Þau dulbúa hatur sitt sem áhyggjur af velferð barna Guðni Freyr Öfjörð skrifar 30. maí 2023 12:01 Í hinsegin samfélaginu deilum við sameiginlegri sögu baráttu og sigurs, sem er vitnisburður um seiglu okkar gegn misskilningi og hatri. Það er mikilvægt að muna að fræ fordóma spíra oft innan innstu hringa áður en þau dreifa sér út á við. Það er ágætt að minna á að áður en Hitler hóf að ofsækja homma og lesbíur beindi hann ofsóknum sínum að trans fólki, sérstaklega þá einstaklinga sem var úthlutað karlkyni við fæðingu og skilgreindar sem konur. Nasistastjórnin leit á trans fólk sem ógn við „hreinleika“ aríska kynstofnsins og beitti lögum sínum gegn samkynhneigð til að ofsækja það. Sagan er að endurtaka sig í Bandaríkjunum. Því miður, í dag, stöndum við frammi fyrir ógnvænlegri þróun og bakslagi í heiminum - ógrynni af röngum upplýsingum og fordómum gagnvart trans fólki sem koma meðal annars innan úr samfélagi okkar. Þessi þróun er ekki aðeins niðurdrepandi heldur hættuleg. Skaðlegum staðalímyndum er viðhaldið, sundrungu er sáð og grafið undan þeirri samstöðu sem samfélag okkar hefur lagt svo hart að sér að byggja upp. Að horfa upp á suma einstaklinga innan hinsegin samfélagsins sá hatursfræjum um trans fólk sýnir ekkert nema foréttindahroka og yfirgang. Ég spyr mig oft, af hverju? Hver er tilgangurinn hjá þeim? Er þetta minnimáttarkennd? Fortíðarþráhyggja? Mótþróaröskun? Rembingur? Samsærisnötterar? Ég held að þetta er bara í nösunum á þeim. Þessir aðilar eru bókstaflega með þráhyggju fyrir trans fólki, þeir tala um að trans fólk sé að dreifa trans áróði, en raunveruleikinn er sá að þessir einstaklingar eru þeir sem sjálfir dreifa hvað mestum áróðri um trans fólk, það þarf ekki nema bara líta á uppfærslurnar frá þeim á samfélagsmiðlum. Þeir einstaklingar innan hinsegin samfélagsins sem styðja hægri öfga fólk sem talar gegn réttindum trans fólks og öðru hinsegin fólki, hafið þetta á bakvið eyrun; Þessu fólki er alveg sama um ykkur, og ykkar réttindi, þið eruð ekkert nema skíturinn undir skónum þeirra. Þið eruð næst. Rangar upplýsingar Dæmi um rangar upplýsingar um trans fólk er frásögnin um hormónameðferð fyrir trans börn sem hefur verið í dreifingu. Vísindaleg samstaða styður að kynbundin umönnun, þar með talið hormónameðferð, þegar læknir telur viðeigandi, geti verið lífsbjargandi meðferð fyrir trans börn. Meðferðin getur dregið verulega úr hættu á þunglyndi, kvíða og sjálfsvígum og er mæla helstu heilbrigðisstofnanir um allan heim með henni . Með því að dreifa röngum upplýsingum um þetta stofnum við lífi ungs fólks í hættu og ýtum undir andrúmsloft ótta og óvissu. Þessi klassíska mantra um ,,hvað með börnin?” er oft notuð af fólki sem er í raun alveg sama um börnin, þau nota hana til að réttlæta sitt eigið hatur. Við verðum líka að vera meðvituð um hvata þeirra utan samfélags okkar sem viðhalda þessum skaðlegu frásögnum. Hægri öfga íhaldsmenn sem vinna markvisst gegn réttindum trans fólks eru ekki bandamenn okkar! Endanlegt markmið þeirra er ekki velferð barnanna okkar, heldur sundrung, árás á jaðarsetta hópa, árás á allt sem þeir telja vera “öðruvísi” og árás á lýðræði. Þeim er slétt sama um börnin, ef þeim væri raunverulega annt um börnin væru þau ekki að þessum árásum á trans börn. Við skulum hafa það á hreinu að ef þeim tekst að svipta trans fólk mannréttindum sínum munu þau ekki hætta þar. Ráðagerðir þeirra ógna öllum meðlimum hinsegin samfélagsins, réttindum kvenna og reyndar öllum jaðarsettum og viðkvæmum hópum samfélagsins. Árás á eitt okkar er árás á okkur öll, ég fæ aldrei leið á þessari setningu. Bakslagið eykst með kjöri Trumps Bandaríkjaforseta árið 2016 Undir stjórn Trumps var gripið til aðgerða sem höfðu gífurlega slæm áhrif á hinsegin samfélagið. Aðgerðirnar fólu í sér afturköllun á titli IX vernd fyrir trans nemendur, breytingar á heilbrigðisreglum sem afléttu banni viðmismunun gagnvart hinseigin einstaklingum og bann við því að trans einstaklingar gangi í herinn. Trump tilnefndi einnig þrjá íhaldssama dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna, sem hefur nú þegar haft alvarlegar afleiðingar, sem dæmi má nefna aðför að rétti kvenna til yfirráða yfir eigin líkama. Komum saman sem eitt Að vera hluti af hinseigin samfélaginu snýst um viðurkenningu, skilning og ást, ekki bara fyrir sum heldur öll. Þetta snýst um að viðurkenna og virða sjálfsmynd hvers annars, jafnvel þó að þær sjálfsmyndir séu ólíkar okkar eigin. Við verðum að viðurkenna að útbreiðsla rangra upplýsinga eða fordóma í garð trans bræðra okkar, systra og systkna er aðeins til þess fallið að veikja samfélag okkar í heild. Í mótlætinu höfum við alltaf staðið sterkari saman. Við skulum muna sögu okkar, lexíuna sem hún kenndi okkur og þær framfarir sem við höfum náð að berjast fyrir. Transfælni, hvort sem hún kemur utan frá eða innan okkar eigin raða, er áskorun sem við verðum að takast á við í sameiningu. Við þurfum að muna að hver stafur í LGBTQIA+ skiptir máli. Hver og einn þeirra táknar hóp fólks sem á skilið virðingu, skilning og viðurkenningu. Við skulum standa saman, styðja trans fjölskyldu okkar, og muna að barátta þeirra er barátta okkar líka. LGBTQIA+ samfélagið hefur vald til að sýnagott fordæmi í því að skapa heim sem viðurkennir fólk og sýnir meiri skilning. Notum það vald skynsamlega, hlúum að einingu, ekki sundrungu. Stöndum saman gegn transfælni, í dag og alla daga, þar til hvert og eitt okkar getur verið til opinskátt og ósvikið án ótta. Höfundur er í stjórn Ungra Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í hinsegin samfélaginu deilum við sameiginlegri sögu baráttu og sigurs, sem er vitnisburður um seiglu okkar gegn misskilningi og hatri. Það er mikilvægt að muna að fræ fordóma spíra oft innan innstu hringa áður en þau dreifa sér út á við. Það er ágætt að minna á að áður en Hitler hóf að ofsækja homma og lesbíur beindi hann ofsóknum sínum að trans fólki, sérstaklega þá einstaklinga sem var úthlutað karlkyni við fæðingu og skilgreindar sem konur. Nasistastjórnin leit á trans fólk sem ógn við „hreinleika“ aríska kynstofnsins og beitti lögum sínum gegn samkynhneigð til að ofsækja það. Sagan er að endurtaka sig í Bandaríkjunum. Því miður, í dag, stöndum við frammi fyrir ógnvænlegri þróun og bakslagi í heiminum - ógrynni af röngum upplýsingum og fordómum gagnvart trans fólki sem koma meðal annars innan úr samfélagi okkar. Þessi þróun er ekki aðeins niðurdrepandi heldur hættuleg. Skaðlegum staðalímyndum er viðhaldið, sundrungu er sáð og grafið undan þeirri samstöðu sem samfélag okkar hefur lagt svo hart að sér að byggja upp. Að horfa upp á suma einstaklinga innan hinsegin samfélagsins sá hatursfræjum um trans fólk sýnir ekkert nema foréttindahroka og yfirgang. Ég spyr mig oft, af hverju? Hver er tilgangurinn hjá þeim? Er þetta minnimáttarkennd? Fortíðarþráhyggja? Mótþróaröskun? Rembingur? Samsærisnötterar? Ég held að þetta er bara í nösunum á þeim. Þessir aðilar eru bókstaflega með þráhyggju fyrir trans fólki, þeir tala um að trans fólk sé að dreifa trans áróði, en raunveruleikinn er sá að þessir einstaklingar eru þeir sem sjálfir dreifa hvað mestum áróðri um trans fólk, það þarf ekki nema bara líta á uppfærslurnar frá þeim á samfélagsmiðlum. Þeir einstaklingar innan hinsegin samfélagsins sem styðja hægri öfga fólk sem talar gegn réttindum trans fólks og öðru