„Held að Cessa hafi verið extra ánægð að fá að hitta Neuer“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 10:00 Leikmenn karla- og kvennaliðs Bayern fögnuðu með stuðningsmönnum á Marienplatz í München á sunnudaginn. Hér er Lucas Hernandez með Glódísi Perlu Viggósdóttur. Getty/Nathan Zentveld Glódís Perla Viggósdóttir segir ánægjulegt hve samheldnin sé mikil hjá þýska stórveldinu Bayern München en leikmenn kvenna- og karlaliðs félagsins fögnuðu saman meistaratitlum sínum um liðna helgi. Karlalið Bayern varð meistari með hádramatískum hætti síðastliðinn laugardag og stóð svo heiðursvörð fyrir kvennaliðið eftir að það tryggði sér sinn meistaratitil á sunnudag, með 11-1 stórsigri á Turbine Potsdam. „Það var ótrúlega gaman og sýnir hvað klúbburinn er að reyna að lyfta kvennaknattspyrnunni og gera þetta að einni heild, en ekki tveimur deildum eins og þetta er á mörgum stöðum. Það er bara frábært. Gaman að þeir nenntu að koma og horfa, og svo fórum við öll saman niður í miðbæ að fagna þessu saman á svölunum þar. Þetta var frábær dagur í alla staði,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Leikmenn karlaliðs Bayern München voru á meðal áhorfenda þegar kvennaliðið varð Þýskalandsmeistari á sunnudaginn, degi á eftir karlaliðinu.Getty/Sven Hoppe Aðspurð hvernig væri að umgangast heimsfrægar stórstjörnur á borð við Thomas Müller, Manuel Neuer og fleiri í karlaliði Bayern svarar Glódís: „Þeir eru langflestir bara mjög vinalegir. Ég er reyndar ekki mikið að tala við þá. Það eru aðallega þýsku stelpurnar sem eru eitthvað að spjalla. En þetta var bara gaman og ég held að Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir, liðsfélagi Glódísar] hafi verið extra ánægð að fá að hitta Neuer.“ Hin 19 ára Cecilía Rán ætti alla vega að geta lært eitt og annað af hinum 37 ára Neuer sem meðal annars hefur orðið heimsmeistari með Þýskalandi, og tvöfaldur Evrópumeistari og ellefufaldur Þýskalandsmeistari með Bayern – stórveldinu sem Glódís hefur nú hjálpað að bæta við í verðlaunasafnið: „Strákarnir voru að vinna í ellefta skiptið í röð og við í fimmta sinn í heildina. Þetta er algjört stórveldi og bara ótrúlega gaman að vera partur af þessu, og upplifa þessa rosalegu stemningu sem myndast þegar vel gengur, eins og núna þegar við unnum tvöfalt.“ Klippa: Glódís um fagnaðarlæti beggja liða Bayern Þýski boltinn Tengdar fréttir Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 „Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Karlalið Bayern varð meistari með hádramatískum hætti síðastliðinn laugardag og stóð svo heiðursvörð fyrir kvennaliðið eftir að það tryggði sér sinn meistaratitil á sunnudag, með 11-1 stórsigri á Turbine Potsdam. „Það var ótrúlega gaman og sýnir hvað klúbburinn er að reyna að lyfta kvennaknattspyrnunni og gera þetta að einni heild, en ekki tveimur deildum eins og þetta er á mörgum stöðum. Það er bara frábært. Gaman að þeir nenntu að koma og horfa, og svo fórum við öll saman niður í miðbæ að fagna þessu saman á svölunum þar. Þetta var frábær dagur í alla staði,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Leikmenn karlaliðs Bayern München voru á meðal áhorfenda þegar kvennaliðið varð Þýskalandsmeistari á sunnudaginn, degi á eftir karlaliðinu.Getty/Sven Hoppe Aðspurð hvernig væri að umgangast heimsfrægar stórstjörnur á borð við Thomas Müller, Manuel Neuer og fleiri í karlaliði Bayern svarar Glódís: „Þeir eru langflestir bara mjög vinalegir. Ég er reyndar ekki mikið að tala við þá. Það eru aðallega þýsku stelpurnar sem eru eitthvað að spjalla. En þetta var bara gaman og ég held að Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir, liðsfélagi Glódísar] hafi verið extra ánægð að fá að hitta Neuer.“ Hin 19 ára Cecilía Rán ætti alla vega að geta lært eitt og annað af hinum 37 ára Neuer sem meðal annars hefur orðið heimsmeistari með Þýskalandi, og tvöfaldur Evrópumeistari og ellefufaldur Þýskalandsmeistari með Bayern – stórveldinu sem Glódís hefur nú hjálpað að bæta við í verðlaunasafnið: „Strákarnir voru að vinna í ellefta skiptið í röð og við í fimmta sinn í heildina. Þetta er algjört stórveldi og bara ótrúlega gaman að vera partur af þessu, og upplifa þessa rosalegu stemningu sem myndast þegar vel gengur, eins og núna þegar við unnum tvöfalt.“ Klippa: Glódís um fagnaðarlæti beggja liða Bayern
Þýski boltinn Tengdar fréttir Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 „Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00
„Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn