Fagna sumarblíðunni en bíða eftir ferðamönnunum Árni Sæberg skrifar 1. júní 2023 16:00 Hallormsstaðaskógur er góður áfangastaður þessa dagana. Vísir/Vilhelm Sumarið virðist vera gengið í garð á Austurlandi, hiti mældist hæstur 21 gráða við Egilsstaðaflugvöll í vikunni og veður verður milt og gott víða fyrir austan út vikuna hið minnsta. Ferðaþjónustuaðilar eru spenntir fyrir sumrinu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að vorið hefur verið með versta móti á stærstum hluta landsins. Mikil vætutíð hefur verið og hiti hefur sjaldan farið í tveggja stafa tölur. Austfirðingar hafa hins vegar fengið að njóta ágætisvors og sumarið er skollið á með krafti fyrir austan. Tuttugu og einnar gráðu hiti mældist á Egilsstöðum á dögunum og fimmtán til nítján gráðu hita og hægviðri er spáð út vikuna. Aðstoðarskógarvörður á Hallormsstað og umsjónarmaður tjaldstæðanna í Atlavík og Höfðavík segir þó að ferðasumarið sé ekki alveg hafið. „Það er svona að byrja. Þó að það komi hitatölur oft í maí, þá er ekkert mikill fjöldi sem kemur. Við rekum þetta tjaldstæði sem fær sjötíu til áttatíu prósent Íslendinga og Íslendingarnir eru auðvitað ekkert komnir í sumarfrí, ekki nema einn og einn. Svo helgarnar eru stærri á þessum tíma og virku dagarnir eru í rauninni minni,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir. Skógurinn orðinn fagurgrænn Bergrún Arna segir vorið hafa verið gott fyrir austan og að Hallormsstaðaskógur komi vel undan vetri. „Við erum auðvitað búin að vera með mjög gott vor og tjaldstæðið kemur mjög vel undan vetri og skógurinn er að verða mjög fallegur. Birkið fer að verða fullútsprungið og hann er orðinn grænn og fallegur skógurinn. Mikil gróska í honum,“ segir hún. Þá segir hún að mikil sókn hafi verið í markaðssetningu Austurlands sem áfangastaðar fyrir erlenda ferðamenn. Þeir hafi hingað til síður lagt leið sína alla leið austur en nú sé það að breytast. Svæðið sé þó enn sem áður kjörinn áfangastaður fyrir Íslendinga sem vilja ferðast innanlands. „Á Austurlandi er mjög fjölbreytt náttúra. Við erum með skóg, við erum með jökla, við erum með þvílíkt magn af fossum. Í Covid-árunum þá fengum við mjög mikið af Íslendingum á Austurland og þeir voru að uppgötva að þetta svæði hefur marga kosti, bæði til að fara í gönguferðir og að njóta náttúrunnar á margvíslegan hátt. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að vorið hefur verið með versta móti á stærstum hluta landsins. Mikil vætutíð hefur verið og hiti hefur sjaldan farið í tveggja stafa tölur. Austfirðingar hafa hins vegar fengið að njóta ágætisvors og sumarið er skollið á með krafti fyrir austan. Tuttugu og einnar gráðu hiti mældist á Egilsstöðum á dögunum og fimmtán til nítján gráðu hita og hægviðri er spáð út vikuna. Aðstoðarskógarvörður á Hallormsstað og umsjónarmaður tjaldstæðanna í Atlavík og Höfðavík segir þó að ferðasumarið sé ekki alveg hafið. „Það er svona að byrja. Þó að það komi hitatölur oft í maí, þá er ekkert mikill fjöldi sem kemur. Við rekum þetta tjaldstæði sem fær sjötíu til áttatíu prósent Íslendinga og Íslendingarnir eru auðvitað ekkert komnir í sumarfrí, ekki nema einn og einn. Svo helgarnar eru stærri á þessum tíma og virku dagarnir eru í rauninni minni,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir. Skógurinn orðinn fagurgrænn Bergrún Arna segir vorið hafa verið gott fyrir austan og að Hallormsstaðaskógur komi vel undan vetri. „Við erum auðvitað búin að vera með mjög gott vor og tjaldstæðið kemur mjög vel undan vetri og skógurinn er að verða mjög fallegur. Birkið fer að verða fullútsprungið og hann er orðinn grænn og fallegur skógurinn. Mikil gróska í honum,“ segir hún. Þá segir hún að mikil sókn hafi verið í markaðssetningu Austurlands sem áfangastaðar fyrir erlenda ferðamenn. Þeir hafi hingað til síður lagt leið sína alla leið austur en nú sé það að breytast. Svæðið sé þó enn sem áður kjörinn áfangastaður fyrir Íslendinga sem vilja ferðast innanlands. „Á Austurlandi er mjög fjölbreytt náttúra. Við erum með skóg, við erum með jökla, við erum með þvílíkt magn af fossum. Í Covid-árunum þá fengum við mjög mikið af Íslendingum á Austurland og þeir voru að uppgötva að þetta svæði hefur marga kosti, bæði til að fara í gönguferðir og að njóta náttúrunnar á margvíslegan hátt.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira