„Alveg galið hvað þær takast vel á við þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 12:00 Glódís Perla Viggósdóttir fylgist glaðbeitt með fyrirliðanum Linu Magull fá kampavínsbað eftir að meistaratitillinn var í höfn hjá Bayern München um liðna helgi. Getty/Sven Hoppe Glódís Perla Viggósdóttir nýtur þess í botn að vera með íslensku liðsfélagana Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í Bayern München. Hún segir ekki mega vanmeta þeirra þátt í meistaratitlinum sem liðið fagnaði á sunnudaginn. „Þær eru algjörir snillingar, báðar tvær. Ótrúlega duglegar,“ segir Glódís um þær Karólínu og Cecilíu sem jafnframt eru liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu. Glódís lék hverja einustu mínútu á meistaratímabili Bayern í Þýskalandi í vetur. Hún er reynslumest íslenska tríósins, 27 ára gömul, og hefur unnið sig inn í mikið leiðtogahlutverk hjá þessu stórliði. Karólína, sem er 21 árs, og Cecilía sem er aðeins 19 ára, hafa hins vegar spilað mun minna. Karólína var fyrst þeirra til að koma til Bayern, í ársbyrjun 2021, en hún spilaði sjö deildarleiki í vetur, alla sem varamaður. Cecilía varði mark varaliðs Bayern í næstefstu deild og var stöku sinnum á varamannabekk aðalliðsins. Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir virðast ná einkar vel saman í München.Getty/Christian Hofer „Þær hafa kannski ekki fengið þær mínútur sem þær hefðu viljað en það er alveg galið hvað þær takast vel á við þetta. Sterkar andlega. Ég er ótrúlega stolt af þeim eftir þetta ár, og þær eiga hundrað prósent í þessum titli líka, þó að þær hafi ekki spilað eins mikið og þær hefðu viljað. Þær hafa alltaf gefið hundrað prósent fyrir liðið, og það er líka ótrúlega gaman að hafa þær utan fótboltans og geta verið saman. Talað íslensku,“ segir Glódís, eða „mamma Gló“ eins og hún hefur verið kölluð: „Svo er það alltaf sagt en þær hugsa alveg jafnmikið um mig,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Klippa: Glódís um Karólínu og Cecilíu Hún tekur undir það að Karólína og Cecilía séu í góðum málum þrátt fyrir að spila minna en þær hefðu ef til vill óskað: „Þær eru búnar að vera að æfa gríðarlega vel undanfarna mánuði og það hefði verið gaman að fá að sjá þær spila meira. En þetta er frábært æfingaumhverfi og þær eru að læra gríðarlega mikið, og styrkjast klárlega af þessu. Þetta er auðvitað ákveðið mótlæti líka, sem styrkir mann á endanum. Ég veit að þær munu læra helling af þessu og þetta mun hjálpa þeim á þeirra ferli í framtíðinni.“ Þýski boltinn Tengdar fréttir Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Sjá meira
„Þær eru algjörir snillingar, báðar tvær. Ótrúlega duglegar,“ segir Glódís um þær Karólínu og Cecilíu sem jafnframt eru liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu. Glódís lék hverja einustu mínútu á meistaratímabili Bayern í Þýskalandi í vetur. Hún er reynslumest íslenska tríósins, 27 ára gömul, og hefur unnið sig inn í mikið leiðtogahlutverk hjá þessu stórliði. Karólína, sem er 21 árs, og Cecilía sem er aðeins 19 ára, hafa hins vegar spilað mun minna. Karólína var fyrst þeirra til að koma til Bayern, í ársbyrjun 2021, en hún spilaði sjö deildarleiki í vetur, alla sem varamaður. Cecilía varði mark varaliðs Bayern í næstefstu deild og var stöku sinnum á varamannabekk aðalliðsins. Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir virðast ná einkar vel saman í München.Getty/Christian Hofer „Þær hafa kannski ekki fengið þær mínútur sem þær hefðu viljað en það er alveg galið hvað þær takast vel á við þetta. Sterkar andlega. Ég er ótrúlega stolt af þeim eftir þetta ár, og þær eiga hundrað prósent í þessum titli líka, þó að þær hafi ekki spilað eins mikið og þær hefðu viljað. Þær hafa alltaf gefið hundrað prósent fyrir liðið, og það er líka ótrúlega gaman að hafa þær utan fótboltans og geta verið saman. Talað íslensku,“ segir Glódís, eða „mamma Gló“ eins og hún hefur verið kölluð: „Svo er það alltaf sagt en þær hugsa alveg jafnmikið um mig,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Klippa: Glódís um Karólínu og Cecilíu Hún tekur undir það að Karólína og Cecilía séu í góðum málum þrátt fyrir að spila minna en þær hefðu ef til vill óskað: „Þær eru búnar að vera að æfa gríðarlega vel undanfarna mánuði og það hefði verið gaman að fá að sjá þær spila meira. En þetta er frábært æfingaumhverfi og þær eru að læra gríðarlega mikið, og styrkjast klárlega af þessu. Þetta er auðvitað ákveðið mótlæti líka, sem styrkir mann á endanum. Ég veit að þær munu læra helling af þessu og þetta mun hjálpa þeim á þeirra ferli í framtíðinni.“
Þýski boltinn Tengdar fréttir Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Sjá meira
Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00