hinsegin fólki, hafið þetta á bakvið eyrun; Þessu fólki er alveg sama um ykkur, og ykkar réttindi, þið eruð ekkert nema skíturinn undir skónum þeirra. Þið eruð næst. Rangar upplýsingar Dæmi um rangar upplýsingar um trans fólk er frásögnin um hormónameðferð fyrir trans börn sem hefur verið í dreifingu. Vísindaleg samstaða styður að kynbundin umönnun, þar með talið hormónameðferð, þegar læknir telur viðeigandi, geti verið lífsbjargandi meðferð fyrir trans börn. Meðferðin getur dregið verulega úr hættu á þunglyndi, kvíða og sjálfsvígum og er mæla helstu heilbrigðisstofnanir um allan heim með henni . Með því að dreifa röngum upplýsingum um þetta stofnum við lífi ungs fólks í hættu og ýtum undir andrúmsloft ótta og óvissu. Þessi klassíska mantra um ,,hvað með börnin?” er oft notuð af fólki sem er í raun alveg sama um börnin, þau nota hana til að réttlæta sitt eigið hatur. Við verðum líka að vera meðvituð um hvata þeirra utan samfélags okkar sem viðhalda þessum skaðlegu frásögnum. Hægri öfga íhaldsmenn sem vinna markvisst gegn réttindum trans fólks eru ekki bandamenn okkar! Endanlegt markmið þeirra er ekki velferð barnanna okkar, heldur sundrung, árás á jaðarsetta hópa, árás á allt sem þeir telja vera “öðruvísi” og árás á lýðræði. Þeim er slétt sama um börnin, ef þeim væri raunverulega annt um börnin væru þau ekki að þessum árásum á trans börn. Við skulum hafa það á hreinu að ef þeim tekst að svipta trans fólk mannréttindum sínum munu þau ekki hætta þar. Ráðagerðir þeirra ógna öllum meðlimum hinsegin samfélagsins, réttindum kvenna og reyndar öllum jaðarsettum og viðkvæmum hópum samfélagsins. Árás á eitt okkar er árás á okkur öll, ég fæ aldrei leið á þessari setningu. Bakslagið eykst með kjöri Trumps Bandaríkjaforseta árið 2016 Undir stjórn Trumps var gripið til aðgerða sem höfðu gífurlega slæm áhrif á hinsegin samfélagið. Aðgerðirnar fólu í sér afturköllun á titli IX vernd fyrir trans nemendur, breytingar á heilbrigðisreglum sem afléttu banni viðmismunun gagnvart hinseigin einstaklingum og bann við því að trans einstaklingar gangi í herinn. Trump tilnefndi einnig þrjá íhaldssama dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna, sem hefur nú þegar haft alvarlegar afleiðingar, sem dæmi má nefna aðför að rétti kvenna til yfirráða yfir eigin líkama. Komum saman sem eitt Að vera hluti af hinseigin samfélaginu snýst um viðurkenningu, skilning og ást, ekki bara fyrir sum heldur öll. Þetta snýst um að viðurkenna og virða sjálfsmynd hvers annars, jafnvel þó að þær sjálfsmyndir séu ólíkar okkar eigin. Við verðum að viðurkenna að útbreiðsla rangra upplýsinga eða fordóma í garð trans bræðra okkar, systra og systkna er aðeins til þess fallið að veikja samfélag okkar í heild. Í mótlætinu höfum við alltaf staðið sterkari saman. Við skulum muna sögu okkar, lexíuna sem hún kenndi okkur og þær framfarir sem við höfum náð að berjast fyrir. Transfælni, hvort sem hún kemur utan frá eða innan okkar eigin raða, er áskorun sem við verðum að takast á við í sameiningu. Við þurfum að muna að hver stafur í LGBTQIA+ skiptir máli. Hver og einn þeirra táknar hóp fólks sem á skilið virðingu, skilning og viðurkenningu. Við skulum standa saman, styðja trans fjölskyldu okkar, og muna að barátta þeirra er barátta okkar líka. LGBTQIA+ samfélagið hefur vald til að sýnagott fordæmi í því að skapa heim sem viðurkennir fólk og sýnir meiri skilning. Notum það vald skynsamlega, hlúum að einingu, ekki sundrungu. Stöndum saman gegn transfælni, í dag og alla daga, þar til hvert og eitt okkar getur verið til opinskátt og ósvikið án ótta. Höfundur er í stjórn Ungra Pírata.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun