„Njósnamjaldurinn“ skýtur upp kollinum í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2023 11:48 Óbreyttur mjaldur við Svalbarða. Vísir/Getty Sænsk yfirvöld klóra sér nú í kollinum yfir því hvað þau eigi að gera með mjaldurinn Hvaldímír, grunaðan njósnara í þjónustu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eftir að hann lét sjá sig við strendur landsins nýlega. Talið er að mjaldurinn sækist enn eftir samskiptum við menn. Meinti „njósnamjaldurinn“ komst í heimsfréttirnar þegar hann vingaðist við norska veiðimenn undan ströndum Finnmerkur í Norður-Noregi árið 2019. Mjaldurinn reyndist vera með beisli sem á var letrað að tilheyrði Pétursborg í Rússlandi. Kviknaði þá grunur um að mjaldurinn hefði verið hluti af tilraunum Rússa til að þjálfa sjávardýr til njósna. Rússnesk stjórnvöld hafna því þrátt fyrir að varnarmálaráðuneytið hefði á sínum tíma auglýst eftir höfrungum til þeirra nota, að sögn Washington Post. Önnur tilgáta er að mjaldurinn hafi verið þjálfaður til að hjálpa andlega veikum rússneskum börnum. Síðan þá hefur Hvaldímír, eins og hann var kallaður, að mestu haldið sig við Finnmörk, nærri landamærunum Noregs og Rússlands. Hann skaut hins vegar upp kollinum í Oslóarfirði sem norska höfuðborgin stendur við í síðustu viku. Norska fiskistofan varaði sjómenn við því að nálgast hvalinn af ótta við að hann gæti slasast eða drepist af völdum bátaumferðar. Nú síðast sást Hvaldírmír við strendur Svíþjóðar. Samtökin OneWhale, sem voru stofnuð sérstaklega um velferð mjaldursins, segjast hafa verið í sambandi við sænsk yfirvöld sem hafi strax gripið til aðgerða til þess að vernda hann. Þau hafi meðal annars lokað brú í því skyni. Þegar sýnt fram á klókindin Vanessa Pirotta, dýrafræðingur og fyrrverandi þjálfari villtra sjávardýra, segir Washington Post, að líklega sæki Hvaldímír enn í mannfólk eftir að hann var þjálfaður af mönnum. Mjaldrar séu félagslynd dýr sem haldi sig gjarnan í torfum í náttúrunni. Deilt hefur verið um hvað eigi að gera með Hvaldímír. OneWhale vilja að stofnað verði griðarsvæði fyrir hann þar sem hægt verði að endurhæfa hann og sameina hann svo villtum mjöldrum. Norsk yfirvöld hafa ekki áhuga á að fanga Hvaldímír en það gæti breyst ef hann heldur áfram að leita í þéttbýlissvæði. Pirotta segir að það yrði skref aftur á bak að fanga Hvaldímír. Aðstæður hans séu alls ekki svo slæmar. Hann hafi þegar sannað klókindi sín með því að veiða sér sjálfur til matar og forðast hættulega árekstra við menn og fley þeirra. Svíþjóð Noregur Rússland Hvalir Dýr Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08 Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Nafnið þykir hinn sniðugasti leikur að orðum sem sameinar norska orðið yfir hval og nafn Rússlandsforseta. 4. maí 2019 09:40 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Meinti „njósnamjaldurinn“ komst í heimsfréttirnar þegar hann vingaðist við norska veiðimenn undan ströndum Finnmerkur í Norður-Noregi árið 2019. Mjaldurinn reyndist vera með beisli sem á var letrað að tilheyrði Pétursborg í Rússlandi. Kviknaði þá grunur um að mjaldurinn hefði verið hluti af tilraunum Rússa til að þjálfa sjávardýr til njósna. Rússnesk stjórnvöld hafna því þrátt fyrir að varnarmálaráðuneytið hefði á sínum tíma auglýst eftir höfrungum til þeirra nota, að sögn Washington Post. Önnur tilgáta er að mjaldurinn hafi verið þjálfaður til að hjálpa andlega veikum rússneskum börnum. Síðan þá hefur Hvaldímír, eins og hann var kallaður, að mestu haldið sig við Finnmörk, nærri landamærunum Noregs og Rússlands. Hann skaut hins vegar upp kollinum í Oslóarfirði sem norska höfuðborgin stendur við í síðustu viku. Norska fiskistofan varaði sjómenn við því að nálgast hvalinn af ótta við að hann gæti slasast eða drepist af völdum bátaumferðar. Nú síðast sást Hvaldírmír við strendur Svíþjóðar. Samtökin OneWhale, sem voru stofnuð sérstaklega um velferð mjaldursins, segjast hafa verið í sambandi við sænsk yfirvöld sem hafi strax gripið til aðgerða til þess að vernda hann. Þau hafi meðal annars lokað brú í því skyni. Þegar sýnt fram á klókindin Vanessa Pirotta, dýrafræðingur og fyrrverandi þjálfari villtra sjávardýra, segir Washington Post, að líklega sæki Hvaldímír enn í mannfólk eftir að hann var þjálfaður af mönnum. Mjaldrar séu félagslynd dýr sem haldi sig gjarnan í torfum í náttúrunni. Deilt hefur verið um hvað eigi að gera með Hvaldímír. OneWhale vilja að stofnað verði griðarsvæði fyrir hann þar sem hægt verði að endurhæfa hann og sameina hann svo villtum mjöldrum. Norsk yfirvöld hafa ekki áhuga á að fanga Hvaldímír en það gæti breyst ef hann heldur áfram að leita í þéttbýlissvæði. Pirotta segir að það yrði skref aftur á bak að fanga Hvaldímír. Aðstæður hans séu alls ekki svo slæmar. Hann hafi þegar sannað klókindi sín með því að veiða sér sjálfur til matar og forðast hættulega árekstra við menn og fley þeirra.
Svíþjóð Noregur Rússland Hvalir Dýr Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08 Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Nafnið þykir hinn sniðugasti leikur að orðum sem sameinar norska orðið yfir hval og nafn Rússlandsforseta. 4. maí 2019 09:40 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08
Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Nafnið þykir hinn sniðugasti leikur að orðum sem sameinar norska orðið yfir hval og nafn Rússlandsforseta. 4. maí 2019 09:40