Norðmenn hafi í tvígang hafnað inngöngu, stenzt að sama skapi ekki skoðun. Þannig hafa fulltrúar sambandsins sjálfs lýst því yfir að slíkt sé ekki í boði líkt og til að mynda Štefan Füle, arftaki Rehns,gerðiá fundi utanríkismálanefndar Alþingis í október 2011. Hið sama kemur efnislega víða fram í gögnum frá Evrópusambandinu. Þá fóru Norðmenn einungis í einfaldar viðræður við sambandið en ekki það viðamikla og áralanga ferli sem ríki fara í gegnum í dag og snýst fyrst og fremst um aðlögun. Valdið yfir sjávarútvegsmálunum til ESB Fram kemur í grein Guðbrands að regla Evrópusambandsins um hlutfallslega stöðugar veiðar ætti að tryggja sjávarútvegshagsmuni Íslands kæmi til inngöngu í sambandið. Raunin er hins vegar sú að umrædd regla á sér enga stoð í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, hún breytir engu um það að valdið yfir íslenzkum sjávarútvegsmálum færðist til sambandsins í samræmi við ákvæði hans, komið hefur ítrekað fram í gögnum þess að reglan sé ekki hugsuð sem varanlegt fyrirkomulag, hún hefur sætt vaxandi gagnrýni og hæglega mætti breyta henni eða afnema hana án samþykkis Íslands þó landið væri þar innanborðs. Varðandi landbúnað vildi þingmaðurinn meina að svonefndur heimsskautalandbúnaður myndi tryggja að íslenzkir bændur nytu sömu styrkja og áður ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Með fyrirkomulaginu er stjórnvöldum í Finnlandi og Svíþjóð heimilað að greiða bændum norðan 62. breiddargráðu styrki til viðbótar styrkjum sambandsins. Hámark er í þeim efnum en ekkert lágmark og ákveður Evrópusambandið öll skilyrði fyrir viðbótarstyrkjunum. Fyrir vikið gætu þeir hæglega fallið á brott með breyttri stefnu sambandsins og löggjöf í landbúnaðarmálum. Til þess þyrfti að sama skapi ekki samþykki Íslands. Vægi ríkja ESB tekur mið af íbúafjölda Mikilvægt er að hafa í huga í þessu sambandi að vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til inngöngu Íslands í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði Evrópusambandsins 0,08% og á þingi sambandsins yrði staða landsins á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Við þetta bætist að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins heyrir til algerra undantekninga í dag. Telja má þannig nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem það á enn við. Þar á meðal eru hvorki orkumál né sjávarútvegsmál og það sama á við um landbúnaðarmál. Vald Evrópusambandsins yfir þessum málaflokkum og flestum öðrum málefnum ríkja þess er niðurneglt í Lissabon-sáttmálanum (2.-4. gr. TFEU). Langflestar ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins þurfa einungis samþykki 55% ríkjanna með 65% íbúafjölda sambandsins að baki sér. Þar standa fámennustu ríkin vitanlega langverst að vígi. Lýsti áhyggjum af ósamstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er annars eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Það er einnig mat sambandsins. Fulltrúar Evrópusambandsins lýstu þannig til að mynda ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG væri ekki samstíga gagnvart málinu. Til dæmis utanríkismálanefnd þings sambandsins í nóvember 2012: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna varðandi inngönguna í það“. Væntanlega segir það sig sjálft að stjórnmálaflokkar, sem kosnir hafa verið úr á þá stefnu að taka ekki skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið, geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa að engu það sem þeir sögðu við kjósendur sína fyrir kosningar. Fullyrðingar um að háværri kröfu sé fyrir að fara um það að tekin verði skref í átt að inngöngu í sambandið á sama tíma og Viðreisn, eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið, mælist með vel innan við 10% fylgi standast vitanlega enga skoðun. Hvers vegna er stuðningur við Viðreisn ekki miklu meiri ef slíkri háværri kröfu er raunverulega fyrir að fara? Hvað er þá að flokknum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
„Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert,“ sagði Uffe-Ellemann heitinn Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, í viðtali við mbl.is í marz 2017 en hann var mikill stuðningsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið og þekkti vel til umræðunnar hér á landi. Spurður út í þann málflutning skoðanasystkina sinna hér á landi að sækja þyrfti um inngöngu í sambandið til þess að „kíkja í pakkann“ sagði hann einfaldlega: „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum.“ Hið ágætasta tilefni til þess að rifja upp þessi orð Jensens, sem var á sínum tíma leiðtogi danska flokksins Venstre, systurflokks Viðreisnar, kom með grein Guðbrands Einarssonar, þingmanns Viðreisnar, á Vísir.is í fyrir helgi þar sem hann dustaði rykið af frasanum um það að kíkja þyrfti í pakkann. Sagði hann þannig að hefja þyrfti umsóknarferli að Evrópusambandinu „til þess að við fáum að sjá hvað er í pakkanum í raun og veru.“ Á sama tíma situr Guðbrandur á þingi fyrir stjórnmálaflokk sem hefur einfaldlega þástefnuað Ísland eigi að ganga í sambandið án nokkurs fyrirvara um það hvað slík innganga hefði í för með sér. Spil Evrópusambandsins þegar á borðinu Fulltrúar Evrópusambandsins sjálfs eru á meðal þeirra sem hafnað hafa þessum málflutningi íslenzkra Evrópusambandssinna. Þannig sagði til að mynda Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóri sambandsins, í samtali við Morgunblaðið 10. september 2009, spurður hvort spilin yrðu loks lögð á borðið af hálfu þess og upplýst hvað væri í boði eftir að þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafði sótt um inngöngu í sambandið: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ Fullyrðing Guðbrands um að í boði sé að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu án þess að ætlunin sé að ganga þar inn, með vísan til þess að Norðmenn hafi í tvígang hafnað inngöngu, stenzt að sama skapi ekki skoðun. Þannig hafa fulltrúar sambandsins sjálfs lýst því yfir að slíkt sé ekki í boði líkt og til að mynda Štefan Füle, arftaki Rehns,gerðiá fundi utanríkismálanefndar Alþingis í október 2011. Hið sama kemur efnislega víða fram í gögnum frá Evrópusambandinu. Þá fóru Norðmenn einungis í einfaldar viðræður við sambandið en ekki það viðamikla og áralanga ferli sem ríki fara í gegnum í dag og snýst fyrst og fremst um aðlögun. Valdið yfir sjávarútvegsmálunum til ESB Fram kemur í grein Guðbrands að regla Evrópusambandsins um hlutfallslega stöðugar veiðar ætti að tryggja sjávarútvegshagsmuni Íslands kæmi til inngöngu í sambandið. Raunin er hins vegar sú að umrædd regla á sér enga stoð í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, hún breytir engu um það að valdið yfir íslenzkum sjávarútvegsmálum færðist til sambandsins í samræmi við ákvæði hans, komið hefur ítrekað fram í gögnum þess að reglan sé ekki hugsuð sem varanlegt fyrirkomulag, hún hefur sætt vaxandi gagnrýni og hæglega mætti breyta henni eða afnema hana án samþykkis Íslands þó landið væri þar innanborðs. Varðandi landbúnað vildi þingmaðurinn meina að svonefndur heimsskautalandbúnaður myndi tryggja að íslenzkir bændur nytu sömu styrkja og áður ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Með fyrirkomulaginu er stjórnvöldum í Finnlandi og Svíþjóð heimilað að greiða bændum norðan 62. breiddargráðu styrki til viðbótar styrkjum sambandsins. Hámark er í þeim efnum en ekkert lágmark og ákveður Evrópusambandið öll skilyrði fyrir viðbótarstyrkjunum. Fyrir vikið gætu þeir hæglega fallið á brott með breyttri stefnu sambandsins og löggjöf í landbúnaðarmálum. Til þess þyrfti að sama skapi ekki samþykki Íslands. Vægi ríkja ESB tekur mið af íbúafjölda Mikilvægt er að hafa í huga í þessu sambandi að vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til inngöngu Íslands í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði Evrópusambandsins 0,08% og á þingi sambandsins yrði staða landsins á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Við þetta bætist að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins heyrir til algerra undantekninga í dag. Telja má þannig nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem það á enn við. Þar á meðal eru hvorki orkumál né sjávarútvegsmál og það sama á við um landbúnaðarmál. Vald Evrópusambandsins yfir þessum málaflokkum og flestum öðrum málefnum ríkja þess er niðurneglt í Lissabon-sáttmálanum (2.-4. gr. TFEU). Langflestar ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins þurfa einungis samþykki 55% ríkjanna með 65% íbúafjölda sambandsins að baki sér. Þar standa fámennustu ríkin vitanlega langverst að vígi. Lýsti áhyggjum af ósamstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er annars eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Það er einnig mat sambandsins. Fulltrúar Evrópusambandsins lýstu þannig til að mynda ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG væri ekki samstíga gagnvart málinu. Til dæmis utanríkismálanefnd þings sambandsins í nóvember 2012: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna varðandi inngönguna í það“. Væntanlega segir það sig sjálft að stjórnmálaflokkar, sem kosnir hafa verið úr á þá stefnu að taka ekki skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið, geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa að engu það sem þeir sögðu við kjósendur sína fyrir kosningar. Fullyrðingar um að háværri kröfu sé fyrir að fara um það að tekin verði skref í átt að inngöngu í sambandið á sama tíma og Viðreisn, eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið, mælist með vel innan við 10% fylgi standast vitanlega enga skoðun. Hvers vegna er stuðningur við Viðreisn ekki miklu meiri ef slíkri háværri kröfu er raunverulega fyrir að fara? Hvað er þá að flokknum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun