Gróður svartur og brenndur eftir vorlægðirnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2023 20:01 Plöntur sem alla jafna eru orðnar blómstrandi grænar á þessum árstíma eru margar hverjar svartar og brunnar eftir vorlægðirnar. Þá hefur sumarblómasala verði dræm í rokinu en starfsmaður hjá Garðheimum segir fólk seinna á ferðinni en undanfarin ár. Plöntur sem alla jafna eru grænar og blómstrandi á þessum árstíma líta margar hverjar svona út, brenndar, svartar og vansælar eftir, að manni finnst, lengsta vetur í manna minnum. Vansæll og brunninn runni.stöð 2 „Þegar við fáum svona gífurlega mikið rok með saltaustri hér af hafi að þá brenna plönturnar og fara illa eins og við sjáum hérna fyrir aftan. Við sjáum svo greinilega að hér eru plöntur sem eru brunnar áveðurs en svo eru þær svolítið grænar hlémegin,“ segir Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. Staða berjarunna döpur Margar plöntur muni eflaust hjarna við þó von sé á minni vexti, en Gurrý segir alltaf von á að ákveðnar tegundir muni ekki ná að blómstra, til dæmis berjarunnar sem lifna á vorin, auk þess sem sígrænar plöntu komi margar illa undan vetrinum og vorlægðum. „Blátoppurinn er venjulega á þessum tíma orðinn grænn og fallegur en því miður því hann er svo fljótur að lifna á vorin þá getur hann lent í svona brasi eins og við sjáum hérna,“ segir Gurrý og bendir á illa farinn runna. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Þetta tré lítur að jafnaði ekki svona út á sumrin? „Nei, þetta er Alaskaösp og venjulega eru þær orðnar grænar og fallegar og góð lykt af þeim en svo sjáum við hér að blöðin eru kolsvört.“ Svo er það þessi Hansarósarunni. Plantan er ein sú seltuþolnasta sem ræktuð er hér á landi - en hefur ekki þolað rokið á Seltjarnarnesi og minnir frekar á kolamola en rósarunna. Nokkuð hefur borið á því að viðskiptavinir, sem keyptu sumarblóm fyrr í vor, hafi þurft að koma aftur og kaupa ný blóm þar sem hin fyrri lifðu vorlægðirnar ekki af. Engan skyldi undra enda sumarveður ákveðin forsenda fyrir því að hægt sé að halda sumarblómum á lífi. Steinunn hjá Garðheimum segir að sala á sumarblómum fari seinna af stað en vanalega, fólki komi þó að skoða en margir leggi ekki í að setja blómin niður fyrr en vetrinum lýkur. „Já það segir... „Ég ætla að koma aftur“ því það er ekki tilbúið að kaupa blóm núna vitandi að það eru alltaf gular viðvaranir,“ segir Steinunn Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Garðheimum. Hvenær er öruggt að setja sumarblómin niður og út? „Það ætti nú að vera kominn tími til þess, það er jafnara hitastig dag og nótt en hefur undanfarið verið svolítið rokkandi.“ Garðyrkja Veður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Plöntur sem alla jafna eru grænar og blómstrandi á þessum árstíma líta margar hverjar svona út, brenndar, svartar og vansælar eftir, að manni finnst, lengsta vetur í manna minnum. Vansæll og brunninn runni.stöð 2 „Þegar við fáum svona gífurlega mikið rok með saltaustri hér af hafi að þá brenna plönturnar og fara illa eins og við sjáum hérna fyrir aftan. Við sjáum svo greinilega að hér eru plöntur sem eru brunnar áveðurs en svo eru þær svolítið grænar hlémegin,“ segir Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. Staða berjarunna döpur Margar plöntur muni eflaust hjarna við þó von sé á minni vexti, en Gurrý segir alltaf von á að ákveðnar tegundir muni ekki ná að blómstra, til dæmis berjarunnar sem lifna á vorin, auk þess sem sígrænar plöntu komi margar illa undan vetrinum og vorlægðum. „Blátoppurinn er venjulega á þessum tíma orðinn grænn og fallegur en því miður því hann er svo fljótur að lifna á vorin þá getur hann lent í svona brasi eins og við sjáum hérna,“ segir Gurrý og bendir á illa farinn runna. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Þetta tré lítur að jafnaði ekki svona út á sumrin? „Nei, þetta er Alaskaösp og venjulega eru þær orðnar grænar og fallegar og góð lykt af þeim en svo sjáum við hér að blöðin eru kolsvört.“ Svo er það þessi Hansarósarunni. Plantan er ein sú seltuþolnasta sem ræktuð er hér á landi - en hefur ekki þolað rokið á Seltjarnarnesi og minnir frekar á kolamola en rósarunna. Nokkuð hefur borið á því að viðskiptavinir, sem keyptu sumarblóm fyrr í vor, hafi þurft að koma aftur og kaupa ný blóm þar sem hin fyrri lifðu vorlægðirnar ekki af. Engan skyldi undra enda sumarveður ákveðin forsenda fyrir því að hægt sé að halda sumarblómum á lífi. Steinunn hjá Garðheimum segir að sala á sumarblómum fari seinna af stað en vanalega, fólki komi þó að skoða en margir leggi ekki í að setja blómin niður fyrr en vetrinum lýkur. „Já það segir... „Ég ætla að koma aftur“ því það er ekki tilbúið að kaupa blóm núna vitandi að það eru alltaf gular viðvaranir,“ segir Steinunn Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Garðheimum. Hvenær er öruggt að setja sumarblómin niður og út? „Það ætti nú að vera kominn tími til þess, það er jafnara hitastig dag og nótt en hefur undanfarið verið svolítið rokkandi.“
Garðyrkja Veður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira