Þrjú hafa slegið Íslandsmet í ár sem voru sett áður en þau fæddust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 13:30 FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir hefur slegið Íslandsmetið í þrístökki bæði inn og úti í ár. FRÍ/Marta María FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir sló um helgina næstum því 26 ára gamalt Íslandsmet þegar hún var að keppa á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum sem fór fór fram í Kaupmannahöfn í Danmörku. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem íslenskt frjálsíþróttafólk slær Íslandsmet sem var sett áður en þau komu í heiminn. Irma setti metið sitt í þrístökki með því að stökkva 13,40 metra en gamla metið var upp á 13,18 metra. Irma var í miklu stuði og stökk alls þrisvar sinnum lengra en gamla metið. Lengsta stökkið hennar var í fimmtu umferð. Irma er að bæta sig mikið á þessu tímabili. Hún hafði mest stokkið 12,89 metra utanhúss sem var áttunda lengsta stökk sögunnar. Gamla Íslandsmetið var í eigu Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur og sett 28. júní 1997. Irma er fædd 4. febrúar 1998 og var því ekki fædd þegar gamla metið var sett. Irma bætti einnig Íslandsmetið í þrístökki innanhúss í vetur en fyrra metið átti hún sjálf síðan í desember. Það met er 13,36 metrar og því hefur engin íslensk kona stokkið lengra í þrístökki, innan eða utanhúss heldur en Irma í Kaupmannahöfn um helgina. En að hinum tveimur sem slógu Íslandsmet sem voru eldri en þau sjálf. Það gerðist á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilið hófst á því að FH-ingurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti þrjátíu ára Íslandsmet Einars Þórs Einarssonar í 60 metra hlaupi karla. Kolbeinn bætti metið á fyrsta móti Nike mótaraðarinnar sem fór fram í Kaplakrika þann 12. janúar. Hann hljóp á tímanum 6,68 sekúndum en fyrra met Einars var 6,80 sekúndur. Einar setti gamla Íslandsmetið 6. febrúar 1993 en Kolbeinn Höður er fæddur 11. júlí 1995. Metið var því sett 29 mánuðum áður en Kolbeinn fæddist en hann hljóp alls fimm sinnum undir gamla metinu á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilinu lauk með líka með því að annað mjög gamalt Íslandsmet fékk en þá stórbætti ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss á Góumóti Gaflarans í Kaplakrika. Andrea kom í mark á tímanum 16:46,18 mínútur en fyrra metið var 17,25,35 mínútur sem Fríða Rún Þórðardóttir setti 4. febrúar 1994. Andrea er fædd 8. febrúar 1999 en meira en fimm árum efir að Fríða sló metið. Fríða var hins vegar á 24 ára fyrir 29 árum alveg eins og Andrea í vetur. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem íslenskt frjálsíþróttafólk slær Íslandsmet sem var sett áður en þau komu í heiminn. Irma setti metið sitt í þrístökki með því að stökkva 13,40 metra en gamla metið var upp á 13,18 metra. Irma var í miklu stuði og stökk alls þrisvar sinnum lengra en gamla metið. Lengsta stökkið hennar var í fimmtu umferð. Irma er að bæta sig mikið á þessu tímabili. Hún hafði mest stokkið 12,89 metra utanhúss sem var áttunda lengsta stökk sögunnar. Gamla Íslandsmetið var í eigu Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur og sett 28. júní 1997. Irma er fædd 4. febrúar 1998 og var því ekki fædd þegar gamla metið var sett. Irma bætti einnig Íslandsmetið í þrístökki innanhúss í vetur en fyrra metið átti hún sjálf síðan í desember. Það met er 13,36 metrar og því hefur engin íslensk kona stokkið lengra í þrístökki, innan eða utanhúss heldur en Irma í Kaupmannahöfn um helgina. En að hinum tveimur sem slógu Íslandsmet sem voru eldri en þau sjálf. Það gerðist á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilið hófst á því að FH-ingurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti þrjátíu ára Íslandsmet Einars Þórs Einarssonar í 60 metra hlaupi karla. Kolbeinn bætti metið á fyrsta móti Nike mótaraðarinnar sem fór fram í Kaplakrika þann 12. janúar. Hann hljóp á tímanum 6,68 sekúndum en fyrra met Einars var 6,80 sekúndur. Einar setti gamla Íslandsmetið 6. febrúar 1993 en Kolbeinn Höður er fæddur 11. júlí 1995. Metið var því sett 29 mánuðum áður en Kolbeinn fæddist en hann hljóp alls fimm sinnum undir gamla metinu á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilinu lauk með líka með því að annað mjög gamalt Íslandsmet fékk en þá stórbætti ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss á Góumóti Gaflarans í Kaplakrika. Andrea kom í mark á tímanum 16:46,18 mínútur en fyrra metið var 17,25,35 mínútur sem Fríða Rún Þórðardóttir setti 4. febrúar 1994. Andrea er fædd 8. febrúar 1999 en meira en fimm árum efir að Fríða sló metið. Fríða var hins vegar á 24 ára fyrir 29 árum alveg eins og Andrea í vetur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira